Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.07.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 13. júlí 1925. I. árgangur. 134, tölublað. DAÐ mun hafa verið Helgi Valtýsson, sem fyrstur manna hreyfði því hér á landi að íslendingar gerðu sér þarabrenslu að atvinnu. Hann rit- aði grein um þetta i Fjallkonuna (XXVI. ár 34 tbl.), sem þá var gefin út í Hafnarfirði. Segir hann meðal annars svo í þeirri grein: — Ætlun mín er að sýna mönn- um og sanna, að þangbrensla er einmitt atvinna handa íslenzk- um verkalýð í sjávarsveitum, körlum sem konum, ungum sem gömlum. — Auðveld, auðlœrð, arðvamleg, en þó tilkostnaðarlaus atvinna. í fylsta skilningi: al- þýðuatvinna. Hver og einn vinnufær maður eða kona getur þar unnið fyrir ágætum daglaun- um, án þess að leggja annað til en vinnutíma. — — Hér er eigi um verksmiðjuiðnað að ræða né neitt það, er kostar of fjár og gefur tvísýnan hagnað. t*ang- brensla er aukaatvinna bænda og verkamanna. Engu kostað til. þarinn er bengdur upp til þerris á garða eða girðingar, brendur, askan látin i poka og seld kaup- manninum í smáskömtum, eða geymd í húsi þangað til farið er að safnast saman. — — Vinnuleysingjar ættu að læra utanbókar máltæki Raumsdals- kerlinganna: »Æ, nú er eg alveg peningalaus. Jæja, Bg verð þá að skreiðast on’ í fjöru og klóra mér saman 5 krónur« — — — — þetta er skrifað löngu fyrir stríð og hefir verð á þara- ösku ferfaldast siðan. Pessi grein hr. H. V. kom á stað allmiklum áhuga fyrir málinu í Hafnar- firði, en sá áhugi hjaðnaði fljótt niður aftur og varð ekkert úr framkvæmdum. Mun það helzt hafa vakað fyrir mönnum að stofna félagskap í þessu skyni, en það var óþarft og til ills eins. Uni þessa atvinnu gildir það, að bezt er að hver hokri sér, eða sé fáir saman. Með því móti verður arðurinn drýgstur, og helzt framkvæmda að vænta. Nokkru siðar flutti og »Fjall- konan« leiðbeiningar um þara- brenslu. Var það útdráttur úr leiðbeiningum er »Skaalevik kemiske Fabrik« í Bergen hafði gefið út 1906. Þar segir svo: »Til brenslunnar á eingöngu að nota þara — hrossaþara o. fl. — en ekki þang. Brenna má hvort heldur vill rekinn þara, eða þara sem skorinn er á skerj- um eða grynningum þegar lág- sjávað er. Þarann skal breiða til þerris í landi í þunna flekki, helzt á grjót og þar sem sand- laust er. Má alls eigi láta kom- ast sand í hann, því að sandur eyðir til muna joðefni úr ösk- unni. Komi rigning, áður en þarinn er þur, skal taka hann saman í sæti; regnið skemmir hann ef hann rignir í flekkjum. Eftir fáa daga er þarinn þur, ef veður er hagstætt. Þá má brenna hann. Það er gerl þannig: Eldur er kveiktur í tréspónum og yfir þá lagður vel þur þari; þegar eldur er kviknaður í hon- um, er smábætt þara á eldinn; þegar eldur er farinn að magn- ast má bæta hálfblautum þara á og seinast má láta hann hrá- blautan ofan á köstinn. Þess verður nákvæmlega að gæta meðan á brenslunni stendur, að ekki logi upp úr dyngjunni; verður stöðugt að breiða yfir hana, likt og gert er þegar svið- in eru kol í skógi. Þegar búið er að brenna dyngj- una, er breitt úr henni, svo að askan kólni. Vatni má alls eigi hella í öskuna. í hverri dyngju má brenna 1000—1400 kg. af þurrum þara, en úr honum fást 2—300 kg. af ösku. Þegar askan er kólnuð, situr sumt af henni í hörðum kökk- um, sem runnið hafa saman við brensluna, en sumt er smágerð aska. Öskunni skal koma inn í hús þegar hún er orðin köld og gæta þess vel, að ekki kom- ist að henni raki«. (Fjallk. XXVI, 39.). Hernaðarskaðabætur. Tillögnr Dawes gefast vel. Mr. S. Parker Gilbert, for- maður hernaðarskaðbóta-nefnd- arinnar í Belgíu, hefir nýlega gefið út skýrslu um það hvernig tillögur Dawes hafi reynzt. Sést á þeirri skýrslu að þær hafa gefist ágætlega og að bæði Þjóð- verjar og Bandamenn leggja kapp á að fara eftir þeim. — Skýrslan nær yfir átta mánuði og sýnir, að á þeim tíma hafa Þjóðverjar greitt í hernaðar- skaðabætur: Til Frakka 267.700.000 gullm. Til Breta 148.700.000 — Til ítala 44.600.000 — Til Belga 65.900.000 — Alls hafa þeir greitt 620.500.000 , gullmörk í hernaðarskaðabætur á þessum tíma. Þó er ekki svo að skilja, að þetta hafi alt verið greitt í reiðu peningum, heldur hefir mest af því verið greitt á annan hátt, t. d. með kolum, lignite, litar- efnum og ýmsum kemiskum vörum o. fl. í greiðslunni til Frakka er t. d. andvirði 100.000 simastaura, tveggja skipa og4000 járnbrautarvagna. Enn fremur hafa Þjóðverjar tekið að sér að gera mikilvægar breytingar á ánni Signu, fyrir atvinnumála- ráðuneyti Frakka og gengur það upp í skaðabæturnar. Þá hafa Þjóðverjar og gert samning við Belga um að gera stóra flotdokk í Boma í Kongo og fá fyrirþað um 750 þús. gullmarka, sem ganga upp í skaðabæturnar. í Ítalíu hafa þeir tekið að sér að koma upp stórri loftskeytastöð, en Grikki hafa þeir látið fá 185 tilhöggvin timburhús, sem kosta 4 miljónir gullmarka. Hús þessi nota Grikkir handa flóttamönn- um frá Litlu-Asíu og Þrakíu. Greiðslur til Breta fara þannig fram, að 1200 þýzk firmu, sem

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.