Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ eins viðvíkjandi lækningum og heilbrigðismálum sem öðru. Gleymist þá fljótt það litla nyt- samlega sem við læknarnir höfum verið að leitast við að kenna alþýðu í læknisfræði. Og má svo sennilega fara að hafa yfir gömlu latínsku vísuna sem skáld eitt kvað á hnignunar- tíma Rómaveldis: »Fingunt se medicos: quivis idiota, sacerdos, judæus, monachus, histrio, rasor, anus«. (P. e. Allir gerasl læknar: sér- hver fábjáni, presturinn, gyð- ingurinn, munkurinn, hermi- krákan, rakarinn og kerlingar- hróið). Ofurlítil athugasemd. Herra Axel Thorsteinsson. Það er engin ástæða til, að nokkur misskilningur sé okkar á milli út af vopnaviðskiftum okkar í blöðunum nýskeð. Vil ég því leyfa mér þessa stuttu athugasemd, þar eð ég vil ó- gjarna láta ætla mér, að ég rangfæri nokkur ummæli visvit- andi. Það geri ég nfl. aldrei, hvorki ummæli einstakra manna né blaðal — í grein yðar í Morgunbl. vík- ið þér nokkrum orðum að mér, og teljið að ég hafi »afbakað skeyti það«, er ég vitnaði í. Og satt að segja lítur það því mið- ur þannig út, og á þó hvorug- ur okkar sök á, að þetta hefir gefið tilefni til misskilnings. — í grein minni i Dagbl. setti ég orðið »sœttir«. í gæsalappir, til þess að sýna, að það orð eitt befði ég tekið úr blaðafregn- inni, og bætti því við: eins og komist er að orði í skeytinu. En þar eð gæsalappirnar höfðu hlaupið sína leið, var auðvitað eigi gott að ætla á, hve mikið ég eignaði skeytinu, ef mér á annað borð var ætlað það, að vilja rangfæra það vísvitandi. Þetta eina orð, »sœttir«, til- færði ég sökum þess, hve það var forkostulegt í þessu máli: Frjálsmannleg og drengileg ummæli á fundi stúdenta frá Norðurlöndum — þar sem frjáls- lyndi og viðsýni í hvívetna œtti að girða fyrir alla úlfúð og sundurlyndi út af eðlilegum skoðanamun stúdenta frá 5—6 þjóðum — valda þeim eldi, að til vandræða hefir þótt horfa! Annars hefði eigi þurft að leita sætta og biðja afsökunar fyrir það eitt, að hafa persónulega skoðun á Færeyjamálum eða öðrum efnum. Það hefir jafnan verið sjálfstæður einkaréttur stú- denta án þess að hneyksla nokkurn! Og því fáránlegra var að gera þetta atriði að opinberu blaðamáli, með þvi að sima það eins og markverðan viðburð út um heim! — Um þessa hlið málsins býst ég við að við séum sammála! Yinsaml. yðar h. Íslandsglímjin verður háð í Barnaskólaportinu kl. 8 i kvöld og verður hún óef- að mjög fjölsótt að þessu sinni. Kept verður um glimubelti 1. S. í. og Stefnuhornið. Eru hand- hafar þessara kjörgripa þeir Sig- urður Greipsson og Þorgeir Jóns- son, sem nýkomnir eru úr hinni stórfrægu Noregsför. Á undan kappglimunni, sýna Noregsfararnir listir sínar og mun margan fýsa að sjá til þeirra, enda er það eigi að ástæðulausu. Hafa þeir allan undanfarinn mánuð farið viðs- vegar um Noreg og sýnt ísl. fegurðarglímu fyrir þúsundum áhorfenda. Hafa sýningar þeirra hvarvetna vakið geisimikla eftir- tekt og lifandi áhuga fyrir þess- ari »fögru, snjöllu og drengilegu íþrótt«. — Er framkoma og sýning Noregsfaranna rómuð mjög í norskum blöðum, og talin- merkur viðburður. Hefir þegar komið til orða að taka upp ísl. glímu í Noregi. Fjölmennið því í kvöld til þess að sjá góða glimu og fagr- an leik! Lyra er öll fánum skreytt í dag og fáni er dreginn á stöng hjá ræö- tsmanni Norðmanna i tilefni af 22. afmæli Olafs konungsefnis Norð- manna. ^DagBlaé. í Arni Óla. Ritstjórn: G_ Kr_ Guðmundsson. Afgreiðsla | Lækjartorg 2. skrifstofa } Sími 744.- Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd* Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm,. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. QtigT' BHkarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 2,23. Árdegisháflæður kl. 2,50 í nótt. 11. vika suinars byrjar. Næturlækuir Konráð R. Konráðs- son, Pingholtsstræti 21, sími 575. Nætnrvörður í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Hiti 10—16 stig í morg- un, heitast i Seyðisflrði, en 15 st. í ísaflrði og var þó norðanátt þar. Sunnan- og austanátt annarsstaöar, en hæg, hvassast 5 hér i Rvík. Rigning hér og í Vestmannaeyjum, skýjað loft í Grindavík, en annars- staðar heiðskírt. Úrkoma hér siðan í gær 1,1 mm. Loftvog stððug eða stigandi. — Á Jan Mayen sunnan- andvari og 4 stiga hiti. í K.höfn 15 st. hiti. Loftvægislægð fyrir suð- vestan land. — Veðurspá: Austlæg átt og úrkoma á Suðvesturlandi.. Breytileg vindstaða annarsstaðar. Ifjúgkapnr. í fyrradag giftust þau ungfrú Helga Jónsdóttir, hjúkrun- arkona við Barnaskólann og séra Jakob Kristinsson, forseti Guðspeki- félagsins. Prófessor Haraldur Níels- son gaf þau saman og fór lijóna- vígslan fram i tjaldi á Pingvöllum. Skeintiför ætla Templarar að fara til Pingvalla á sunnudaginn kemur. Einn glíninmannn, er til Noregs fóru, Jörgen Porbergsson, veiktist af taugaveiki skömmu eftir að til Noregs kom og heflr legið siðan í sjúkrahúsi í Ósló. Hann er nú á batavegi. Moðal farþcga á Botniu hingað í gær voru: Meulenberg preafect (úr suðurgöngu sinni), Jón Hansson skipstjóri og frú, Sören Goos síld- arkaupm. og frú, stúdentarnir Tóm- as Jónsson og Thor Thors. Enn- fremur nokkrir útlendingar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.