Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ inu, væri honum að þakka. Það væri nú djarft af mér að þvertaka fyrir, að nokkuð væri satt í þessu, því ef satt er, að framliðnir menn geti notað miðla og borðfætur til að opinbera sig i gegnum, þá væri eins trúlegt að Öxnafellslæknirinn færi í mig, ekki eins og fjandinn í svínin, heldur oins og heilagur andinn sjálfur, þegar mest lægi á. En undarlegt er, að ég skuli ekki hafa orðið þess var; enginn straumur hefir gagntekiö mig eða dáleiðslutilfinning, og mér finst alt hafa gengið fyrir mér eins og endranær. En ef svo skyldi vera, að sjúklingar þeir, sem ég hefi gert hættulega skurði á og vel hefir tekist með, skyldu eiga huldulækninum að þakka líf og heilsu, þá kemur mér undarlega fyrir, að hann skuli ekki hafa verndað lif sinna sam- sveitunga frammi í Grundar- þingum betur en raun hefir á orðið þetta umliðna ár. F*ví að svo einkennilega raunalega hefir brugðið við, þetta ár, sem hann hefir svo ötullega fengist við að lækna náunga sína, að þá hafa langt um fleiri dáið i Grundar- þingum en nokkru sinni, siðan 1908. Niðurl. Fjármál Frakka. Lággengi á franka. Slðan Caillaux gerðist fjár- málaráðherra í Frakklandi, hef- ir hann haft sig allan við til þess að reyna að stöðva hrun frankans. En það hefir honum ekki tekist, og á hann að vísu sjálfur nokkra sök á því, vegna þess að hann hefir nýlega leyft að gefa út nýja seðla fyrir 4000 miljónir franka, í viðbót við 45000 miljónir franka í pappirs- seðlum, sem voru í umferð og stjórn Herriots hafði ákveðið að vera skyldi hámark. 1 fjárlagafrumvarpi sínu hafði Calliaux neyðst til þess að hækka skatta að miklum mun, en þó hefir honum eigi tekist að hækka þá svo, að hægt sé að greiða hinar Iausu skuldir ríkissjóðs, sem falla í gjalddaga í júlí, september og desember, en þær nema 22,000 milj. franka. Búist er þó við því, að fram- lenging fáist á helming skuld- anna, þannig að rikissjóður þurfi eigi að greiða nema 2000 miljónir franka í júlí, 3000 milj. f sept. og 6000 miljónir í des- ember. Ætlar Calliaux að reyna að fá Frakklandsbanka til þess lána fé til þess að greiða þessar lausaskuldir, gegn því að veita honum þessa aukningu á seðla- útgáfunni. En það er í fleiri horn að líta, og þegar Calliaux hefir losnað við lausaskuldirnar, þá kemur aðalvandinn, að semja um innanríkislán í Frakklandi og hernaðarskuldirnar við Banda- ríkin og Bretland. En meðan þessu fer fram hrynur frankinn, og menn gera sér það að atvinnu, að braska með hann. (Þess skal getið, til þess að koma í veg fyrir misskilning, sem áður hefir komið í Ijós, að þessi fregn er ekki tekin eftir símskeytum F. B. í gær, heldur eftir ensku blaði). Borgin. Sjáyarföll. Síðdegisháflæður kl. 1,22. Árdegisháflæður kl. 1,55 i nótt. Sólarnpprás kl. 2,10. Sólarlag kl. 10,51. Næturlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnryörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Lyra fer héðan á morgun síðd. Lagarfoss fór héðan í gær til Vestmannaeyja og Hull. Dánarfregrn. Á sunnud. var, 28. þ. m., lézt í Hafnartirði merkiskon- an Jensfna Árnadóttir, móðir Jóns Einarssonar verkstjóra og þeirra systkina. Var hún dóttir Árna Mat- hiesens og systir Matthíasar skó- smiðs, gestrisin kona og vel látin. er átti hóp vina fjær og nær. Tíðarfar: Hiti í tnorgun 9—12 st. og mjög breytileg átt. Hvassast hér A. 5, og í Grindavík S. 5. Regn í Seyðisflrði. Loftvog stöðug alls stað- ar. Úrkoma hér siðan í gær 0.2 mm. HDagBlaé. J Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrif'stofa J 6ími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. yjgS&~ Bnkarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Búist við suðvestlægri átt og úr- komu á Suðvesturlandi; suðlægri átt annarsstaðar. Tvær bifreiðar rákust á í Austur- stræti í morgun. Kom önnur þeirra sunnan Pósthússtræti, en hin aust- an Austurstræti. Sú er að austan kom rendi aftan á hina og skemdi eitthvað aurbretti hennar, en misti sjálf annaö framhjól sitt. Botnia kom í morgun frá útlönd- um og fer héðan eftir tvo daga vest- ur og norður um land. Stúdentar. 1 máladeild útskrifuð- ust 18 skólanemendur og 12 utan- skólanemendur. í stærðfræðisdeild útskrifuðust 8 skólanemendur og 1 utanskóla. Alls eru stúdentar 39, en þar af aðeins 2 stúlkur. Hjúsknpnr. Ungfrú Olga Pórhalls- dóttir (Daníelssonar) og Kristján Porgeir Jakobsson cand. jur., voru gefln saman austur í Hornaflrði á sunnudaginn var. Heimilisiðnaðarsýning verður að Pjótanda við Pjórsárbrú, um næstu helgi, í sambandi við Héraðsmót sem haldið verður að Pjórsártúni á laugardaginn, Jarðnrför Jóns Jacobson fyrv. yf- irbókavarðar, fer fram á morgun. Tið nppsögn Mentaskólans afhenti Páll Sveinsson kennari skólanum að gjöf frá 25 ára stúdentum, mál- aða mynd af dr. Jóni Porkelssyní rektor. Er myndin eftir Jón Stefáns- son listmálara, sem er einn af 25 ára studentum. Embættispróf í læknisfræði. Karl Jónsson, Kristinn Bjarnason, Ari Jónsson og Hannes Guðmundsson. Fengu þeir allir I. einkunn. Hjúsknpur. Ungfrú Guðbjörg Grims- dóttir og Axel Andersen klæðskvri giftust á laugardaginn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.