Dagblað

Útgáva

Dagblað - 30.06.1925, Síða 1

Dagblað - 30.06.1925, Síða 1
Þriðjudag 30. júní 1925. 1. árgangur. 123. iölublað. ÐI víða í borgum erlendis mun vera til félagsskapur, sem setur sér það mark- mið, að hafa hönd í bagga um það alt, sem við kemur ytra útliti borganna. Félagsskapur þessi kemur með frumkvæði að ýmsu, svo sem hvernig skuli hagað götum og torgum, hvar skemtigarðar eiga að vera, eða hverjar breytingar skuli gerðar á skemtigörðum og göngubraut- um; enn fremur á hann að sjá um það, að bæjarstjórn geri ekki nein afglöp um húsa- smíði, og ótal margt er það fleira, sem slíkur félagsskapur hefir með höndum. Hann er bæði í senn nokkurs konar ráðgefandi nefnd bæjarstjórna, ! og einnig settur bæjarstjórn til höfuðs. Þeir, sem athugað hafa, hvernig margt hefir gengið hér á tréfótum hjá bæjarstjórn Reykjavikur á undanförnum ár- um, ættu að geta fallist á það, að full þörf væri slíks félags- skapar hér í bæ. Enda mun því máli hafa verið hreyft fyrir nokkuð mörgum árum, að koma slíkum félagsskap á fót. En þá var það eigi tímabært, því að menn höfðu yfirleitt ekki áttað sig á því, hvert gagn hann gæti gert. Nú er öðru máli að gegna, og vantar nú ekki nema áhugasama borgara, karla og konur, til þess að hefjast handa og koma félags- skapnum á. Petta væri mjög þarft verk, því að mörgu góðu gæti það komið til leiðar, og enginn efi á þvf, að starfsemi félagsskaparins yrði vinsæl meðal bæjarbúa. Hver vill beitast fyrir sam- tökum til slíkrar félagsmynd- unar ? Honum mundi margur mað- ur í bænum þakklátur f fram- tíðinni, því að þótt bæjarstjórn geti verið vel skipuð, þá skortir hana jafnan tilfinnanlega áhuga um þessi málefni, meðan svo er sem nú, að bæjarfulltrúar eru valdir með tilliti til politiskra skoðana eingöngu. Félagskapur- inn á ekki að vera politiskur. Hann á aðeins að hugsa um bæjarmál og hann getur því gjarnan látið til sín taka bæjar- stjórnarkosningar. Þeim mun léttara verður starf hans sem bæjarstjórn er betur skipuð áhugamönnum um það sem horfir til umbóta um útlit bæj- arins og skipulag. Stórstákuþingið hófst í gær með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Sr. Gunnar Bene- diktsson prédikaði og deildi mjög á þjóðina, og ekki sizt Templara, fyrir undanhald í bannmálinu. 75 fulltrúar voru mættir við þingsetninguna, og er von á fleirum, og er sagt, að koma muni fulltrúar frá öllum stúk- um á landinu, nema e. t. v. 2 á Austfjörðum. Er þetta langfjölmennasta Stór- stúkuþingið sem haldið hefir yerið og mun þar nokkru um valda að Norðlendingar leggi töluvert kapp á að halda stjórn reglunnar norðanlands áfram og fylgja Vestfirðingar og Austfirð- ingar þeim að málum. Aftur á móti mun Sunnlendingum vera það kappsmál að fá stjórnina aftur hingað suður, og má ekki enn á milli sjá hver flokkurinn er sterkari. — Eftir setningu fyrsta fund- ar mintist stórtemplar andláts Sigurðar Eiríkssonar regluboða og stóð allur þingheimur á með- an. Síðan var samþykt í einu hljóði að hann yrði jarðaður á kostnað góðtemplara-reglunnar. Meðal fulltrúa er sitja þingið eru þessir prestar: séra Björn Porláksson Dvergasteini, séra Pórður Ólafsson Söndum, séra Guðm. Guðmundsson Isafirði, séra Gunnar Benediktson Saur- bæ, séra Magnús Guðmundsson Ólafsvík, séra Halldór Kolbeins Flatey, og séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur. Eiga prestarnir skilið að þeirra sé sérstaklega minst fyrir það að þeir skilja svo vel köll- un sina að láta sig miklu skifta jafn göfugt mál og bindindis- málið er. Og munu þeir allir teljast til ákveðnustu bannmann- anna. Öxnafellsundrin. Eftir Sleingrím Matthíasson lækuir. ]Ör ársskýrsln héraðslæknisins 1924. Jeg get ekki gengið fram hjá því að minnast á keppinaut, sem á þessu ári hefir náð mikilli lýð- hylli í þessu hjeraði og síðan víðsvegar um land. Það er hinn svonefndi Öxnafellslæknir.huldu- maðurinn Friðrik, sem enginn hefir greinilega séð nema hin skygna bóndadóttir í Öxnafelli. Sjúklingar koma til hennar eða skrifa henni um sjúkdóm sinn eða senda henni simskeyti og hún talar við Friðrik. En hann líknar fólkinu á undursamlegan hátt. Margir verða hans varir þegar lækningin kemur, þannig að straumur fer um þá allra snöggvast og batnár stundum um leið, en aðrir finna engan straum og batnar eða batnar ekki. En sumir, sem bráðfeigir eru, deyja þrátt fyrir alt. »Ekki verð- ur feigum forðað!« Pví verður að skjóta hjer inn í, að stúlkan í öxnafeili, Margrét, er af öllum kunnugum sögð bæði greind og sérlega vönduð og ætti skilið meiri laun en hún hefir hingað til fengið hjá þeim, sem bún hefir leitast við að bjálpa til að öðlast hjálp.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.