Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ mæddi mest á flugvélina. Til allrar hamingju rak borgarísinn ekki á okkur. 3. júní gerum við enn nýja flugbraut, en það er ekki nægur vindur til þess að við getum komist á flug á svo stuttu til- hlaupi. Við ætlum því að reyna að komast þangað sem hin flug- vélin er, því þar er isrekið minna og auk þess dálítil opin vök og þangað lá brautin. Riiser Larsen ekur flugvélinni með hægð, en þar sem þrengst er, brotnar ísinn skyndilega, flugvélin stingst á nefið og halinn stendur beint í loft upp. Nú er um líf og dauða að tefla. Við höggvum ísinn svo að flugvélin getur rétt sig. Svo er sett á fulla ferð og við getum bjargað flug- vélinni, en hún er öll beygluð. Nú byrjum við á nýrri braut sem á að vera 300 metrar. Það er enginn hægðarleikur, því að alls staðar eru jakar sem standa upp úr lagísnum. Við byrjum á verkinu kl. 2 um nótt og höld- um áfram fram undir kvöld næsta dag. f*á er brautin til. Við tökum nú hvíld og ætlum svo að leggja á stað. En hvíld- in varð ekki löng því aö ísinn tekur nú að skrúfast upp og við verðum að hafa vakandi auga á flugvélinni. ísinn hækkar smám saman og við hömumst við að höggva, saga og mylja hann, því að við erum hræddir um að hann muni rísa á rönd undir flugvélinni. Að lokum stendur hún á háum ísbyng og er þar óhætt. En borgarísinn, sem áður var 40 metra í burtu, er nú ekki nema 10 metra frá okkur og rétt aftan við flugvélina hefir myndast há íshrönn. Fimta brautin okkar er orðin ónýt. Um nóttina hafði hin flugvélin stórskemst, því að við gátum ekki sint þeim báðum. 5. júní heldur isinn áfam að skrúfast saman. Við ákveðum að þrauka þangað til 15. júní en taka þá ákvörðun um það hvort við eigum að bíða, eða reina að ná Kap Columbía. Matarskamturinn er enn mink- aður. f’ennan dag fara þeir Riiser Larsen og Dietrichsen á skíðum til þess að leita að ís- hellu þar sem hægt væri að taka sig til flugs, því að nú er útséð um það að við munum nokkru sinni geta hafið okkur á loft á þessum rekís. Hér um bil 800 metra í burtu fundu þeir slíkan flatan jaka, en nú er eftir að koma flugvélinni þangað. (Frh.) Borgin. Sjáyarföll. Síðdegisháflæður kl. 5,42. Árdegisháflæður kl. 6,5 í nótt. Tnngl fnlt kl. 3,54 f. h. Tungl næst jörðu og lægst á lofti. Nætnrlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastig 7. Simi 1693. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki Tíðarfar. Hiti 8—13 stig. Logn viða og þoka, rigning i Vestmanna- eyjum, Hornafirði og Stykkishólmi. í Raufarhöfn var norðan stinnings- kaldi. Loftvægislægðir tvær, önnur fyrir norðaustan, hin fyrir suðaust- \ an land. Veðurspá: Kyrt á Suður- landi, hæg norðlæg átt annarsstað- ar. Poka viða við Norður- og Aust- urland, skúrir framanaf á Suður- landi. Purt á Vesturlandi. Axel Grímsson húsgagnasmiður, sem var einn í skíðaförinni yfir Sprengisand, kafaði í peningagjána á Þingvöllum í gær, komst að botni og náði 85 aurum. / Knppreiðar fóru fram á Skeiðvell- inum í gær, eins og til stóð. Voru þar reyndir 23 gæðingar, (einn gekk úr leik, »Sjúss« Ferd. Hansens í Hafnarfirði, vegna þess að hann var bólginn á fæti). Fór enn sem fyr, að »Sörli« Ólafs Magnússonar bar sigur af hólmi, en í þetta skifti hefir það þó staðið tæpast, því að ekki munaði nema hausnum, að hann yrði á undan »Skugga« Þórðar Auð- unssonar í Múla. Hlauphraðinn var 22,6 sek., en næstir urðu »Goði« Ólafs Magnússonar og »Smári« Ein- ars E. Kvaran 22,8 sek. »Mósi« Gests Guðmundssonar á Sólheimum hljóp völlinn á 23 sek. og »Skjóni« Péturs Helgasonar á 23,2 sek. Pessir sex hestar keptu um verðlaunin á stökki. Fyrir skeið voru engin fyrstu verð- laun veitt, en önnur verð^laun fékk »Hörður« Guðrúnar Vigfúsdóttur (25,8 sek.) og þriðja verðlaun »Gráni« Stefáns Porlákssonar (25,8sek.), Varð álíka fráleiksmunur þeirra og Sörla og Skugga. Einhver bezti skeiðhest- urinn, »Baldur« Einar E. Kvaran, * »hljóp upp«, en annars »lágu« allir hinir. — Veður var ágætt og braut- in gat ekki betri verið. Hefir sjald- %)aa6laó. I Arni Óla. Ritstjórn: { G_ Kr_ Guðmundsson. Afgreiðsla J Lækjartorg 2. skrlfstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverö: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. 10T Rnkarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. an verið jafn margt fólk á veðreið- um, en þó var lítið veðjað á hest- ana tiltölulega. Hestarnir voru yfir- leitt mjög jafnir, eins og sjá má á því, að af 17 stökkhestum komu 10 í úrslitahlaup og var hlauptími þeirra þar frá 23,2—24,2 sek. — Dómnefnd skipuðu: Magnús Guð- mundsson atvinnumálaráðherra, Jón Árnason framkvæmdastjóri og Ein- ar E. Sæiíiundsen skógfræðingur. — Met þau, sem sett hafa verið áður á vellinum, eru 22,6 sek. á stökki og 24,4 sek. á skeiði, svo að ekki var sett nýtt met nú. Á eftir átti að reyna þá að nýju #Sörla« og »Skugga«, en það lijaup mistókst. Síldveiðaskipin eru nú sem óðast að fara norður á veiðar. Eru nokk- ur farin þegar, en flest fara í þess- ari viku. Gestir í bænnm. Frú Júlíana Thordarson, kona Hjartar Thord- arson rafmagnsfræðings í Chicago, og synir hennar tveir, komu hing- að með Lyra síðast og dvelja hér um tíma. Héraðsmótið að Pjórsártúni fór hið bezta fram, enda þótt veður væri mjög óhagstætt — rigning alian dag- inn. Par fluttu þessir ræður: Guöm. Finnbogason um þjóðarfrægð, Jo- annes Patursson um samstörf ís- lendinga og Færeyinga og mælti á íslenzku, Sandelin Kalle lektor (finskur) og Eidar Molaug stúdent (norskur) fluttu kveðjur hvor frá sinui þjóð. Pá töluðu þeir Aðalsteinn Sigmundsson kennari, Björgvin Vig- fússon sýslumaður og Árni Pálsson bókavörður um þjóðarmetnað. — Á héraðsmótinu var Joannes Pat- ursson gerður að heiðursfélaga iþróttasambandsins Skarphéðinn. Norðnrför Anmndsens. Svo sem kunnugt er, var stofnað sérstakt fréttafélag í Noregi er hafði einka- rétt á öllum fréttum af þeirri för, og seldi það síðan blöðum í ýms- um löndum einkarétt til að birta fréttirnar, hverju í sinu landi. Hér

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.