Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Valtýr sonur Helga Valtýssonar lífsábyrgðarstjóra, var einn af far- þegum á »Lyra« síðast. Fór hann til Noregs til þess að inna þar her- skyldu af hendi. íslandsbanki. Árið sem leið mink- uðu skuldir viöskiftamanna um 3 miljónir, en innlög jukust um 1.8 milj. Viðskiftaveltan var 82 milj. meiri en árið á undan. íþróttaleiðangnr frá íþróttafélagi Reykjavíkur fór héðan með Botníu í gærkvöld, vestur og norður um land. 6 karlmenn og 8 stúlkur eru í förinni undir stjórn Björns Jak- obssonar leikf.kennara. Fimleika- sýningar mun fiokkurinn halda á ísafirði, Akureyri og Húsavík og munu stúlkurnar haida sjóleiðina þaðan suður nm. Karlmennirnir halda ennfr. sýningar á Austfjörð- um og fara þaðan landveg til Reykja- vikur. Kappreiðarnar. Milli 20 og 30 hest- ar verða reyndir á morgun, þar af margir nýir gæðingar, sem aldrei liafa sézt hlaupa hér fyr. ltotnia fór héðan í gærkvöldi til Norðurlands og var fjöldi farþega með skipinu: Ólafur Proppé kon- súll og frú, Gunnar Schram stöðv- arstjóri á Akureyri, frú Sara Por- steinsdóttir, Pórður Sveinsson kaup- maður, Svavar S. Svavars umboðs- sali, Guðm. Guðmundsson verslun- armaður, Guðjón Samúelsson húsa- gerðarmeistari, Robert Smith heild- sali, Sigurður Briem póstmeistari og frú, ýmsir af fulltrúum stór- stúkuþingsins, leikfimisflokkar karla og kvenna frá í. R. Mikil úrkoma. Siðan i gærmorg- un hefir úrkoma verið hér í Reykja- vík 8.9 mm. Var þó aldrei stórrign- ing, en rigndi jafnt og þétt. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar fyrir næsta ár, er hin sama og áð- ur var, ncma hvaö Sigurbjörn Á. Gislason cand. tlieol. kom í stað Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns í Siglufirði, sem stór-fréttaritari. Heimili Stórstúkunnar verður á Akureyri næsta ár. Sumir vildu eigi halda næsta þing fyr en eftir tvö ár, en það var felt og á að halda næsta þing hér í Reykjavík að sumri. Úr ýmsum áttum. Inntlutningnr Breta. Þrátt fyrir hinn geisi mikla iðnað sem verið heíir í Bretlandi, voru fluttar þar inn, árið sem leið iðnaðarvörur fyrir 300 miljónir Sterlingspunda. 1 ár horfir enn ver fyrir brezka iðnaðinum, sérlega fallegt iirval með gódu verði nýRomid w i Austurstr. 1. % G. Giilaipn á Co. því að verksmiðjur fækka starfs- fólki sinu stöðugt. Er ekki að furða þótt Bretum lítist iskyggi- lega á þetta, því að jafnframt minkandi framleiðslu ter at- vinnuleysi í vöxt. Kanada hefir í hyggju að senda varðlið norður til eyja þeirra er liggja í Pólarhafinu fyrir norðan meginlandið. Er og mælt, að Kanada ætli að krefjast þess að fá eignarrétt á öllum eyjum og löndum er kynnu að finnast þar fyrir norðan og alla leið að pólnum; Sonnr járnbrnntakóngslns. það er alveg útilokað hér. Ungur maður fær aldrei að vera einn með stúlku. Pegar hann heimsækir hana, verður hann að biðla til allrar fjöldskyldunnar, ef ég mætti svo að orði kveða. En það líkar okkur ekki, vegna þess að við eigum altaf í stríði við tengdamæðurnar. Pað eru ekki margir menn í Bandaríkjunum, sem mundu vilja kjósa sér konu, aðeins með því að benda á hana, eins og þegar maður bendir á einhvern hlut í búð sem maður vill kaupa. Kirk fór nú að skiljast það hve fráleitt það hefði verið að áliti stúlkunnar, að hann skyldi dirfast að biðja um leyfi til að heimsækja hana. Hamingjan góða, mikill dæmalaus auli hafði hann veriö! Hann íéll alveg í stafi og blöskraði þeir erfiðleikar, sem nú birtust honum. Svo vaknaði hann sem af svefni við það að Cort- landt sagði: — Á morgun eigið þér að byrja að vinnal — Hvað segið þér? hrópaði Kirk. Ég get ekki byrjaði að vinna á morgun! Pað er ómögu- legtl Ég ætla að fara á veiðarl Cortlandt leit gletnislega til hans: — Ég sagði það ekki. Ég sagði að Runnels hefði símað og sagt að þér gætuð byrjað að vinna hinn daginn? Hvað er að yður? Hafið þér fengið veiðisótt, eða viljið þér ekki vinna? — Nei, nei, það var misskilningur. Auðvitað vil ég byrja að vinna sem allra fyrst. — Pað er rétt, mælti Cortlandt, því fyr því betra. Góða nótt og gangi yður vel á morgun. Kirk var hálfdaufur í dálkinn er hann lagði á stað morguninn eftir. Hann vissi að þetta var seinasta fridagur sinn og ef hann hitti ekki stúlkuna í dag, þá gat liðið langur tími þangað til að fundum þeirra bæri saman. Og vegna þess, sem hún hafði sagt um trúlofun sína, þá gat hver dagurinn verið dýrmætur. Ailan morguninn beið hann i skjóli skamt frá lundinum, en engin mannleg vera sást þar. Svo kom steypiregn og varð hann þá að leita sér skjóls í palmakofanum. Meðan hann var þar tók hann þá föstu ákvörðun, að hann skyldi ekki hverfa aftur fyr en hann vissi hvar stúlkan ætti heima og vissi einhver deili á henni. En aftur varð hann fyrir vonbrigðum. Stigurinn lá í gegn um rjóðrið og út í mýrarnar og hvarf þar. Og í stað þess að sjá eitt hús, blöstu þrjú við honum og snéru öll bakhlið við honum. Hann hélt heim að því húsinu er næst var. Það var hrörlegt mjög og voru þar mörg úti- hús á víð og dreif innan um aldintré og vín- viðarrunna. Pað var auðséð að húsið var í eyði, því að hlerar voru fyrir öllum gluggum. Hann barði þó að dyrum, en enginn svaraði, nema

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.