Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 06.07.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 06.07.1925, Qupperneq 1
Mánudag 6. júlí 1925. I. árgangur. m. tölublað. WagSíað MARGAR munu þær atvinnu- greinir, er stunda mætti hér á landi með góðum árangri, en vér þekkjum ekki. Einkum mundi margur bóndinn geta aukið tekjur bús síns að talsverðum mun, sér að kostn- aðarlausu, ef hann kynni að hagnýta alt það, er landið hefir að bjóða. En það er ekki von að hann geri það, meðan hann veit ekki hvernig hann á að fara að þvi. Sjálfsagt eru þó margar leiðir til þessa. þetta datt mér í hug núna, er eg sá i norsku blaði, að Jaðarbúar hafa miklar tekjur af þvi að brenna þara) og selja öskuna. Er svo sagt að sumir bændur þar hafi fengið 10 þús. kg. at þaraösku i vor og fá þeir 28 aura fyrir hvert kg., og renn- ur hún út, svo að þeir hafa ekki undan eftirspurninni. Mest af öskunni er selt til Skotlands, en þó nokkuð til Frakklands og eykst eftirspurnin þar árlega. Mér er ekki kunnugt um það hvernig askan þarf að vera til þess að hún sé hæf verslunar- vara, en víst þarf hún að vera af nýjum þara en ekki af þara úr brúki. Aðferðin virðist ofur ein- föld: Þarinn er tekinn i fjöru og ekið á þurkvöll. Þegar hann er þur er honum brent og ask- an hirt. Hér við land er nógur þari og rekur eigi lítið af honum að ströndum á hverju ári. Væri hægðarleikur fyrir marga bænd- Ur, er búa nálægt sjó, að gera sér þarabrenslu að atvinnu, ef þeir vissi hvernig þeir ætti að fara að því, og ef einhver væri kaupandi að öskunni. Mesta verkið er auðvitað að koma þaranum á þurkvöll, en hitt ætti ekki að vera mjög kostnaðar- samt að bera hann á bál. Mætti eflaust nota liðléttinga mikið við slíka vinnu og grípa til þess tnargar stundi þegar annað Qauðsynlegra kallar ekki að. Þá gæti og fólk í kauptúnum gert sér þetta að atvinnu með góðum árangri þegar lítið er að gera. Má og vel vera, að þetta sé svo góð atvinnugrein, að það borgi sig fyrir menn í kauptún- um að stunda hana eingöngu á vorin og jafnvel á haustin. Til þess að íslendingar geti gert sér þarabrenslu að atvinnu- grein þarf að afla upplýsinga um það hverjar þarategundir eru beztar til brenslu, hvenær bezt er að taka þarann, hvernig á að brenna hann og hvar beztan markað er að frá fyrir öskuna. Finst mér að það ætti að standa Búnaðarfélagi íslands næst að gera þetta og leiðbeina bændum í þessu efni. Og því fyr sem það er gert, því betra. Verslun- arstéttinni er og trúandi til þess að hafa uppi á þeim kaupmönn- um erlendis, sem öskuna vilja kaupa. Norðurför Amundsens. Suðurpólsförin ekkert á móti mannraununum nú. (Frh.). Nú lögðust allir á eitt með að gera dráttarbraut fyrir flug- vélina. Var hún gerö eftir öll- um kunstarinnar reglum: neðst stór klakastykki smærri ís ofan á og snjó svo dreift yfir. Að kvöldi hins 27. maí var verkinu lokið. Motorarnir eru settir á stað, en brekkan er svo brött að flugvélin kemst ekki. Við ýtum allir á eftir og tekst að lokum að koma henni upp á háisinn, og komum henni á ís- hellu sem náði alveg fram að vökinni. Samt sem áður bjuggumst við við því, að þurfa að fara gang- andi til Kap Columbia og spör- uðum því matinn eins og hægt var. Morgunverður og kvöld- verður var 1 bolli af súkkulaði og þrjár hafrakökur; miðdegis- verður súpa úr 80 gr. af pemmi- kan á hvern. Við vorum svang- ir, en leið að öðru leyti vel. Riiser Larsen lagði nú til að við gerðum 200 metra langan veg fyrir flugvélina fram að vökinni, og ætlaðist svo til að hún gæti runnið eftir lagisnum þar, er við reyndum að hefja okkur til flugs. Það var orðið áliðið er við fórum að sofa og sváfum við til hádegis 28. mai. Um nóttina hafði ísinn hrúgast saman og háar hrannir voru alt í kringum okkur, en sá hluti vakarinnar er framundan var áður, var nú horfinn. Þenna dag mældum við dýpið og var það 3750 metrar. 29. mai fóru fjórir okkar að vitja um hina flugvélina. Við höfðum ákveðið að nota að eins aðra þeirra, en vildum þó hafa báðar i lagi ef unt væri. 30. mai var mikið ísrek og lagisinn á vökinni var orðinn 6—7 þuml. þykkur. Við byrjuð- um nú aftur á því að gera nýja flugbraut á ísnum eftir fyrir- sögn þeirra Riiser Larsen og Dietriehson. . Beynt að fljúga. Þetta var mikið erfiði og höfðum við ekki lokið verkinu fyr en 2. júní. Þá vorum við tilbúnir að fljúga, en horfurnar voru þó ekki góðar, því að þýðviðri var og ísinn meir. Til- raunin mistókst lika; lagísinn brotnaði undan þunga vélarinn- ar og jakarnir sporðreistust. Lengra komumst við ekki og urðum að hafa flugvélina þarna um nóttina. Einn hjelt vörð. Um miðja nótt vakti hann okkur. ísrekið var þá sem ákafast og var flugvélin komin í sjálfheldu og brakaði og brast í henni; mér datt ekki annað í hug en að hún mundi mölbrotna. Var nú í skyndi bjargað matvælum og farangri, en aðrir hömuðust við að höggva ísinn, þar sem hann

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.