Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 3
' DAGBLAÐ 3 Afmæli í dng. Fimtugsafmæli á Guðbjörn Guðbrnndsson bókbind- ari. — Páll Porkelsson, gullsmiður, er hálf-áttræður. Kúnbóln hefir nýlega komið á spena á nokkrum kúm i Arnarbæli i Ölfusi og smitaðist ein mjaltakona lítillega. Dýralæknir var á ferð fyr- ir austan nýverið og skoðaði kýrn- ar. Álítur hann að bólan hafi bor- ist á pær með mjaltakonum, en þær ílutt hana af börnum, sem nýlega höfðu verið bólusett þar á bænum. Dýralæknir telur það ástæðulaust, að hræðast mjólkina frá Arnarbæli þótt þetta kæmi fyrir. Er það al- vanalegt erlendis, að kýr eru með bólu á spenum og hefir það ekki valdið neinni óhollustu í mjólkinni. Botnia kom að norðan í gær. Með- al farþega voru: Guðm. G. Bárðar- son kennari og frú, séra Sigurgeir Sigurðsson ísafirði og frú, Davíð Stefánsson skáld, Forberg lands- símastjóri, Smith heildsali og Barði Guðmundsson sagnfræöingur. Lík Sigurðar Eiríkssonar reglu- Boða kom með Botniu í gær frá ísafirði og fer jarðarförin fram á morgun. Hefst kveðjuathöfn í Góð- templarahúsinu lcl. 1. Stórstúkan kostar útförina. Franconia kom hingað kl. 6 í gær- kvöldi, eins og ráð var fyrir gert. Var veður þá hið bezta og innsigl- ingin éinkar fögur. En ekki stóð góða veðrið lengi — byrjaði að rigna i nótt. í morgun fóru þó um 100 ferðalangar til Pingvalla í 20 bifreið- um. Koma þeir aftur kl. 3, en ann- ar flokkur álíka stór fer austur kl. 4 í dag. Til Hafnarfjarðar fóru nokkrir í morgun. Dönskn stúdentnrnir sungu í fyrsta skifti í gærkvöldi og fengu góðar viðtökur. Fnrþegar með Gnllfoss auk dönsku stúdentanna voru: Jón Helgason magister og frú, Sveinbjörn Högna- son kand. theol., Friðgeir Skúlason heildsali, Héðinn Valdimarsson, Ingvar Ólafsson og frú, Jón Odds- son skipstjóri og nokkrir enskir ferðamenn. Tíðarfar. Veðurspáin i gær brást. Var komin sunnan og austlæg átt i morgun þar sem ekki var logn, og rigning alls staðar hér sunnanlands. Hiti 8—14 stig, heitast á Akureyri, kaldast á ísafirði; annars jafn hiti. Á Hólsvöllum er brakandi þerrir, sunnankul, heiðskírt og 12 stiga hiti. í Seyðisfirði logn, heiðskírt og 13 st. hiti. Spáð er suðlægri átt, hægri á Norðurlandi. Úrkoma á Suðurlandi. Botnia fer til útlanda i dag. íþróttamót verður haldið á Hvít- árbökkum í Borgarfirði á sunnu- daginn. SHp- Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Sjálfstýrandi flugvélar. í Bretlandi hafa nýlega verið smíðaðar flutningaflugvélar, sem stýrá sér sjálfar. Eru þær af þeirri gerð, sem kend er við Handiey Page og er í þeim ein stór Rolls-Royce hreyfivél og tvær aðrar minni á vængjunum. Er svo sagt, að þegar stefna hefir verið lekin, stýri flugvélar þessar sér mikið betur sjálfar heldur en nokkur maður gæti gert, sérstaklega þó þegar vont er veður. Ein af þessum flug- vélum var nýlega reyud. Þegar flugmaðurinn hafði tekið stefn- una, lét hann sjálfstjórnara flug- vélarinnar taka viö, slepti sjálf- ur stýrinu, fór inn í klefa sinn og settist þar að blaðalestri, en vélin hélt áfram þráðbeinni stefnu og altaf í sömu hæð. Það er taliö, að með þessum nýju flugvélum muni takast að halda uppi flutningaferðum, hvað vont veður sem á er. Sonnr JArnbrantakóngslna. XV. Jefferson Locke. Það var mesta hepni fyrir Kirk að þessi leit hans skyldi mishepnast og eins var það heppni fyrir hann, að hann fór að vinna og mátti ekki vera að því að fara fleiri slíkar fyrirhyggjulaus- ar ferðir. Hann var settur á járnbrautarlest nr. 2 sem fór frá Panama kl. 6,35 og kom svo aftur á sjöundu lest kl. 7 síðdegis. Fyrslu dagana var sá maður með honum, er áður hafði haft þenna starfa á hendi, og leiðbeindi honum. En þar sem starfið var mjög vandalaust varð Kirk fljótt fullfær til að annast það einn. Honum var fengin vistE\vera, og þegar hann varð að flytja þangað, sá hann ákaflega eftir hinum góðu herbergjum í gistihúsinu og þó sérstaklega bað- herberginu. Honum var líka íenginn einkennis- búningur og sérstakt númer meðal verkamann- anna. Einhvern tima hefði honum þótt slíkt óbærileg skömm, en þetta var þó nokkuð nýtt að ganga undir númeri en ekki nafni, svo að hónum fanst hálfgaman að því og auk þess féll honum starfinn vel. í fyrstu þótti honum þó við- bjóðslegt að þurfa að ryðjast í gegn um þröng æpandi og grenjandi Svertingja í sjóðheitum vögnunum, en þetta komst upp í vana og hann fór að hafa gaman af því hve mikið far þeir gerðu sér um það að svíkjast um að greiða fargjaldið. Honum þótti vænt um að þurfa nú ekki að vera upp á aðra kominn lengur, en vinfengi þeirra Cortlandts hélzt þó óskert fyrir því. Húsakynnin voru ekki svo slæm — ósköp svipuð því og hann hafði átt að venjast í skóla, en mat- urinn var mikið betri. Áð visu var hann ekki eins góður og í veitingahúsum, en hann kostaði ekki nema 30 cent á dag og það var stór kost- ur. Eigi gat Kirk heldur kvartað um tilbreyt- ingaleysi. Á fyrstu ferðinni til Colon og heim aftur, hafði hann lent í hörkurifrildi við níu menn, barist við tvo og fleygt einum af lestinni. Enginn nýgræðingur hafði gert betur, var hon- nm sagt. Hann hafði og gaman af þvi, að fyrsta morg- uninn kom Allan undir eins og lá nærri að hann hefði ráðist á brautarvörðinn er hann átti ekki að fá aðgang að lestinni, nema því að eins að hann sýndi farmiða. Pað þurfti mannsöfnuð til þess að varna honurn þess að ráðast inn í lestina. Allan fanst það svo sem sjálfsagt, að hann mætti vera hjá Kirk og gat ekki skilið þessa rangsleitni. Um kvöldið tók Kirk sér göngu út í borgina i stað þess að fara heim til sín. Hann bjóst

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.