Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.07.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 7. júlí 1925. I. árgangur. 129. tölublað. HINGAÐ kemur á morgun skemtifararskip frá stærstu þjóð heimsius og með því koma fjögur hundruð farþegar, til þess að sjá ísland og kynn- ast íslenzku þjóðinni. Eigi er að efast um það, að þeir, sem taka í móti ferðamönnunum og leið- beina þeim hér, muni gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að viödvölin verði ferða- mönnunum sem ánægjulegust. En hér kemur fleira til greina og þá fyrst og fremst það hvernig höfuðborgin tekur á móti þeim. Og það má segja að hann komi til dyranna eins og sótug og drusluleg griðkona í sveit. Fyrslu kynnin, sem allir út- lendingar hafa af þessum bæ, eru af höfninni og hafnarmann- virkjunum. Hart er að þurfa að viðurkenna, að það orð fer af höfninni hér, að hvergi i heimi sé slikur sóðaskapur, Skipstjór- ar, sem farið hafa viða um heim og séð svona sitt af hverju í hafnarbæjum, hrista höfuðið yfir því hvernig hér sé umhorfs. Og hvernig mun þá útlitið í augum annara, sem aldrei hafa séð neitt nema þrifnað? Viljir þú, góður borgari þessa bæjar, ganga ofan að höfninni og virða fyrir þér hvernig þar er umhorfs, einkum þegar vot- viðri hafa gengið, þá muntu verða að viðurkenna — enda þótt dómgreind þín una þrifnað hafi mjög sljóvgast vegna þess hvernig alt er hér — að nokkuð muni þeir menn hafa til sins máls, er furða sig á sóðaskapn- um. Taklu þér ferð, einhvern illviðrisdag, vestanaf vesturbakka og gaktu meðfram höfninni alla leið út að austurvita. Pað er bezt fyrir þig að vera í góð- um stigvélum, því að þú verður að vaða for eftir endilöngum vesturbakkanum, innan um stafla af allskonar vörum, sem verið er að taka upp ur skipum og fleygja verður jafnharðan niður í forina. Svo kemurðu að litlu húsi, sem stendur á bakka- brúninni inst í króknum. Bless- aðurlíttu þar og inn sjáðu hvernig umhorfs er. Heldurðu að það hús sé ekki boðlegt hverjum sem er? Svo kemur steinbryggjan. Pað ætti nú að vera vinnandi vegur að halda henni þrifalegri. En hvað sýnist þér? F*ar sem sjór- inn endist ekki til að þvo bryggj- una, byrjar forin og alls konar óþrifnaður, sem of langt yrði upp að telja, því að þar ægir öllu saman. Þarna eiga nú gest- ir af skemtifararskipum að stiga á land og spurning hvort þeir verða þó eigi fyrst að klöngrast yfir vélbáta eða sandpramma eða grútarpramma. Við skulum samt ekki gera ráð fyrir því. Svo heldurðu austur með höfn- inni. I*að er sama ófærðin alla leið og má svo segja að engum sé yfirfært nema fuglinum fljúg- andi. Og þegar þú hefir nú at- hugað alt þetta, þá skaltu leggja fyrir þig þá spuningu hvort ekki hefði verið alveg eins þarft að laga eitthvað til í kringum höfn- ina, eins og að rífa upp Klapp- arstíg og malbika — götu sem ekki er líkt því eins fjölfarin eins og Kolasund var, og þótti þó ástæða til að taka það af með öllu. — — Það sem hér er sagt er eigi í þeim tilgangi að við eig- um að kosta kapps um að »sýn- ast« fyrir útlendingum er hing- að koma. En við eigum að hafa svo mikinn sjálfsmetnað, að við höfum bæinn þannig útlítandi að við getum kinnroðalaust litið framan í hvern þann gest sem að garði ber og á hvaða tima sem er. Kappsnnd' F*að er í ráði, að kapp- sund fari fram i sjó hjá Örfirisey, þegar sundskálinn nýi er fullger. Verður sundið 100 metra langt og kept um bikar, sem Sandeman hefir gefið íþróttasambandi Islands. Norðurför Amundsens. Suðurpólsförin ekkert á móti mannraununum nú. (Nl.). 6. júní gerum við dráttarbraut upp á næstu isbrún og höfum lokið því um kvöldið. En við fáum ekki náttfrið því að lætin í ísnum hafa aldrei verið verri og borgarísinn er kominn alveg alveg að flugvélinni, mótorarnir eru settir á stað og upp kom- umst við á háísinn, en það mátti ekki tæpara standa, þvi að þá lukti borgarísinn um staðinn þar sem flugvélin hafði verið. Við gleypum í okkur ofur- litla næringu og svo er að búa til nýja braut. Um kvöldið komum við flugvélinni upp á góðan jaka og vegna hins mikla erfiðis fær hver maður 40 gr af pemmikan í aukagetu um kvöldið. 7. júní höggvum við braut gegn um 12 feta háan íshrygg og gerum brú yfir íssprungu. Siðan flytjum við flugvélina yfir á næsta jaka, til þess urðum við að fara á fullri ferð yfir brúna, því að hún var veik, enda féll hún niður og ginandi gjáin var eftir, en yfir komst flugvélin. Svo gerum við nýja brú yfir næstu ísgjá og hún heldur, þvi að jaki var undir í miðju. 8. júní reynum við að fljúga, en snjórinn er blautur og það tekst ekki. Við afráðum því að moka 12 metra breiða og 600 metra langa kvos niður á ísinn, en þá kom i ljós, að ísinn var mjög ósléttur á kafla. Við tók- um þá þann kost að troða snjó- inn þangað til hann varð harð- ur. Og svo gerðum við ekki annað en troða snjó i ákafa 11., 12. og 13. júni. Meðan á þvi stóð sáum við eina alku og siðar 2 gæsir sem flugu til norðvesturs.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.