Dagblað

Issue

Dagblað - 08.07.1925, Page 1

Dagblað - 08.07.1925, Page 1
Miðvikudag 2f' /. árgangur. 8 júu ~/J /f « //9/fl 1925. Mr Mlf yfvfV töUMað. DM fátt er mönnum nú tíð- ræddara á landi hér held- ur en hin svonefndu Öxna- fellsundur, eða lækningar »Frið- riks huldulæknisa. Fer það að vonum, að skiftar sé skoðanir manna þar um og að öfgakend- ar verði fullyrðingar manna á báða bóga. Hið skynsamlegasta, sem sagt heðr verið um málið er að finna í siðasta heftinu af »Morgni«. Þar ritar Haraldar prófessor Nielsson á þessa leið: Yfir land vort virðist nú ganga einskonar trúar-alda á andlegar lækningar, og það svo mjög, að vjer megum varast, að hún verði ekki að barnalegri oftrú og henni blandað saman við hjátrúarkendar hugmyndir fyrri alda. Eg tel það skyldu vor kristinna manna að varðveita opinn hug gagnvart hinu undur- samlega; en fyrir því megum vjer ekki gleyma því, að Guð hefir gefið oss skynsemina sem hið mikla leiðarljós. Og skyn- semina eigum vjer að nota til athugullar gagnrýni, hvert sinn er eitthvað óvenjulegt ber fyrir oss. Hin mesta þörf er á gætni í þessum efnum. Engin ástæða finst mér vera til að búast við stórfeldri læknishjálp úr þessari átt. Á öllum öldum hafa þeir verið tiltölulega fáir, sem fyrir dásemdunum urðu. Svo er um lækningarnar í Lourdes á Frakk- landi, sem mjög eru frægar orðnar. Jafnvel á Krists dögum voru þeir ekki nema örfáir, sem læknuðust fyrir undursamlegan mátt hans, af þeim hinum mörgu, er þá voru sjúkir í Gyðingalandi. Hann var og háður viðtöku- hæfileik sjúklinganna og andlega umhverfinu. Lækningar hans voru ekki nema sem dropi í haíið. Sjálfum var honum frem- ur illa við, er þær vöktu mikla athygli. Þær voru honum ber- sýnilega ekkert aðalatriði, held- Ur einn votturinn ujp nálægð og krafta guðsríkis. Þær virðast hafa verið eitt af því, sem átti að hjálpa honum til að vekja andlegleikann meðal mannanna og færa þeim heim sanninn um, að andi þeirra væri »Guðs ættar« og ætti æðri tilveru framundan. Sama hlutverk virðast hinar andlegu lækningar hafa haft um daga postuianna. Sama hlutverk kunna þær að hafa enn. Einmitt til slíks kanna þær nú að vera notaðar. AUur fjöldinn var orðinn svo gagnsýrður af hugsunarhætti efinishyggjunnar, að hann vildi ekki trúa því, að neitt undur- samlegt gerðist á vorum dögum. Hversu þræta menn ekki enn gegn helstu niðurstöðu sálar- rannsóknanna — yfirvenjulegum fyrirbrygðum, sem allir sannir rannsóknarar á þvi sviði hafa fyrir löngu gengið úr skugga um að gerast? En undursamlegri lækning eru margir miklu fús- ari að trúa. Þegar um slikt er að ræða, leggja þeir hlustirnar við. Hver er orsök þessa? Sum- um gengur til löngun til að fá hjálp einhverjum þjáðum sjúk- ling til handa, sem þeir þekkja og vorkenna. Aðrir vilja fyrir hvern mun reyna að fá heilsu- bót sjálfir úr þessari átt. Hún sé hugsanleg þaðan, þó að læknarnir geti ekki veitt hana. Alt vilja menn til vinna, ef þeir geta fengið heilsubót. Ef vér viljum vera hreinskilnir, hljót- um vér að sjá, að mikil eigin- girni er blönduð inn í þessa trú á undursamlegar lækningar. Frá þeirri hlið er ástæða til að vara við þessari öldu. Hins vegar er jafn víst, að athuga ber með gætni og opn- um hug hverja þá atburði, er virðast bera vitni um iæknandi krafta. Vér ættum að muna, að bæði kunna einstöku menn að vera gæddir sérstakri lækninga- gáfu og auk þess eru miklar Hkur fyrir því fengnar, að stöku sinnum takist verum úr æðra heimi, og þá sennilagast helst framliðnum læknum, að ná svo miklu valdi á likama manna, sem gæddir eru sálrænum gáf- um, að þeir geti notað þá til lækninga, einkum þegar þeir eru i svonefndu sambandsástandi. Og auðvitað verður þá næsta eðlilegt, að þeir menn geti helst orðið slíkrar hjálpar aðnjótandi úr æðra heimi, sem sjálfir eru gæddir sálrænum hæfileikum, hvort sem þeir vita af þvi eða ekki. Óviturlegt er af læknum að fjandskapast við sliku. Lækn- arnir ættu fremstir i fiokki að athuga slika atburði og hag- nýta þá blessun og fræðslu, sem hugsanlegt er, að af slíku fáist. Atvinnu þeirra stendur enginn ótti af sliku. Sönn læknislist verður aldrei óþörf, og á allri þeirri hjálp, sem læknisfræðin getur veitt, verðtir stöðuglega hin mesta þörf. Eftirspurnin eftir henni minkar ekki. Lækn- ingar sumra svonefndra lærðra lækna geta stundum verið hé- gómi. Þær má og nota til fjár- dráttar. Mörg meðulin gera lítið gagn. Oft láta læknar þau vegna þess eins, að trú fólksins heimtar það. Vera má, að meðulin styrki sefjana-áhrifin. Að öðru gagni koma þau vist ekki — stundum. Drengilegir glímnmenn. Aðsóknin að Íslandsglímunni 2. júlí, sýndi það að Reykjavik- urbúar hafa yfirleitt mikinn áhuga fyrir þjóðaríþrótt vorri. Allir vildu sjá, hversu drengilega þeir glimdu þessir Noregsfarar, sem svo mjög hafa verið rómaðir nú siðustu vikurnar. Sá er þetta ritar, hafði góðar ástæður til að taka mjög vel eftir framkomu allra glímu- manna. Yfirleitl var hún góð, en tveir glimdu þó langdrengi-

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.