Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 01.07.1925, Side 1

Dagblað - 01.07.1925, Side 1
Miðvikudag 1. fúlí 1925. I. árgangur. 124, tölublað. FYRIR nokkrum árum, þegar ófriðurinn mikli þröngvaði sem mest kosti vorum á öll- um sviðum, reyndum vér að klóra í bakkann og var þá ráð- ist í ýmsar framkvæmdir, sem þóttu nauðsynlegar í bili, en flestir sáu þó, að ekki mundu verða til frambúðar. Svo var um mótekju bæjarins í Kringlumýri. þar var eigi aðeins tekinn upp mór og hafður til sölu hér í bænum, heldur varð að gera miklar og margvíslegar jarða- bætur þarna, til þess að hægt væri að reka móvinsluna í stór- urn stíl. Það varð að grafa stóra skurði og allmarga til þess að þurka upp mýrina. það varð að gera vegi út á þurkvellina og það varð að ryðja stórar spild- ur til þess að gera þar þurk- velli. Ennfremur varð að reisa geymsluhús fyrir þurmó. Alt þetta kostaði ærið fé og miw afrakstur mósölunnar eigi hafa hrokkið til þess að jafna það. Og nú heör ekkert verið unnið þarna Iengi. Húsin hafa verið rifin, þurkreitarnir liggja ónotaðir og mónáman er óhreyfð. Alt hið mikla verk, sem fram- kvæmt var þarna innra til þess að reka mótekju í stórum stil, er nú orðið að engu, ef þessu heldur áfram. Ætti þó að vera hægra vegna þess hvernig í hag- inn var búið, að taka þarna upp mó, og þótt bærinn treysti sér ekki til þess, — og máske treysti enginn honum til þess að reka móvinslu þarna nú með góð- um árangri — þá er ekki þar með sagt að einstakir menn, eða félög einstakra manna, geti ekki unnið þar mó úr jörðu og grætt á því. Pað er nú að vísu svo, að ekki mun mikill markaður fyrir hnausmó hér í bænum, en þó er hann eflaust nokkur. En fyrir eltimó ætti að vera talsverður markaður, eigi aðeins hér i bæ heldur og um nærliggjandi sýsl- ur, þar sem eldsneytisskortur er. Eru nú samgöngur orðnar svo góðar, bæði á sjó og landi hér á Suðvesturlandi, að vel gæti maður ímyndað sér að bændum, víðsvegar á því svæði, þætti borga sig betur að kaupa góðan eltimó, heldur en kol. t*essu máli er hreyft hér sök- um þess, að mannvirki þau, sem eru í Kringlumýri, ganga úr sér með ári hverju og eru bæj- arbúum gagnslaus þótt mikið fé hafi verið lagt í þau. Það má vel vera, að bærinn hafi ákveð- ið að Kringlumýri skuli tekin til ræktunar í framtíðinni, en það ætti ekki að koma í bág við það, að reynt sé að nota það mikla eldsneyti, sem þar er fólgið í jörð og þar með spöruð kaup á kolum frá útlöndum. Öinafellsundrin. Eftir Steingrrím Matthínsson læknir. Úr ársskýrsln héraðslæknisins 1924. Frh. Til þess að komast næst sönnu um kraftaverkin, hefi ég reynt að kryfja til mergjar ýms- ar sögur, sem mér hafa borist. Hafa þær sumar reynst ýkjur einar með litlum sannleikskjarna, og af því tagi, að eðlilegt var að sjúklingnum batnaði, og margt batnar jafnt af mixtúr- um sem hómopatalyfjum, »pa- ternoster« og bænaþulum eða blávatni og jafnvel þvagi (sbr. þegar skottulæknir pissaði í glas og kerlingunni batnaði augn- veikin af dropunum). En sum- ar sögurnar hafa verið sams- konar sannar kynjasögur og við lesum um í Biskupasögunum, og sem enn gerast í Lourdes og víðar, þannig, að taugaveiklun- arkvillar og selasýki (einkum í kvenfólki) batnar fyrir trú og ímyndun stundum snögglega. Slíkt þekkja allir læknar meira og minna af eigin reynd, og kemur oft fyrir bæði á sjúkra- húsum og í heimahúsum (en um það er ekki eins mikið tal- að og þegar hu/dnlæknir á í hlut). Ég hefi oft óskað að Friðrik gæti sparað mér ferðir a. m. k. fram í fjörðinn, en sú hefir ekki orðið raun á. Og ég hefi oft óskað um þá sjúklinga, sem ég hefi ekki treyst mér til að lækna, eins og sjúkl. með slæma tær- ingu eða krabbamein (og sem ég hefi stundum vitað leita til Öxnafells), að þeim mætli batna vel og ég mætti sjá verulegt kraftaverk. En því miður hefi I ég aldrei orðið slíks var og yfir- leitt aldrei fengið ástæðu til að taka ofan hattinn til heiðurs Friðriki. Ég hefi um hríð gert mér að reglu að spyrja, þegar ég var sóttur út um sveitir eða min var vitjað: »Hefir ekki verið farið til Öxnafells?« Þá hefir svarið verið ýmist, að víst hafi verið þangað leitað, en árang- urslaust, eða þá að fussað hefir verið við og því tekið fjarri, að vert væri að trúa á slíkan hé- góma. Og ég hefi í seinni tíð margar fregnir af því, að ein- mitt frammi í firðinum í grend við Öxnafell sé fleiri og fleiri farnir að snúa baki við Öxna- fellslækningunum, ekki máske sízt vegna þess, aö hljóðbært hefir orðið að stúlkan sjálf hafi í veikindum sinum þurft að snúa sér til læknanna Jónasar Rafnars og Vald. Steííensens hér á Akureyri. Ég hefi fengið bréf og margar fyrirspurnir víðsvegar að um undralæknirinn okkar eyfirzka. Einkum hefi ég verið spurður um samvinnu okkar, því að sög- ur hafa gengið austanlands og vestan, að huldulæknirinn væri svo að segja aðstoðarlæknir minn og að mikið af því, eða alt, sem vel tækist á sjúkrahús-

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.