Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 M.s. Skaftfellingur hleður til Öræfa (Ingólfshöfða), Hvalsíkis, Skaftáróss, Víkur og Vestmannaeyja (ef rúm leyfir) í dag (föstudaginn 10. þ. m.) Þetta verður síðasta ferðin á þessu sumri til Ingólfshöfða og Hvalsikis. Flutningur afhendist nú þegar. Nic. iíjariiason. ust töluvert. Ekki eru meiöslin tal- in hættuleg samt og leiö þeim hjón- um eftir öllum vonum í morgun. Botnvörpungrarnir. Til Viðeyjar kom Austri í gær með 56 tn. lifrar. Kári Sölrnundarson kom þangaö í fyrradag með 84 tn. Fimtngnr er í dag Sigurður Hall- dórsson trésmiðameistari, Pingholts- stræti 7. Ferðnmennirnir ameríksku voru ó- hepnir með veður í gær. Tveir hóp- ar fóru til Þingvalla og mátti þar heita regnlaust, en dimt yfir. í dag verður farið um nágrennið og til Pingvalla. Skipið fer héðan í kvöld. Skaftfellingnr er á förum til Ing- ólfshöfða og Skaftáróss og tekur einnig vörur til Víkur og Vestmanna- eyja, meðan rúm leyfir. Gert er ráð fyrir að hann fari héðan í kvöld. Lausn á krossgátu i 124 tbl. Dagblaðsins, 1 júlí: Niður: 2 Ár. 3 Raf. 4 Ugð. 5 Pá. 6 Nál. 9 Más. 12 Tveir. 13 Símon. 14 Löm. 16 Orð. 17 Eir. 19 Kál. 23 Kýr. 24 Már. 25 Her. 26 Rjá. 27 Bú. 28 Ar. Þvert: 1 Sár. 4 Ups. 7 Rangá. 8 Fáð. 11 Át. 13 Sé. 14 Lín. 15 Svo. 17 Erl. 18 Höm. 19 Kið. 20 Ár. 21 Mok. 22 Ný. 25 Hár. 27 Berja. 29 Múr. 30 Ári. Ný frumefni. Tveir ungir þýzkir vísinda- menn, ungfrú Ida Tacke og dr. W. Noddack hafa nýlega fundið tvö frumefni sem ekki hafa þekst áður. Annað þeirra nefna þau »masurium« ( í minningu hins fræga sigurs, er Hindenburg vann á Rússum hjá Masurísku- vötnum) en hilt »rheníum« í höfuðið á »þýzku Rín«. Frum- efni þessi fundu þau í málmum, svo sem Columbium, gadolinite og þó sérstaklega í óhreinsaðri platinu, en ekki nema óendan- lega litið. Verður enn ekkert um það sagt hverja þýðingu þessi uppgötvun kann að hafa, en rannsóknum er haldíð áfram. Pað er talið, að svo lítið sé af þessum frumefnum í jörðinni, að þau sé ekki nema 1 miljón miljónasti hluti hennar. Bindindisþing. Kristilegt al- heims-bindindisfélag kvenna hélt nýlega þing í Edinborg. Á það þing komu 120 fulltrúar vestan um haf með sama skipi og er talið að það sé sá stærsti bind- indismannaflokkur, sem nokkru sinni hafi farið yfir Atlanshaf. Sonnr járnbrantnkéngaliig. við því að hitta einhvern kunningja. Hann ráf- aði um torgið og gekk fram hjá húsum heldri mannanna, skimaði alt í kring um sig og hler- aði eflir því hvort hann heyrði eigi stúlkurödd eða hlátur, sem hann kannaðist við. En það urðu vonbrigði og seint um kvöldið fór hann svo að hátta og var i heldur daufu skapi. Um nóttina dreymdi hann Cbiquita éins og vant var. Svo leið og beið og þá tók honum að leiðast. Honum tókst alls eigi að fá neinar fregnir af Cbiquila og enga gat hann umgengist af sam- verkamönnum sínum. En eitt kvöldið fær hann miða frá Edith Cortlandt og biður hún hann að heimsækja sig. Hann hafði sízt af öllu búist við þessu, en honum þótti þó vænt um það. Hann hafði ekki ætlað sér að troða hana um tær, en als hún óskaði að hann kæmi til sín, þá gat verið að þau gæti orðið eins góðir vinir og áður. Og þess æskti hann innilega. Klukkan átta kom hann til gistihússins. — Þér verðið að gæta þess að nú er ég verkamaður, mælti hann um leið og hann heiisaði henni. Og mér er kent það að standa með húfuna í hendinni og «bugta« mig beygja þegar ég á tal við konu. Þér verðið því að fyrirgefa þótt ég sé óframfærinn. Hún tók ekki undir þetla og á svip hennar mátti sjá, að hana langaði ekkert til þess að gera að gamni sínu. — Ég býst við að yður þyki það undarlegt að ég skydi gera boð eftir yður, mælti hún eftir stundarþögn og Kirk þóttist þegar heyra það á málróm hennar, að eigi væri enn um heilt gróið á milli þeirra. Ég hefi komist að nokkru sem yður varðar og finst réttast að skýra yður frá því. — Þakka yður fyrir, mælti Kirk. f*að var fallega gert af yður. — Pér verðið að skilja mig rétt, mælti hún. Þér skýrðuð mér svo hreinskilnislega frá æfisögu yðar, að mér finst ég hafa skyldu til þess að vera hreinskilin við yður. Ég hefi uppgötvað hver Jefferson Locke er. — Er það satt? hrópaði Kirk. Þetta kom mjög fiatt upp á hann, þvi að satt að segja hafði hann alveg gleymt Jefferson Locke. — Hann heitir réttu nafni Frank Wellar og er glæpamaður. Hann var skrifstofuþjónn hjá miðlara nokkrum i St. Louis og strauk þaðan með nær 80 þúsund dollara í peningum. — Hamingjan góða! hrópaði Kirk. Hvernig hafið þér komist að þessu? — Ég sá það í New York blöðunum — þau komu í dag. — Hefir hann verið tekinn fastur?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.