Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Fallegur duglegur og góð- ur reiðhestur til sölu. A. v. á. Kolanámum lokað. Einhverri stærstu kolanámunni í Norður-Wales, Llay Main Coll- iery í Wrexham, var nýlega lokað og misti þar 2500 manns at- vinnu. Félagið, sem hefir rekið námuna, hefir tapað stórfé á henni að undanförnu vegna þess hve lágt verð er á kolum, en framleiðslukostnaður mikill. Var farið fram á það við verkamenn að þeir gengi inn á kauplækkun, en þeir neituðu, Þó sáu þeir sig um hönd síðar, en þá var það of seint og námunni var lokað. Er þettað fjórða kolnáman í Wales sem lokað er nú á skömm- um tima. Oxcroft kolaánmu í Derbyskiri átti líka loka, en verkamenn féllust á, að lækka heldur kaup. Heldur því námureksturinn á- fram, og ef vel gengur á kaupið að aftur að hækka í September. Ág-ætar rullupylsur til sölu Samband ísl. samvinnufél. Dómurí hneykslismáli. Eins og menn mun reka minni til, kom upp stórkostlegt hneykslismál í Bandaríkjunum um síðustu kosningar. Var inn- anríkisráðherran, Mr. Fall, á- sakaður um það að hafa veitt olíunámasérréttindi ásviksamleg- an hátt. Varð hinn mesti úlfa- þytur út af þessu um öll Banda- • ríkin, en nú nýlega er dómur fallinn í málinu í héraðsdómi Cheyenne í Wyoming og var Mr. Fall sýknaður og talinn hafa haft fuila lagaheimild til gerða sinna. Það er talið eflaust, að stjórn- in muni visa málinu til hæsta- réttar Bandaríkjanna. Hvað er SHIFTIT? Æ/álnincjarvörur: Blýhvíta, Zinkhvita, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Ilí. Jtiiti & Ljós. Sohnr járnbrnntakóng'sins. Wellan og hið þriðja sem mæddi hann — og eigi það bezta var Allan. Á hverjum einasta degi elti Allan hann á röndum eins og þægur hundur og fengi hann ekki að verða Kirk sam- ferða, þá hélt hann í humátt á eftir honum. Kirk sárgramdist þetta fyrst og var reiður við Allan, en svo sá hann að það var þýðingarlaust að hrekja hann frá sér, og leyfði honum því að vera sér samferða á kvöldin. En annað þótti þó Kirk miklu verra, að Allan vildi altaf vera á lestinni með honum á daginn. Allan tókst með einhverjum brögðum, að komast fram hjá brautarverðinum á hverjum degi og þegar hann var kominn inn í lestina lét hann eins og hann væri gestur Kirk og tók ekkert mark á því þótt Kirk hótaði því að fleygja honum af lestinni, eða heimtaði fargjald af honum. Hvorttveggja áleit Allan dæmi um það hvað Kirk gæti verið gamansamur. Hann elti Kirk á röndum og greip hvert tækifæri sem gafst til þess að spjalla við hann. Kirk reyndi að gera honum það skiljan- legt, að njósnarmenn mundu vera i lestinni og að framkoma hans mundi fyr eða síðar koma þeim í bölvun. Allan hlustaði á það með mestu athygli og var Kirk algerlega sammála, en morguninn eftir kom hann aftur og hafði þá jafnan eitthvað sér til afsökunar — Ég get ekki skýrt frá því hvers vegna ég geri þetta, mælti hann einu sinni. Á hverjum einasta degi strengi ég þess heit að gera það ekki oftar, en alt kemur fyrir ekki. Hafið þér nokkru sinni fest ást á konu, herra minn? — Hvað kemur það málinu við? — Jú, ég má ekki af yður sjá. Ég mundi drepa mig, ef þér færuð frá mér, en — — — — Hvaðu bull! Langar þig til þess að ég missi atvinnu mína? — Nei, nei! — Ég neyðist til þess að snúa mér lil for- stjórans, ef þú hættir ekki að elta mig. Ég vil ekki láta reka mig héðan þin vegna. — Kærið yður ekkert um atvinnuna hér. Ég skal vinna fyrir yður. — — Kirk var hræddur um að hann mundi sak- aður um það að draga sér fargjöld. Hann fór því til Runnels og sagði honum upp alla sögu. Aíleiðingin var sú, að þegar Allan kom næsta morgun, hitti hann fyrir nýjan brautarvörð, sem rak hann burtu með harðri hendi. Næsta skifti tókst Allan ekki heldur að komast fram hjá verðinum og þá hljóp hann eins og vitlaus maður fram og aftur fyrir utan járngrindurnar á stöðinni, veinandi og æpandi. Rarna beið liann allan daginn þangað til lestin kom um kvöldið. Þessu hélt hann áfram í marga daga, þangað

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.