Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 29.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ur par kept um glímubelti f. S. í' og Stefnuhorniö. Donro, aukaskip Sameinaða, fer frá Kaupm.höfn 1. júli hingað til Reykjavikur. Kemur við í Vestm.- eyjum. ísland fór héðan til útlanda í gærkvöldi. Meðal farpega voru: greifafrú Karen Grote trúboði, frú Havsteen, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Arnórsson, Álexander Jóhannesson dr. phil., Hannes Thorsteinsson bankastjóri, Kristján Siggeirsson kaupm. og frú, Karl Olgeirsson kaupm., Sigurður Kristinsson fram- kvæmdastj., Garðar Gíslason kaupm., Ólafur J, A. Ólafsson kaupm., August Flygenring kaupm., Gísli Johnsen konsúll og frú. Samsæti var Erik Struckmann haldið i gær á Hótel ísland. Var pað Listvinafélagið og Dansk-is- lenzka félagið, sem gengust fyrir pvi. Struckmann sigldi með íslandi í gærkvöldi. Hurðir, okaburðir, til Sölu. Afgr. v. á. Verði vanskil á útburði Dagblaðsins, eru kaup- endur beðnir að tilkynna það strax í síma 744. Oskið þér að komast í kynni við norskar stúlknr og karlmenn? Við fáum stöðugt margar fyrirspurnir frá meðlimum vor- um, að koma i kring sambandi við íslenzkar stúlkur og karl- meun á íslandi, og við bjóðum þvi öllum, að gerast meðlimir í bréfaviðskiftafélagi okkar. Kostar aðeins kr. 2,00 á ári. Sendið kr. 2,00 ásamt nafni yðar, aldri og heimilisfangi, og við komum yður í samband við mentaðar norskar stúlkur og karlmenn, sem eru meðlimir í félagi voru. Margir hafa eignast kunningja á þennan bátt. Mjög skemtilegt. Nöfnin verða ekki birt. Skrifið í dag. Kupou Oslo Korrespondanceklnb Box 615. Oslo. Norge. Undertegnede önsker at bli mediem av klubben. Vedlagt fölger kr. 2,00. Navn________________________________ Adresse_____________________________ Alder ______________________________ (Skriv Tydelig). r Sonur járnbrautakóngsInB. hlýlega, en glottandi við hlið hinnar ægilegu Barbadoskonu. Hann gekk í leiðslu og tók naumast eftir sólbjörtu landinu framundan, því bjarta hans var þrungið hrifningu og sælu, sem ætlaði að gera útaf við hann algerlega, því lengra sem leið. Hann varð sem örvita. Honum fanst hann þurfa að hrópa hástöfum. Hún bar nafnið Chiquita. Hann marg endurtók nafnið við hvert skref. Var nokkurt nafn undir sól- unni fegra? Var nokkur skógardís yndislegri? Og rödd hennar, svo heillandi og hljómskær, en hikandi, ómaði í eyrum hans. Hvernig gat mannleg rödd gert svo mjúkt og spilandi fjör- ugt mál þetta, sem var hið stirðasta í heimi? Hún hafði kallað hann Senor Antonio og boðið honum að koma aftur á morgun. Skyldi hann vilja þiggja þaö? Honum fanst bara að hann mundi ekki geta beðið til morguns. XIV. Lokaðir vegir. I*egar Anthony vaknaði næsta morgun, fanst honum sig hafa dreymt alt það sem gerðist daginn áður og var lengi að átta sig á því að það hafði ekki verið draumur. Og hann átti að fá að heimsækja Chiquitu í dag! Hann flýtti sér á fætur. Þau Cortlandts-hjónin voru ekki komin á fætur, svo að hann snæddi einsamall. Þegar hann svo á eftir gekk út á veröndina til þess að reykja, beið Allan þar eftir honum eins og vant var. — Veidduð þér nokkuð í gær? spurði hann. — Já, og ég fer á veiöar í dag aftur. — Það er mesti sægur dýra í skógunum, en það er ekki hlaupið að því að finna þau. Ég fer með yður í dag til að leiöbeina yður. — Alls ekki, ég fer einn. — Æ, nei, herra minn! — Æ, jú, herra ;minn. Mér vildi einu sinni sú skyssa til að skjóta mann, sem var með mér á veiðum og varð það honum að bana. En Allan var ekki á því að láta telja sér hughvarf: — Ég skal altaf ganga á eftir yður. — Mér þætti gaman að hafa þig með, en ég þori það ekki vegna þess að ég er svo mikill gapi með byssu. — í*á megið þér alls eigi fara einn. Yður gæti orðið eitthvað á. Ég skal herma eftir fuglunum og fá þá til að koma í skotfæri.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.