Dagblað

Útgáva

Dagblað - 15.07.1925, Síða 1

Dagblað - 15.07.1925, Síða 1
Miðuikudag ft f JÍ* I. árgangur. 15. iúlí '+JJ U MjS 136. 1925. AÉrbflfVVMV tölublað. SÍÐAN bifreiðir fóru að tíðk- ast hér, hefir benzíneyðsla farið ákaflega í vöxt og eykst með ári hverju, eins og eðlilegt er, þar sem bifreiðum er altaf að fjölga. Og vegna hins mikla fiutnings hingað á benzini, varð að gera einhverjar ráðstaf- anir' til þess að fyrirbyggja eld- bættu af þvi. Var það þá tekið til ráðs að grafa stóra benzín- geyma í jörð niður og er það í sjálfu sér góð varkárni, en hitt er verra og varla forsvaranlegt, að geymar þessir skuli hafðir í Miðbænum, einmitt þar sem mest er umferð og mest bruna- hætta. Getur hver maður sagt sér það sjálfur, að stórkostlegt slys gæti hlotist af því ef eldur | kæmist að þessum benzinbirgð- um. Og þótt svo sé talið, að vandlega sé gengið frá geymun- um, þá getur altaf viljað svo til að eldur komist að benzíninu. Þarf ekki annað en neisti úr vindli eða vindlingi hrökkvi í benzínið meðan verið er að láta á geymana og þarf það ekki að vera að kenna neinni óvarkárni þeirra manna, sem að því verki starfa. Eldneistinn getur komið frá manni, sem er á gangi skamt frá og hristir öskuna úr vindli sinum eða vindurinn tætir neista úr honum. Þá getur maður og hugsað sér það, að svo mikili jarðskjálfti komi hér að hús hrynji og komi upp eldur skamt frá benzíngeymunum og að jarð- skjálftinn hafi um leið umturn- að þeim. Mætti þá vel fara svo að eldur hlypi í benzinið og yrði af ógurleg sprenging. Þetta tvent er aðeins tekið sem dæmi og er vonandi að hvorugt komi fyrir, en eigi að síður er það mjög viðsjárvert að hafa þessa benzín- ge'yma þarna á almannafæri. Það er heldur eigi nauðsynlegt að þeir sé á þessum stöðum. Þeir mætti alveg eins vera ein- hverstaðar utan við bæinn, t. d. sunnan í Skólavörðuholtinu, þar sem engin bygð er og ekki verð- ur bygt fyrst um sinn. Er það ekkert óhagræði fyrir bifreiða- eigendur, eða ekki svo mikið að orð sé á gerandi, þótt benzín- geymarnir verði færðir þangað og eigi getur það heldur munað neinu á fiutningskostnaði á benzíninu. En þetta fyrirkomu- lag yrði miklu tryggara og alveg í samræmi við þær aðrar var- úðarráðstafanir, sem gerðar hafa verið um það að hafa sem minst af eldfimum efnum inni i sjálf- um bænum. Reykvíkingar hafa áður fengið að kenna á því hvað stórbruni er. Gamall málsháttur segir að brent barn forðist eldinn. Revkja- vík hefir líka reynt að forðast eldinn síðan bruninn mikli varð, en aldrei er of varlega farið og því er vonandi að þessir benzín- geymar verði fluttir burtu hið fyrsta. Viðsjár með ítölam og Afgönam. Eftir ósk stjórnarinuar í Af- ganistan fór þangað fiokkur ítalskra manna í fyrra til þess að leiðbeina Afgönum i iðnaði. Nokkru eftir að hann var kom- inn til Bokhara, var Afgani drepinn á götu og féll grunur á ítali, að þeir væri verksins vald- ir. Lá við sjálft að lýðurinn gerði aðsúg að þeim og tæki þá af lífi án dóms og laga. Lög- reglan tók þá alla fasta, en einn þeirra, Piperno að nafni, veitti viðnám og í þeim aðgangi var einn lögregluþjónninn skotinn óvart. Piperno var dæmdur til dauða, en fyrir milligöngu ítölsku stjórnarinnar, varð það að sam- komulagi að ítalir skyldi leysa hann út með fé. Bjuggust allir við því að Piperno yrði laus látinn þegar er lausnargjaldið var greitt, en það var þó ekki. Leiddist honum biðin í fangels- inu og tókst að strjúka. Komst hann til landamæra Rússlands, en þorði ekki yfir þau vegna þess að hann óttaðist að Rúss- ar mundu taka sig af lífi sem njósnara eða Fascista. Gaf hann sig því fram og var aftur flutt- ur i varðhald. Voru nú gerðar nýjar tilraunar að fá hann laus- an, en eftir viku var hann drep- inn í fangelsinu. Italir urðu þessu ákaflega reiðir og sendi Mussolini stjórn- inni í Afganistan harðorða á- minningu og krafðist þess: að hún lýsti því opinberlega yfir, að hún iðraðist þessa ódæðis, að utanríkisráðherra Afgana og einhver hersveit færi til ræðis- manns ítala og sýndi ftalska fánanum lotningu, að lausnar- gjald Piperno væri endurgreitt og auk þess greiddi stjórn Af- ganistan 7000 Sterlingspund fyr- ir yfirsjón sína. Skilmálar þessir voru sendir með hraðboða, þvl að engin simaleið er til Afganistan nema yfir Indland, og báðum máls- aðiljum þótti ílt, að þurfa á að- stoð og milligöngu Breta að halda í þessu máli. Var búist við því, að svar stjórnarinnar í Afganistan mundi eigi koma fyr en eftir mánuð og ætti því að koma núna einhvern daginn. Margir búast við því, að stjórn- málasambandi milli ríkjanna verði slitið og að jafnvel muni draga til fulls fjandskapar. ÍOO ára afmæli eimreiða. Þess var minst á Englandi í byrjun þessa mánaðar, að í ár eru liðin 100 ár frá því farþega- lest var i fyrstu knúin fram af eimreið. Var þessa atburðar minst þann veg að gufuvél George Stephensson, sú hin sama og dró fyrstu fólkslestina, var

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.