Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Norðurför Amundsens. Suðurpólsförin ekkert á móti mannraununum nú. Hinn 21. maí lögðu þeir fé- lagar á stað frá Kings Bay á Svalbarða í tveimur flugvélum, en komu eigi aftur fyr en 19. júní og þá allir í annari flug- vélinni. Hina höfðu þeir orðið að skilja eftir í isnum. Höfðu þeir lent í hinum mestu mann- raunum og mesta rnildi að þeir skyldi komast lífs af. Fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu Amundsens sjálfs um ferðina. Neyddir til að setjast. Klukkan 1 aðfaranótt 22. maí skýrir Feucht okkur frá því, að nú séum við hálfnaðir með benzínið af geymunum. Við á- kveðum því að leita að lend- ingarstað. Við sjáum stóra vök, en Riiser Larsen lízt ekki á hana. Við erum svo að sveima þarna og fljúgum lágt. Alt í einu fer aftasti mótorinn að hósta ákaft og viðbúið að hann hætti að ganga. Erum við því neyddir til að setjast. Rétt fram undan okkur er rajór áll út úr aðal- vökinni, og borgarís á báðar hendur. Við setjumst á nýjan ís sem er fremst í álnum og hoppar flugvélin á ótal smá- jökum sem sporðreisast og velta alla vega. Inzt í álnum nemum við staðar rétt við ishellu og getum gepgið hiklaust upp á hana. Flugvélin er óskemd. Við ætlum að snúa henni og komast út úr álnum, út á aðal-vökina, en þá lokast állinn fremst og við erum innikróaðir. Það er af Dietrichson að segja, að þegar hann sá Riiser Larsen setjast, hélt hann að hann væri »snar-vitlaus«, eins og hann .komst siðar að orði. Sjálfur settist hann í stóru vökinni, þar sem bezt horfði við. Þetta viss- um við ekkert um, héldum jafn- vel að Dietrichson hefði haldið áfram. Við sáum fljótt að ísinn gat á hverri stundu molað flugvél okkar og bárum þvi i skyndi af henni öll matvæli og annað hafurtask okkar. Síðan gerðum við staðmælingar er sýndu að við vorum á 87° 43' 2" norður- breiddar og 10° 19' 5" vestur- lengdar. Meðan við vorum að leita að lendingarstað höfðum við komist nokkru norðar. Um nóttina fraus flugvélin inni. Við hvíldum okkur í tvær stundir en tókum svo að búa okkur undir það að fara á fæti til Kap Colnmbia því að við bjuggumst við að flugvélin mundi [ónýtast. Sam- tímis skygndumst við eftir hinni flugvélinni, en gátum ekkert til hennar séð. Okkur kom saman um að höggva dráttarbraut upp á háfsinn, losa flugvélina og draga hana þangað upp. Riiser Larsen fékk einu öxina sem til var, Feucht ísakkerið og eg stóra sveðju, sem við bundum á skiðastaf. Gekk okkur verkið seint. Seinni hluta næsta dags var bjart veður og sé eg þá norsk- an fána blakta í isnum all-langt burtu. Urðum við þá fegnari en frá verði sagt. Riiser Larsen nær í fána og gefur merki, sem hin- ir svara. Tölumst við nú við á merkjamáli og fáum að vita að allmikill leki hefir komið að hinni flugvélinni um leið og hún settist og að þeir urðu að dæla hana nótt og dag svo hún sykki eigi. Eg bað þá að reyna að koma henni upp á isinn og gera við hana. Isrekið var þannig, að við færðumst nær hvorir öðrum eftir því sem leið. Hinn 25. maí sáum við stór- an útsel á ísnum, en gátum því miður ekki náð honum. Daginn eftir búa félagar okk- sig undir það að heimsækja okkur, því að þeir geta ekki gert við vél sína nema með því að fá hjálp. Hugðu þeir að fara yfir lagísinn á vökinni til þess að spara sér langan krók. Við Riiser-Larsen fórum í móti þeim og höfðum með okkur segldúks- bát, því að dálítil opin vök var á leiðinni. Þegar skamt er á milli hverfa hinir bak við ís- hrygg og rétt á eftir heyrum við neyðaróp, ísinn hafði bilað undir fótum þeim Dietrichson og Om- dals og sukku þeir þar niður. Straumurinn var svo sterkur, ÍDagBlað. j Arni Óla. Ritstjórn: j Gi Kr- Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2l skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Biaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. að þeir höfðu nær sogast út undir ísinn. Ellsworth hafði ver- ið aftastur. Hann náði í Diet- richson og dró hann upp og á siðustu stundu tókst þeim svo að bjarga Omdal. Við þóttumst þá úr helju heimt hafa. Var nú flýtt ferðum til flugvélar okkar. Þar fengu þeir sjóðandi súkku- laði og þur föt. Það sem bjarg- aði þeim var, að þeir voru í björgunarvestum, sem við höfð- um keypt af tilviljun á leiðinni frá Ósló til Tromsö, og að þeir höfðu ekki spent skíðahæl- böndin. Frh. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður ki. 4,10. Árdegisháflæður kl. 4,35 i nótt. Nœtnrrörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tfðarfar. Hiti i morgun 8—14 st. Sunnanátt alls staðar nema logn í Seyðisflrði. Dálitið regn i ísafirði, en mikil rigning í Stykkishólmi. Loftvog stöðug. í Angmagsalik er suðaustan gola og 12 st. hiti, á Jan Mayen austan stinnings gola og 6 st. hiti. Loftvægislægð fyrir vestan laDd. Veðurspá: Suðlæg átt, hæg á Austurlandi, skúrir á Suður- og Vesturlandi. Messnr á morgnn. Dómkirkjan: Kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, séra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan: KI. 5, séra Magnús' Guðmundsson. Landakotskirkja: Kl. 9, hámessa. Peningar. Sterl. pd.............. 26,25 Danskar kr............ 110,76 Norskar kr............. 98,47 Sænskar kr............ 144,98 Dollar kr............... 5,41 */«. Sundskálinn. Pegnskylduvinna er við hann í kvöld og verður farið frá stefnbryggjunni kl. 8.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.