Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 08.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Þeg-ar ullin selst eKUi ntanlands, þá Kaupum við lia»a fyrir Iiátt verö. — lífilö innlenuan iönaö! — Kaupiö dúka í föt yöar lijá HLlv. alafoss. — Hvergi betri vara. — Hvergi ódýrarí vara. Komið i dag i Sími404. Hafnarstr. 17. lieiga lands norrænnar menningar. Hrópuðu stúdentarnir pvínæsthúrra fyrir íslandi og sungu »Ó, guð vors lands«. Siðan fóru peir um borð, sem verða gestgjafar stúdentanna meðan þeir dvelja hér, og skiftu þeim á milli sín. Sviplegt flug. í París var nýlega fullsmíðuð flugvél, sem ætlað var að setja nýtt flugmet. Átti hún að fljúga í einni lotu frá París til Karachi i Indlandi, en það er 4000 milna vegalengd í beinni loftlínu. Flug- vélin hafði gríðarstóra benzfn- geyma og átti hæglega að geta flogið 30—40 klukkustundir sam- fleytt án þess að taka nýjar benzínbirgðir. Var það ætlan flugmannanna að fljúga afarhátt, skeyta ekkert um það þótt þeir sæi hvergi til jarðar, heldur stýra eftir áttavita (sólarkompás). Með því að fljúga svo hátt, bjuggust þeir við því að geta farið hraðara en ella, vegna þess að loftið veitir minni mótstöðu eftir því sem hærra dregur. Það var um miðjan júní, að þeir bjuggu sig til ferðar. Voru þeir tveir og báðir þaulæfðir flugmenn. Flugvélin varð seinni til þess að hefjast til flugs held- ur en þeir höfðu búist við; olli það hve mjög hún var hlaðin. Þurftu þeir að fara yfir skóg nokkurn skamt frá flugvellinum, en þar rakst flugvélin á tré og brotnaði, en þegar í stað kvikn- aði í bensfnbirgðunum. Voru flugmennirnir dregnir út úr eld- hafinu nær dauða en lífi, en flugvélin ónýttist. Svo fór um það flug. Flug- vélin hafði verið smíðuð með mestu leynd, því að þetta flug átti að koma öllum að óvörum og sýna yfirburði Frakka í flug- listinni. T annlækningar. Jeg hefi áformað að dvelja á Eyrarbahka frá 20. júli til 20, ágúst og á Stórólfslivoli og Þjórsártúni frá 20. ágúst til septemberloka. — Á öllum þessum stöðum tek jeg á móti sjúk- lingum, sem tannlæknisaðgjörða þurfa. Reykjavík, 5. júlí 1925. Jón Jóissson, læknir. IV ■ mjólkurbúðinm '96 á Vesturgötu 54= fæst ávalt nýmjólk gerilsneydd og ógerilsneydd, skyr, rjómi og fsl. smjör. Ennfremur verulega góðar heimabakaðar smákökur, lagkök- ur, kleinur og pönnukökur, og svo hin viðurkendu góðu brauð og kökur frá hr. F. A. Kerff. Við undirritaðar höfum umsjón með þessari búð og mnnum eftir ósk Mjólkurfélags Rvíkur gæta þar alls hreinlætis og vonum að geta gert viðskiftavinina ánægða. Guðrún og Louisa. Krossgáta IV. §§§ 1 2 3 4 5 6 jg 7 H 8 11 9 jfjj 12 Uf 10 ii u 13 16 JU JU 11 14 J§ §§ UJ 15 wk HP 17 18 19 jjj jjj 20 21 22 25 11 23 JH 24 íJlf L_yliill s Puert: 1 Á. 7 Á. 8 Eykt. 9 Stjórn. 10 Æ ofan i æ. 13 Viðnám. 14 Lifendur. 15 Hvíld. 17 Heyhlass. 20 Bur. 22 Sögn. 23 Ráða yfir. 24 Þróttvana. Niður: 1 Nöldur. 2 Vopn. 3 Bókstafur. 4 Loðna. 5 I eldhúsi. 6 Stefna. 7 Sjómannagleði. 11 Starf. 12 Fyrirhyggja. 13 Dauði. 16 Óánægja. 18 Dýr. 19 Vera (þolf.). 20 Hvíldist. 21 Tíðum. 23 Hey. 25 Reim. Ráðningar sé komnar á sunnudag. Verðlaun 10 kr. fyrir rétta ráðningu. Komi fleiri en ein, verður varpað hlutkesti um verðlaunin.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.