Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 02.07.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Nobbrir frímúrarar fóru héðan vestur til ísafjarðar í gær, með varðskipinu Fylla. Ætla þeir að stofna nýja frímúrarastúku þar. Samsæti verður Noregsförunum haldið í kvöld, að glímunni lokinni. Peir, sem vilja vera með, riti sig á lista hjá bókaverslun Sigfúsar Ey- mundsson. Ameríknfarar. Með Lagarfossi síð- ast voru þessir farþegar héðan úr bæ, á leið til Ameríku: Jónbjörn Gíslason verkstjóri, Sigurður Por- steinsson með konu og 2 börn, Pétur Guðmundsson, og frá Vest- maönaeyjum: frú Goodman með 6 börn, S. Guðjónsdóttir og G. R. Helgadóttir með barn. Meistaraprófl í ensku, hefir Arni Guðnason nýlega lokið við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Árni er ætt- aður úr Landeyjum. Ágóðinn af hátiðahöldunum 19. júní, varð kr. 10,500, er renna í Landsspítalasjóðinn. Drnbnnn. Nýlega druknaði ung stúlka í Mývatni, Ólöf, dóttir Pór- halls bónda í Vogum. Var hún að synda’í vatninu, en hefir sennilega fengið stjarfa, því að alt í einu misti hún sundtökin og sökk. Kappreiðarnar. Vegna ónógrar þátttöku hestaeigenda, verður eigi hægt að hafa kappreiðarnar í þrjá daga, eins og til var ætlast í fyrstu. Verða þvi aðeins kappreiðar á sunnudaginn. Er leitt til þess að vita, að ahugi manna skuli ekki meiri en þetta, en nokkru mun valda um annir í sveitunum um þetta leyti. Nýmeti. Gnægð nýmetis er nú daglega á boðstólum hér í bænum, svo sem, lundi, hrognkelsi (sem mikið veiðist af) og alls konar fiskur. Héraðsmót fyrir Árness- og Rang- árvallasýslur, verður háð á laugar- daginn, að Pjórsártúni. Verður þar margt til skemtunar haft. Meöal annars eru fengnir þangað hinir snjöllustu ræðumenn landsins og jafnvel mun Joannes Patursson, kóngsbóndi frá Kirkjubæ, fiytja þar erindi. Krossgátan. í krossgátunni í blað- inu í gær hafði fallið niður skýring á einu orðinu: 10 niður = Land- réttindi. Verðlaunin fyrir síðustu ráðningu fekk Arnór Guðmundsson. Var dreg- ið um ráöningarnar undir eftirliti bæjarfógeta. Poningar. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............. 106,71 Norskar kr.............. 94,71 Sænskar kr............. 144,91 Dollar kr................ 5,41 Sonnr járnbrantabóiigsins. Myndaverðskrá ókeypis yfir ódýr vasaúr, úlfliðsúr, festar, rakhnifa, rakvélar, hár- klippur, skeiðar, borðhnifa, eldhúsáhöld og ótal margt annaö, ef þér sendið 30 aura burðargjald. Norsk Indnstrimagasin A/S Box 615 — Oslo — Norge. Minning Karl Marx. Einkennilegt forboð. í september í fyrra héldu »Internationale« fund í London í minningu þess, að þá voru liðin 60 ár síðan fyrsta »Inter- nationale« var stofnað. Var á- kveðið á þeim fundi, að heiðra minningn Karl Marx með því að setja upp minningarspjald um hann á það hús, er hann hafði átt heima í í London og þar sem hann dó. En nú ný- lega heíir þessi fyrirætlun strand- að, vegna þess að yfirvöldin í borginni hafa lagt blátt bann við að þetta sé gert. T eitthvað að hafa komið fyrir als hún gat ekki efnt orð síd. Hann einsetti sér þó að gera aðra tilraun daginn eftir og hitti hann hana ekki þá, var hann einráðinn í því að ganga rakleitt heim að húsinu og reyna að ná tali af henni, hvað sem það kostaði. Gat það verið að hún hefði leikið á hann af ásettu ráði? Það væri nú kanske bezt, því að þá skyldi hann sýna henni það, að sér væri fullkomin alvara. Hann ætlaði að koma í lundinn hennar á hverjum degi og vera þar allan daginn. En auk þess ætlaði hann að reyna að fá einhverjar nánari upplýsingar um hana. Hann kom svo seint til gistihúsins, að matur var tekinn af borðum. Litlu síðar hitti hann Cortlandt, og þótt hann grunaði eitthvað um það, sem gerzt hafði úti í eynni, þá lét hann ekki á því bera. Og Kirk hafði satt að segja aldrei dottið það í hug, að Edith mundi kæra sig. — Hvar haíið þér verið? spurði Cortlandt og var nokkuð styggur í máli. — Ég fór á veiðar að gamni mínu. — Gekk yður vel? — Nei, alls eigi; ég held að ég hafi lagt of seint á stað. — Vel á minst, mælti Cortlandt, hann Allan vinur yðar lætur Edith aldrei í friði með bænir um það, að hún útvegi sér vinnu á sama stað og yður. Hann vill alls eigi skilja við yður. — Hann er orðinn versta plága fyrir mig. Ég hefi aldrei frið fyrir honum. — Ég hefi aldrei þekt aðra eins aðdáun og hann hefir á yður. — Jú, jú, allir Svertingjar eru móðursjúkir. — Ég skal nú benda yður á það, Kirk, að hér gerum við engan greinarmun á Svertingj- um og hvítum mönnum. Báðir þjóðflokkar eru jafn réttháir. Forseti lýðveldisins er svartur, en það er ágætismaður. — Jú, ég hefi heyrt það. Og nú er mér sagt að faðir Alfarez vinar míns eigi að taka við af honum. Cortlandt þagði um hríð, en mælti svo: — Alfarez hershöfðingi er einn af þeim, sem . kosið verður um. Hann hefir mikið fylgi, en. — — Mér þykir vænt um að heyra að einhver efi getur þó leikið á að hann verði kosinn. — Það er ekkert afráðið enn. Sá, sem vill sigra, verður að njóta aðstoðar stjórnar okkar. — Ég býst við því, að Alfarez-ættin sé gömul — máske forfeður hans hafi komið hingað með »May Flower* 1620? — Ættin er enn eldri og Alfarez hershöðingi er mjög stærlátur af henni og þar að auki er hann ríkur. Þess vegna hefir hann svo mikið fylgi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.