Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Fyrir allskonar ýkjur og um- burðarþvaður um þessi íyrir- brigði hefir trúin magnast og fleiri og fleiri leitað sér líknar, svo að nú streyma bréf og sím- skeyti til Öxnafells viðsvegar af öllu landinu, en nú einna mest af Austurlandi. Lengi var að- sóknin mest úr binni upplýstu Þingeyjarsýslu. Hafa sumir hald- ið að bráðum þyrfti ekki lengur neinna annara lækna við, við hinir svonefndu lærðu læknar gætum bætt öllu okkar káki og farið að púla i kúagrasi, en i Oxnafelli yrði lækningamiðstöð alls landsins og þegar viðboð- ið kemur gætu allir leitað þang- að loftleiðis og fengið læknisráð sem dygðu. Pá mælti hinn mikli kappi Tertius: »Mikinn skaða hefir þú unnið voru ríkí!« — og sömu orð hefðum við Akureyrarlækn- ar tekið okkur í munn ef Frið- rik kollega væri eins skæður keppinautur eins og hann er sagður. Fó einkennilegt sé, höf- um við haft góða aðsókn eftir sem áður og engu síður verið sóttir, ekki einu sinni þarna framan að úr nágrenni við Friðrik, heldur enn áður. (Frh.). a ■ Oryggissamþykt Breta og Frakka. Mikið hefir verið talað undanfarið um öryggissamþykt þá, er Bretar og Frakkar hafa gert með sér og eru skoðanir manna um hana mjög skiftar og Bretar yfirleitt óánægðir með hana. Hafa þeir bent á það, að þá er Lloyd George felst á það 1921 að Bretar gerðu samning við Frakka í þessa átt, þá var það til skilið, að öll deilumál Evrópuþjóða yrði fyrst leidd til lykta, þannig að engin hætta gæti verið á því, að friði yrði raskað í álfunni. En hér er ekki þessum skilyrðum fylgt. Samn- ingur þeirra Briand og Chamb- erlains getur ekki um mörg mál, sem geta valdið friðslitum í framtíðinni milli ríkja. Þannig gæli Bretar t. d. orðið neyddir í stríð, þar sem Frakkar ætti upptök að eða jafnvel Rússar. Sé gert ráð fyrir því, að Pól- verjar ráðist á Pjóöverja, en Frakkar veittu PólVerjum og yrðu sigraðir, eða þá að Ung- verjar réðust á Czecko Slovaka og Frakkar skærust í leikinn og biðu ósigur, þá yrðu Bretar að koma þeim til hjálpar samkværat samningnum. En þetta vill frjáls- lyndi flokkurinn í Englandi alls eigi. Afstaða ítala. Pað verður mjög undir því komið hvaða tryggingar Frakkar ög Bretar gefa ítölum, hvort þeir vilja skrifa undir öryggissamn- inginn, og þá aðallega um Bren- ner-landamærin að norðan og austan við Tyrol. ítalir eru sem sé dauðhræddir við það, að Pjóð- verjar og Austurrikismenn muni sameinast, og að þá sé þessum Iandamærum stór hætta búin. Vilja þeir ekki takast á hendur neinar skuldbindingar um að verja landamæri annara þjóða, ef þeim er ekki trygð hjálp til þess að verja sín landamæri. Borgin. Sjávnrföll. Háflæöur í dag kl. 12,10, og í nótt kl. 12,30. Nætnrlæknir M. Júl. Magnús Hvérfisgötu 30. Sími 410. Næturrörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðnrfnr: Hifi 7—15 stig í morg- un, kaldast i Vestmannaeyjum, en heitast á Akureyri. Sunnanátt víðast hvar og hægviðri, hvassast í Rauf- arhöfa og Ilólum 5, hér 4. Rigning í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Hornafirði, annars skýjað loft og þurkleysa. Úrkoma hér síðan í gær 2.7 mm. Loftvægislægð um Norður- land. Spáð ér suðlægri átt á Aust- urlandi, en suðvestlægri annars- staðar. Skúrir á Suðurlandi. Joannes Fatnrsson, hinn góð- kunni foringi sjálfstæðismanna í Færeyjum, var meðal farpega á Lyra í gær og dvelur hér eitthvað. Með honum er kona hans og sonur. Lyra kom hingað í gær frá Nor- egi. Með skipinu komu islenzku tyacjBlaé. I Arni Óla. Ritstjórn: { G Kr Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2i skrifstofa j Simi 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Rakarastof'a Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. glímumennirnir. Peir ætla að sýna fegurðarglímu í Barnaskólaportinu 2. þ. mán., áður en sjálf íslands- glíman hefst, en sjálfsagt keppa peir þar líka, flestir eða allir. Peningar. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............. 106,06 Norskar kr.............. 94,39 Sænskar kr............. 144,88 Dollar kr................ 5,41 Franconia, ferðamannaskipið ame- ríkska, sem hingað kom í fyrra, er væntanlegt hingað þ. 8. júlí, og dvelur hér tvo daga. Margir far- pegar eru með skipinu. Ferða-. mannafélagið »Hekla« sér um mót- tökurnar. í fyrra sá það líka um móttökurnar og fórst það prýðilega úr hendi. Inntökupróil í Mentaskólanum var lokið í gær. 10 féllu, en 51 stóöust prófið. Sfldarskipin eru nú sem óðast að búa sig á stað héðan, og munu þau vera æði mörg. Ekkert hefir enn frézt um síldaraíla fyrir norðan, enda hefir tíðin ekki verið hentug að undanförnu. Pó er sagt, að síld hafi sézt út af Siglufirði þessa sið- ustu daga. Adalfundur Sjóvátryggingarfélags íslands var í gær. Hefir félagið nú starfað í sex ár. Tekjur ársins urðu kr. 1,117,924,21. Hluthöfum eru greidd 10 °/o, í varasjóð er lagt kr. 29,383,23, í viðlagasjóð kr. 30,000,00, og yfir- fært til næsta árs kr. 30,159,07. Á árinu hafa gjöld til endurtryggjenda numið kr. 383,335,45, en greitt hefir verið fyrir tjón kr. 291,214,33. — Stjórnin var endurkosin. Látinn er hér í bænum Pétur Ornólfsson fiskimatsmaður. Montaskólanum verður sagt upp kl. 1 i dag.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.