Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 10. julí 1925. ÍÞaaGlaé c/ /. árgangur. 132. tölublað. MARGIR eru sem von er á- hyggjufullir út af hækkun dönsku krónunnar, sem nú síðasta mánuðinn heíir orð- ið um 10°/«, Er þetta auðvituð bagalegt fyrir alla þá sem skulda í Danmörku, en aftur að sama skapi hagur fyrir hina, sem selja þangað vörur eða eiga þar inn- stæður eða kröfur — það er að segja, ef þetta er þá nema sveifla, sem er liðin hjá áður en menn hafa tekið tapið af heuni eða hirt gróðann. Margir eru svo ruglaðir í þessu gengismáli, að þeir halda að íslenzka krónan sé að lækka, og kalla hástöfum á Gengis- nefndina að stöðva fallið. Auð- vitað lækkar íslenzk króna í Ðanmörku og Noregi af því að peningar þessar landa hafa fylgst að í hækkuninni, en annars stendur islenzk króna nú alveg föst, sem strax má sjá af af- stöðu hennar við þær myntir sem eru í gullgildi eða þar við, svo sem dollar, sænskar krón- ur, sterlingspund o. fl. — At þessu er auðséð að Gengisnefnd- in getur alls ekki beinlínis ráð- ið við aftöðu ísl. krónu við þá dönsku, nema því að eins, að hún sjái sér fært að hækka ísl. krónu yfirleitt. Skal ekkert um það dæmt hvort það muni vera hægt, þótt hitt skuli játað að hækkun dönsku krónunnar geri hækkun ísl. krónu nokkru auð- veldari, vegna þess hvað við- skiftin eru mikil á milli land- anna. — Spurning er annars um það, hvað ört skal elta allar sveiflur danskrar krónu upp og niður, þótt hægt væri að gera það. Vissulega er ofmikið gert úr því hvaða þjóðarhnoss það er, þegar peningar landsins hækka í verði. Satt er það, að það er venjul. merki um góðæri, ef hœgt cr að hækka peningana, en hítt breytir þjóðarhagnum 1 heild sinni bókstaflega ekki neitt, hvort það er gert eða ekki. Þess- vegna ern líka flestar þjóðir að hugsa um að stöðva gengi pen- inga sinna alveg. Hvað fínna menn nú t. d. mikinn hagnað af hækkun ísl. krónunnar á síðasta ári? Hækkunin er orðin meiri en flestir hafa veitt eftirtekt — hún er síðan í júlí í fyrra í raun og veru oröin rúml. 370/0, og skyldu menn sannarlega ætla að munaði um minna? Þessi hækkun er miðuð við hin stöðagu verðmœti svo sem gull og Bandaríkja- dollár. Gagnvart sterjingspundi er hækkun krónunnar mikiu minni vegna þess hvað pundið hækkaði sjálft á þessum sama tíma. Mestra blunninda af þess- ari hækkun ísl. kr. ættu þeir að hafa notið, sem kaupa Am- eríkuvörur, t. d.. bílastöðvarnar. — En hafa nú bílataxtarnir lækkað mikið siðan í fyrra? — eða annað vöruverð yfirleitt? — Gróðinn af gengishækkuninni skiftir miljónum. En háttvirtur almenningur hefir varla séð eyri af honum. Hann hefir allur lent á þremur stöðum; — hjá út- lendingum að einhverju leyti, — hjá rikissjóði i auknum tollum og hjá innflytjendum útlendrar vöru. Kæmi nú aftur á móti gengis- lœkkun, þá kann að vera að hinn »háttvirti almenningur« þyrfti ekki að biða svo ákaf- lega lengi eftir því að sjá af- leiðingarnar af pvi. Sumir halda jafnvel að hækkun dönsku krón- unnar muni bráðlega fara að gera vart við sig í verðlagi bér. Menn spyrja af hverju þessi hækkuu dönsku krónunnar koini. — Byrjun hækkunarinnar hefir að likindum stafað af almennu góðæri. En liklegt er að mest af hækkuninni stafi af braski. ¦— Á meðan enska pundið var hækkandi, vildu menn gjarnan eiga fé sitt í enskum bönkum. Nu hefir pundið því sem næst náð gullgengi og hækkar ekki meira að teljandi sé. l'ess vegna er eðlilegt að peningabraskarar séu farnir að litast um eftir öðrum hækkandi myntum. Dan- ir hafa nú ákveðið að reyna að hækka krónu sina upp í fyrra gullgildi hennar. Sumir voru vantrúaðir á að það tækist. En þegar það nú kemur í ljós, að króna þeirra fer að hækka fram yfir áætlun, og það áður en ársuppskeran kemur, þá rjúka menn til og fara unnvörpum að kaupa danskar krónur. Við þessa auknu eftirspurn flýgur verðið auðvitað upp, mest i kauphölí- inni í London. Danir sjálfir ráða ekki við neitt, þeir eru hreint ekki ánægðir út afþessu, því að þeir vita sem er, að sú hækkun, sem braskið á þátt í, breytist væntanlega einn góðan veðurdag í jafnmikið hrun eða meira en hækkunin nam. Fram- yfir uppskeru má því búast við að danska krónan hækki enu meira en orðið er, eða að minsta kosti lækki ekki. — En hver segir að peningamönnum þyki trygt að eiga danskt fé eftir þann tíma'? Aðalspurningin er nú þessi: — Hvað mikinn þátt á fjárbraskið í hækkun dönsku krónunnar? Á því veltur það hvers vænta má um hana. Areiðanlegt er það, að þegar hún fér að sýna lækkun- armerki, þá brestur flótti í braskaraliðið og þeir rífa ut fé sitt aftur með ekki minni áfergju en þeir lögðu það inn. Þá getur gengishrunið orðið meira en bækkunin nú. Heilræði er það öllum kaup- mönnum hér, sem ekki óska að braska með gjaldeyri, að heimta verðlagningu á þeim vörum sem þeir kaupa, í enskum pundum eða dollurum. Þá hafa þeir alt sitt á þurru landi á meðan ís- lenzk króna lækkar ekki, og ef hún lækkar, þá kemur gengis- tap í flestum tilfellum f hvaða mynt sem skuldin er skráð. XXX

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.