Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Laxa og silungaklak Undanfarandi ár hefir Gísli Árnason bóndi á Stútustöðum í Mývatnssveit verið ráðinn klak- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands. Árið 1923 hafði. hann eftirlit með klakinu á Laxamýri. Af 150 þús. hrognum drápust 30°/o um veturinn. 6000 urriða- seiði voru flutt þaðan í Vík- ingavatn í Kelduhverfi. 13 þús. laxaseiði flutti Gísli það vor í Eyjafjarðará. Voru þau flutt í 2 fötum, er hann hafði pantaö frá Noregi. í annari fötunni drápust 3000 í flutningnum, en í hinni ekkert. Seiðum þessum var slept í ána hjá Stokka- hlöðum. 3000 laxaseiði átti að flytja frá Laxamýri til Akureyrar og sleppa þeim í Glerá, en þau misfórust öll. t*á flutti Gísli og 60 þús. laxaseiði frá Laxamýri og fram í Vestmannsvatn i Reykjadal og hepnaðist sá flutn- tngur vel. Ennfremur voru flutt laxaseiði frá Laxamýri í Reykja- kvisl. Um haustið slapp úr haldi allur sá lax sem ætlaður var til klaksins á Laxamýri og náð- ust því engin hrogn. Frá klakhúsinu í Haga var slept 50 þús. bleikjuseiðum í Laxá og frá klakhúsinu við Mý- vatn voru flutt 5000 seiði í Másvatn, 5000 seiði í Hafurs- staðavatn í Öxarfirði, 1000 seiöi i Kálfborgarárvatn og 1000 seiði í Hólavötn, en þar hefir enginn silungur verið áður. I Mývatn var slept 200 þús. seiðum. Árið sem leið var reist mynd- arlegt klakhús í túninu á Haf- steinsstöðum í Skagafirði. Voru þeir hvatamenn þess Jónas læknir Kristjánsson á Sauðár- króki og Jón alþm. Sigurðsson á Reynistað. Væntir klakráðu- nautur þess, að mikið gagn verði að þessu fyrirtæki, því að vötn eru þar mikil og hentug, bæði fyrir lax og silung. Víðsvegar um land er nú vaknaður mikill áhugi fyrir klaki, enda mun reynslan sýna þegar fram í sækir, að það verður eigi lítill búhnykkur bæði fyrir einstaklinga og þjóðar- heildina. Eru það eigi lítil hlunnindi á jörðum þar sem veiði er í ám eða vötnum og með klaki má búast við að geta aukið mikið veiði þar sem hún er fyrir og að hægt sé að koma upp nýjum veiðistöðvum. Harmonikumúsik. Undanfarandi ár hefir áhugi manna fyrir músik farið mjög vaxandi hér á landi. Sést það m. a. ljóslega á því, hve marg- ir erlendir snillingar sækja hing- að til þess, að láta til sín heyra. Má segja að áhugi og smekkur hafi fylgst að. Nú myndi ekki þýða, að bjóða mönnum það, sem boðlegt var fyrir 10—15 árum, svo mjög hefir smekkur- inn breyzt til hins betra. Þess hefir verið getið ínorsk- um blöðum, að harmonikusnill- ings sé von hingað í sumar til þess, að halda hér koncerta. Harmonikumúsik er nú að ryðja sér til rúms úti í heimi, vegna þess, að harmonikur (kro- matiskar) þykja hentug hljóð- færi og með þeim má ná sömu tónum, og á stærstu orgelum. Mestu harmonikusnillingar standa í því tiliiti ekki að baki orgelsnillingum og progömm þeirra eru engu vandaminni. Getur enginn trúað, sem ekki hefir heyrt, hve stórkostleg snild er falin í leik mannna einsog t. d. G. Matusevitsch, Borgstöm, Gellini, Henry Erichsen, Hens- chien ofl. Þess má geta, að fyrsti harmonikusnillingurinn, sem leikið hefir í »radio« er norður- landabúi, nefnilega Norðmaður- inn Henschien. íslendingar eru frá blautu barns beini vanir harmonikumús- ik. Fyrstu hl jóðfærin, sem við lögð- um eyrun við voru harmonikur. þær voruað vísueinfaldar, en við þær eru tengdar margskonar endurminningar og því er mér forvitni á að vita, hvernig Islend- ingar taka þessum erlenda snillingi, ef hann skyldi koma hingað til landsins. 1 + y- ÍDagBlað. I Arni Óla. Ritstjórn: { G, Kr_ Guömundssoo. A[Sreiösla 1 Lækjartorg 2. skril'stofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síöd. Prentsmiöjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. SgjSjsT* Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæöur kl. 8,2. Árdegisháflæður kl. 8,25 í fyrramálið. Nætnrlæknir. Jón Kristjánssom Miöstræti 3 A. Sími €86. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Breytileg átt i morgun, en víöast suövestlæg átt, hvössust í Vestmannaeyjum og á Raufar- höfn (5). Hiti 8—17 stig, heitast í Seyöisflröi. Rigning í Vestmannaeyj- um, Grindavik, Hólsfjöllum og Rauf- arhöfn. Spáð er suðvestlægri átt og siöan suðlægri og skúrum framart af á Suðurlandi. Botnia fór héðan til útlanda kl. 12 í nótt. Meðal farpega voru: Jo- annes Paturson kongsbóndii Færeyj- um, frú Sigriður Fjeldsted, ung- frúrnar Svanhildur Porsteinsdótt- ir, Anua Bjarnadóttir, Matthildur Björnsdóttir og Porbjörg Ásbjörns- dóttir, Marteinn Einarsson kaupm. og margir erlendir ferðamenn. Yitar. Ljósmagn Gróttuvitans og Akranessvitans heflr nýskeð veriö aukið. Nýr viti hefir verið bygður á Mjóeyri við Fáskrúðsfjörð og verð- ur kveikt á honum 1. ágúst. Látinn er Finnur Jónsson skó- smiður á Norðurstíg 5, lézt á mið- vikudaginn 8. p. m. Jarðarför frú Jensínu ð. Árna- dóttur fer fram i Hafnarfirði á morgun og hefst á heimili hennar, Strandgötu 13, kl. 2 e. h. Bifreiðarslys varð hér í gær inn- an við bæinn. Séra Bjarni Jónsson og fjölskylda hans voru á leið upp að Korpúlfsstöóum, en inn við Laugabrekku valt bifreiðin út af veginum og urðu pau séra Bjarni og frú hans undir henni og meidd-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.