Dagblað

Útgáva

Dagblað - 14.07.1925, Síða 1

Dagblað - 14.07.1925, Síða 1
Priðjudag 14. júlí 1925. I. árgangur. 135. tölublað. SUNNAN frá Sikiley sendir Kalldór Iviljan Laxness oss lslendingum »tóninn« og birtast skrif hans í »Verði«. Er þar margt rétt hugsað, en ann- að rniður, og sumt má alls eigi standa ómótmælt, eins og t. d. þessi klausa í síðasta blaði Varðar: »Hins vegar get eg trautt hugsað mér menn, er sé jafn- gersneiddir því að hafa hug- mynd um list sinnar eigin starfs- greinar, eins og íslenzkir klæð- skerar og islenzkir iðnaðarmenn yfirleitt (leturbreyt. hér) eða láti sig minna skifta hvað uppi er á teningnum í iðju þeirra, í hin- um útlenda menningarheimi«. Eg veit satt að segja ekki hvaðan höf. kemur vald til þess að fella þennan þunga dóm. Er það auðséð, að hann er þarna að tala um mál, sem hann er með öllu ókunnugur, og fer því með staðlausar fullyrðingar. Eg veit ekki betur, en að íslenzkir iðnaðarmenn sé yfirleitt þjóð sinni til sóma. Margir þeirra eru snillingar á sínu sviði og fylgj- ast vel með tímanum. Og um klæðskera er það rangt að þeir fylgist ekki með tízkunni er- lendis. Eru það sennilega fæstir, sem hafa jafn vakandi auga með því er erlendis gerist í iðn- grein sinni. — Annars er fróðlegt að sjá hvern- ig Kiljan lýsir íslendingum yfir- leitt: »íslendingurinn er haldinn þokukendri villukenningarmein- Joku(I) um að það vitni um einhvern skort á siðferðislegri heilbrigði að vera glæsilega til fara.--------Daglegt látæði ís- lendingsins er venjulega dauft, stirt og óákveðið. — Þó fer sjaldan ver en þegar íslending- ar ætla að dylja hið eðlislæga uppburðarleysi sitt, því þá verða þeir venjulega uppivöðslusamir, harkalegir og framir. — — ís- lendingurinn er að náttúrufari seinn að hugsa — hann er málstirður, jafnvel þegar hann talar sitt eigið mál. Þetta kem- ur ljóst fram er almennur ís- lenzkur borgari ritar sendibréf eða blaðagrein.----------Maður finnur hvernig íslendingurinn hnoðar saman sitt bréf með höndum og fótum(!) og verður þó ekki annað en draflakirn- ingur.------«, Varla hefði Kiljan þurft að fara suður til Sikileyjar til þess að »hnoða þar saman með höndum og fótum« þessari lýs- ingu á íslendingum. Hefði mörg- um þótt eðlilegra að hann hefði sent oss fræðandi greinir þaðan um landsháttu og þjóðlif Sikil- eyjarbúa, og kunnað honum þakkir fyrir það. — t*ar sem Kiljan talar um klæðaburð íslendinga, þá kenn- ir þar nokkurs uppskafnings- háttar. Erum vér komnir alveg nógu langt á leið í því að apa eftir klæðaburð útlendinga, án tillits til þess hvað hér á bezt við. Mætti helzt segja oss það til hnjóðs, að vér séum svo skyni skroppnir að ætla, að hér út við íshaf eigi við samskon- ar klæðaburður og suður við Miðjarðarhaf. Fæ eg ekki séð hvers vegna íslendingar ætti að fyrirverða sig fyrir það að ganga í ullarsokkum eða vaðmálsföt- um. ' Kiljan kveðst eigi dirfast »að bera íslendinga saman við Suð- urlandabúa, til dæmis ítali, sem yndisþokkinn er meðfæddur og glæsileikinn liggur í blóðinu«. Eg þekki ekki ítali sem þjóð, en heyrt hefi eg marga, sem til þekkja, segja það, að ítalskir verkamenn taki öllum öðrum fram um sóðaskap og sé allra manna ræfilslegastir til fara. Og af mörgum ferðalýsingum má sjá, að læplega geta ítalskir bændur heldur verið oss til fyrirmyndar. — Það er annars leiðinlegt, að Kiljan Laxness skyldi eigi vera staddur hérna um daginn með- an Ameríkanarnir voru hér, svo að hann gæti »stúderað« klæða- burð þeirra og borið saman við klæðaburð fslendinga. Leiðrétting. Herra ritstjóri; í Dagblaðinu, fimtudaginn 9. þ. m. stóð undir yfirskriftinni »Tíðarfar«: »Veðurspáin í gær brást, var komin sunnan og austlæg átt í morgun þar sem ekki var logn, og rigning alls- staðar hjer sunnanlands«. 1 þessari umsögn blaðsins um veðurspána virðist mér hljóta að koma fram nokkur misskiln- ingur á þeim tímamörkum, sem veðurspánni eru sett, og vegna þess að hætt er við að fleiri en Dagblaðið gæti eigi ávalt að því, að veðurspáin, sem gefin er út að morgninum kl. rúmlega 9, nær aðeíns til næstu 12 klukku- stundanna eða yfir þann sama dag til kvölds, finst mjer ástæða til að benda á það, að eigi má búast við því, að veðrið morg- uninn eftir sé í samræmi við veðurspána, sem gefin er út 20 til 24 klukkustundum áður. En Veðurstofan gefur út aðra veðurspá að kveldinu kl. 7, (kl. 19) og á hún að ná yfir veðrið um nóttina (næstu 12 stundir). Veðurspá þessi að kveldinu er birt á sama hátt og á sömu stöðum og veðurspáin um morg- uninn, nema hún er ekki borin út til áskrifenda hér í Reykjavík. Veðarspá sú, sem átti helst að bera saman við veðrið að morgni þess 9. var send út að kveldi þess 8. og var á þessa leið: »Suðaustlæg átt á Suður- og Vesturlandi, breytileg vindstaða á Austurlandi. Rigning með morgninum á Suðvesturlandi«. Ef þessi veðurspá er borin sam- an við veðurlýsingu Dagblaðsins, mun það koma í ljós, að hún var eigi svo fjarri réttu lagi, að

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.