Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 9. fálí 1925. ÍÞagðlað I. árgangur. 131. tölublað. T-vAÐ verður ekki út skafið, \ aö kenslumálum hér á landi er að mörgu leyti mjög ábótavant og sérstaklega er það þó barna- og unglinga- fræðsla, sem fer í hálfgerðum handaskolum. Þetta er ekki því að kenna, að kennarastétt lands- ins hafi eigi fullan áhuga á starfi sínu. Má það furða heita, hvað margir kennarar eru þraut- seigir og hvað þeir geta haft sivakandi áhuga fyrir jafn þreyt- andi og leiðinlegu starfi eins og barnakensla er. En hinu verð- ur ekki neitað, að mjög eru þeir mismunandi, eins og aðrir dauðlegir menn, og að þeim ferst misjafnlega að fræða börn þau, sem eru undir handar- jaðri þeirra. Þetta sézt einna ljósast í barnaskóla Reykjavfk- ur, enda er það siærsti skóli landsins. Þar er hverjum bekk margskift, og þótt börnin eigi að læra hið sama í öllum deild- um, verður lærdómurinn mjög mismunandi og stafar það auð- vitað af misjafnri kenslu. Petta er ósköp skiljanlegt, en þó er annað verra, að skift er um kensluaðferðir svo að segja í hverjum bekk, og einnig um kenslubækur. Það er nú í sjálfu sér orðin hreinasta plága fyrir þá sem börn eiga, hve mikið þeir þurfa að kaupa handa þeim af kenslubókum, meðan þau eru í skóla. Má svo heila, að á hverju hausti verði börn að fleygja sínum fyrri kenslu- bókum — sem þau hafa þó ekki lesið til hlítar og ekki nándar nærri því — og kaupa þurfi handa þeim nýjar kenslu- bækur í flestum námsgreinum. Að nokkru leyti mun þetta stafa af þvi, að menn eru að leita fyrir sér um heppilegustu kenslubækurnarog kensluaðferð- irnar, en það er ekki heppilegt, að börn séu höfð sem nokkurs konar tilraunadýr í gegn um allan skólann — sín tilraunin gerð á þeim á hverjum vetri. Ef menn vilja taka upp nýjar kensluaðferðir, þá á að byrja á þeim í neðstu bekkjunum og halda þeim óbreyttum í gegn um allan skólann. Það hefir og flogið fyrir, og sennilega ekki að ástæðulausu, að kennarar noti sérstöðu sína til þess að unga út kenslubókum og græða á þeim. Markaður fyrir slikar bæk- ur er viss, þegar þeir geta skyld- að börn — eða umráðamenn þeirra — til þess að kaupa þær. Látum svo heita, að kennarar álíti sinar bækur taka eldri kenslubókum fram, en þá á ekki að þurfa að skifta um bækur árlega. Ég fæ ekki séð að slíkt sé til neinna bóta, allra sizt fyrir börnin, enda er það sorg- legur sannleikur, að börn, sem útskrifast nú úr Barnaskólanum, eru sýnu ver að sér en var fyrir nokkrum áratugum. Pá þektist þó t. d. ekki sú háðung, að kenna börnum að gera greinar- mun á »opnu e« (e) og »lok- uðu e« (i). Um kenslubókafjöldann er mér sagt að gildi nokkuð hið sama í hinum almenna mentaskóla, og kvarta aðstandendur náms- manna um það, hvilíkur baggi bókakaup sé þar, og sumar bækur, sem nemendum er gert að skyldu að kaupa, lítið eða ekki lesnar. Nám er dýrt, en ekki verður það til þess að bæta úr því, að lögð sé mikil — og jafnvel óþörf — bókakaup á nemendur. Hitabylgja fór yfir Suðurhluta Englands og Frakklands f fyrra mánuði. Var hitinn óþolandi dag eftir dag og. dóu menn unnvörpum af völdum hans. Einn af þingmönnum Breta hneig niður í sjálfu þinghúsinu og dó skömmu siðar. Fyrirlestur Páls Kolka. Alskipaðir voru bekkirnir í Nýja Bfo 6. þ. mán. og var auðséð á áheyröndum, að þeir voru komnir til að fræðast um sanngildi binna merkilegu fyrir- brigða sem gerst höfðu í vetur í Vestmannaeyjum. Auglýsing læknisins var og þann veg stfluð, að mönnum var heitið að skýrslurnar og vottorðin, er birzt hafa í Morgni, skyldi athuguð, ennfremur var talið líklegt að umræður myndi leyfðar, þar sem stjórn Sálar- rannsóknarfél. íslands var sér- staklega boðið á fyrirlesturinn. Hvorugt þetta var gert. Vottorðin og skýrslurnar var naumast minst á og engar um- ræður urðu á eftir erindi læknis. Má segja, að ekki hafi unnist tími til þess, því að eftir langan og losaralegan inngang kom ræðumaður loks að aðalefninu, sem var í því fólgið að skýra frá rannsókn sinni á sjúklingum þeim sem fyrir áhrifum höfðu orðið frá Friðrik huldulækni, að því er þeir höfðu sjálfir skýrt frá. Var þetta einskonar skýrsla og mjög einhliða um þessi fyrir- brigði og þá sem við þau hafa fengist. Læknirinn bar konunni, sem aðallega hefir fengist við þessar dulrænu lækningar, ekki vel sög- nna, einkum út af því að hon- um hafði gengið illa að ná tali af henni. Svo hefði hún verið að glettast við sig og jafnvel sýnt sér óvirðingu með því að vera á gangi fyrir framan glugg- ann hjá sér! Minna bar á slettum og óvið- eigandi orðatiltækjum hjá Kolka en hjá Steingrími lækni í hinni svo nefndu ársskýrslu, sem birt hefir verið í Dagblaðinu. Kolka gaf í skyn að tveir sjúk- lingar hafi beinlínis dáið fyrir lækningafúsk þessarar konu, en betri sannanir hefði hann mátt

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.