Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 30.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 2W Verði vanslíil á útburði Dagblaðsins, eru kaup- endur beðnir að tilkynna það strax í síma 744. Stjórnbyltingatilraun í Mexiko. Snemma í júnímánuði komst lögreglan í Mexiko að því, að gert hafði verið samsæri gegn Calles forseta og verkamanna- stjórninni þar í landi. Höfðu samsærismenn aðalbækistöð sína í úthverfum Mexikoborgar. Lög- reglustjórinn þar og 30 bæjar- stjórnarfulltrúar voru teknir fastir. í sambandi við þetta komst og upp annað samsæri, sem stofnað var í þeim tilgangi að koma Huerta aftur til valda. Var hershöfðingi nokkur, Albar- ran að nafni, pottur og panna i því. Var hann tekinn höndum og margir fleiri samsærismenn. Tókst stjórninni þannig að kæfa uppreistir þessar i fæðingu án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Báðningr & krossgátu í 118. tölnblftði Dagblaðsins. Þessir hafa sent rétta ráðningu: Sveinbjörn Benediktsson ritari Búnaðarfélagsins, Einar Ástráðsson, Smiðjustíg 13, Arnór Guðmunðs- son, Bergstaðastíg 30 B, Halldór Vigfússon, Laufásveg 43, Sigurður þórðarson, Bókhlöðustíg 10 og Guðrún Sigurðardóttir. Skólav.st. 9. Dregið verður um, hver verðlaunin hreppir, miðvikudag 1, júlí kl. 12s/i. — Gnfuþvottahús. — Vestnrgötu 20. — Símt 1401- Afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. Li til 6 e. h,, nema laugardaga til kl. 10 e. h. Pvottur, sem á að vera tilb. á laugardögum, komí í siðasta lagi miðv.d.kvöld. Sonnr járnbrnntakóngsinB. — Ég fer einn, skilurðu það. Ég hefi komist i samband við skógardís. — Hvað getið þér grætt mikið á því? — Ekkert annað en bros og vingjarnleg orð. — Pá er betra fyrir yður að stunda heldur atvinnu yðar sem lestarstjóri. — Ég fæ ekki vinnu fyr en eftir nokkra daga. Þangað til stunda ég véiðar. Ég ætla að fara á veiðar á hverjum degi. — Það er þýðingarlaust að fara á veiðar á daginn. Þá sofa skógardýrin. Bezt er að veiða snemma á morgnana. — Þetta er rétt um skógardýrin en sú, sem ég ætla að finna, danzar á vatnabökkum um miðjan daginn. Hefir þig aldrei langað til að danza, Allan? — Nei, herra minnl — Komdu þá hérna með mér og ég skaí kenna þér hopsa! Ég er í svo góðu skapi, að ég get ekki haldið kyrru fyrir. Allan mátti ekki heyra þetta nefnt. Honum fanst þetta alveg ósamboðið karlmönnum. — Ég þarf að trúa yður fyrir leyndamáli, mælti hann alvarlegur. — Það var gaman! — Já, herra minn. Mig dreymdi í nótt. — Finst þér það svo undarlegt? Mig dreymdi líka. — Ég þóttist vera niður við sjó og þá mætti ég hval — gríðarstórum hval. — Hann hefir auðvitað farið á land til þess að hvfla sig! — Nei, herra, hann var steindauður. Þetta var mjög ber draumur. — Og hvað kemur það mér við? — Jú, það skal ég segja yður, mælti Allan alvarlega og dró upp úr vasa sínum eitt eintak af »Fiskisögu« Hér er númerið, herra minn. — Þetta er ekki annað en auglýsing um kínverskt happdrætti. — Þess vegna náði ég í það, það mundi borga sig fyrir okkur að kaupa miða. — Hvaða vitleysa! Þú hefir sjálfur sagt, að ekki væri mark að draumum. — Jú, að svona berum draum. — Ég hefi ekki neitt fé. Allan stakk blaðinu á sig og var dapur í bragði. — Það er gott að þér fáið atvinnu bráðum, mælti hann. Og Panamafélagið má þakka fyrir að fá annan eins mann og yður. — Heldurðu að mér muni takast að fá verka- menn til að vinna betur en áður? — Þetta er misyndisfólk. Þeir fleygðu mér af lestinni svo hranalega að ég er allur eins og lurk-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.