Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 1
Fimíudag 2. fúlí 1925. WaúBiað I. árgangur. 125. tölublað. DAÐ eru ekki mörg ár síðan áhugi raanna hér á landi vaknaði fyrir því að iðka allskonar iþróttir. Var það fyrst hin þjóðlega íþrótt, glíman, sem benti mönnum til að æfa einnig aðrar íþróttir, þá er hún var endurvakin. Var þá hér um tíma sannkölluð íþróttaöld, og hefir hún haldist óslitin siðan, enda þótt þess verði ekki þrætt, að á siðari árum heíir áhuginn nokkuð dofnað — þrátt fyrir öll íþróttamót. En nú virðast vera timamót í sögu íþróttanna hér á landi, að minsta kosti hér í Reykjavík. Sundskálinn, sem reistur var suður við Skerjafjörð fyrir nokkrum árum var notaður talsvert fyrst í stað, en svo hefir hann nú um langt skeið verið gagnslaus. En nú er verið að reisa nýjan sundskála út i Örfirisey, á hinum hentugasta stað, sem hér er nærlendis fyrir slíkan skála og er enginn efi á því, að það verður til þess að glæða áhuga manna fyrir sund- iþrótt, og að fleiri verða hér góðir sundmenn eftir nokkur ár en nú eru. íþróttavöílur var gerður hér fyrir nokkrum árum og sýndi það lofsverðan áhuga forgöngu- mannanna fyrir íþróttum. En hann var á óhentugum stað og smám saman fékk fólk óbeit á honum. Fyrir íþróttamenn var hann heldur ekki hentugur. Nú er verið að gera nýjan íþrótta- völl á hentugri stað og verður hann sjálfsagt með timanum útbúinn svo að menn geti æft þar flestar iþróttir og að hann verði heppilegur samkomustaður iíyrir iþróttamót. Það er dálílið einkennilegt, að !þessir tveir flutningar — flutn- ingur sundskálans og iþrótta- vallarins, skuli verða samtímis. Á sínum tíma mun það hafa Verið bæjarstjórn að kenna að ekki fengust heppilegri staðir, Jhvorki fyrir skálann né völlinn. En nú er svo komið, að bæjar- stjórn tekur sjálf við vellinum og leyfir þann stað fyrir sund- skálann, sem mörgum sinnum hefir verið synjað um áður. í sambandi Við þetta má geta þess, að nú er hingað nýkom- inn flokkur islenzkra glimu- manna sem farið hefir sigurför víðsvegar um Noreg og sýnt þar islenzka glímu, þjóð sinni til mikils sóma. Er vonandi að Reykvíkingar fagni þeim að makleikum er þeir sýna nú Iistir sinar í kvöld, þá er íslandsglim- an fer fram. Öxnafellsundrin. Eftir Steingrím Matthiasson læknlr. Úr ársskýrsln héraðslæknisins 1924. Nl. í'etta minnir á söguna af lækninum sem spurði oft sjúk- linga sína þannig: »Hvernig varð yður af meðulunum sem ég sendi?« og þeir sögðu þá vanalega: »Mér versnaði stór- um«. Þá sagði læknirinU: »Já, versnaði. Já, það veit ég og það veit ég!« Svipaða sögu get ég sagt af einum sjúklingi sem leitaði til spitalans til Ijóslækn- 'inga, en þorði ekki annað en að leita til Öxnafellslæknisins um leið til að vera vissari um bata. Það brá svo við að honum hríðversnaði á eftir, sem annars er sjaldgæft í ljós- unum. Eftir nokkurn tíma batnaði honum þó aftur og áleit ég engan vafa á að það hefði verið ljós- unum einum að þakka. En má- ske munu aðrir segja að þar hafi Friðrik bætt úr skákl Svo mikið get ég ennfremur sagt, að ég veit ekki flugufót fyrir þeirri sögu, sem sögð hefir verið um sjúkling, er eg átti að hafa ákveðið að taka fót af, þareð drep var í fætinum og holdfúi með mikilli fýlu. Þegar ég leysti af fætinum og ætlaði að fara að skera, fylgldi sögunni, að fóturinn hefði verið orðinn heill og enginn ódaunn lengur. Og þetta átti að vera Friðrik að þakka, sem komið hefði og bundið um fótinn um nóttina og grætt hann algerlega. Ég kann svo ekki þessa sögu lengri, en vildi óska að þeir vildu enn þrautreyna krafta Frið- riks, sem fyrir vonbrigðum verða hjá okkur veslings lærðu lækn- unum. Og glaður skal ég verða þegar eg stend frammi fyrir kraftaverkinu og verð að segja, líkt. og Bjarni Th. þegar hann heyrði Gunnarshólma: »Ég held mér sé nú best að hætt að yrkjal« Loks vil eg bæta því við, að mér finst þetta andlegt faraldur. Huldulækningafaraldurinn vera timanna tákn. 1 nokkur ár hefir verið unnið að því af kapþi, að fylla fólkið með andatrú, með þeirri fullyrðingu að þar sé um raunvisindi að ræða. En grunnhyggna í'ólkið er í meiri- hlula ælið. Og svo koma þessi stórmerki til sögunnar og þau hljóta öll að vera vissuleg sann- indi. Fréttir fljúga fram og aftur þar til þeir skárri fara einnig að trúa. Andlega smitunin þarf ekki nærri eins langan undir- búningstima eins og mislingar. Og dæmí veit eg til þess að svo smitaðir eru jafnvel góðir menn orðnir af Öxnafellstrúnni, að þeir likt og sjúklingurinn, sem eg áður mintist á, treysta því ekki eingöngu að sækja okkur Jónas Rafnar, heldur senda fyrst eða um leið í Öxna- fell. »Löstur er synd, sem orðin er að vana«, lærðum við í kverinu. Hinsvegar er eðlilegt þegar svo er komið i þessu landi, sem viða annarstaðar, að flónin eru i þann veginn að ná völdunum, þá vaði öll flónska uppi og alt

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.