Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Danir og íslendingar. Alveg ósjálfrátt datt méríhug vísa Þorsteins Erlingssonar: wPví fátt er frá Dönum sem gæfan oss gaf« o. s. frv., þegar ég las í Dagblaðinu dálitið brot úr ræðu, er flutt mun hafa ver- ið við móttöku stúdentanna dönsku hér í bænum. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal ég taka það framj þegar, að mér, eins og flestum bæjar- búum, þótti vænt um komu söngmannanna hingað og hefi notið þeirrar ánægju að hlusta á söng þeirra. Pað voru ein- ungis orð ræðumannsins um alla þakklætisskuldina, sem við stæðum í við Dani fyrir allar þeirra velgerðir við okkur öld fram af öld, sem urðu til þess að rifja upp fyrir mér. vlsuna, og þau urðu því miður til að rifja upp fleira. Jú, það voru Danir sem án dóms og laga létu taka Jón biskup Arason og syni hans af lifi, og sem eftir það sölsuðu undir sig fimtung allra jarðeigna á íslandi og neyttu svo þess valds er þeir þannig fengu til að féfletta landsmenn bæði á löglegan og ólöglegan hátt. Það voru þeir, sem lögðu á okkur farg einokunar verslunarinnar með öilu því ógleymanlega böli, er næstum hafði unnið það þrekvirki að eyðileggja þjóðina gersamlega, bæði efnalega og andlega. Það voru einnig þeir, sem með vopnum þröngvuðu okkur til að skrifa undir ein- veldisskrána og afsala okkur öllum fornum réttindum, og flestum mun kunnugt hvernig því valdi var beitt. Og það voru þeir, sem ætluðu að banna Jóni Sigurðssyni um- ræður um réttmætar kröfur ís- lendinga á opinberum fundi. Alt þetta og miklu fleira flaug mér í hug er ég las um þakklætisskuldina miklu. Ég veit vel, áð nútíma Danir eiga enga sök á þeim órétti er við vorum beittir af forfeðrum þeirra, og þeir óska vafalaust margir, að margt af því væri ógert. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að nú geri báðar þjóð- ir það sem þær geta til að kynnast og skilja hvor aðra. Og það ætti að geta orðið á frjálslegan og óþvingaðan hátt, Bakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstfg. án nokkurs undirlægjuháttar eða hræsni frá okkar hendi. Við höfum Dönum alls ekkert meira að þakka en þeir okkur og gætum, ef því væri að skifta, vel verið án þess að þeir litu í náð sinni niður til okkar. En það er heilbrigðasta leiðin til kynningar, að mætast sem jafn- ingjar með velvild og bróðurhug, en ekki með neina skriðdýrslega auðmýkt í orðum eða athöfnum. Slíkt vekur að eins fyrirlitningu. Og ég veit vel að margir Danir skoða það ekki sem neinn þjóðarhroka eða uppskafnings- hátt af okkur, þó að við skríð- um ekki í duftinu fyrir þeim, heldur mætum þeim sem vinir og jafningjar. Norðlendingur. Yilhjálmar keisari hefir beðið hollenzku stjórnina leyfis um það að mega fara frá Doorn og dvelja við einhvern baðstað þar í landinu um sumarmánuðina. Sonur jAriibrinitiiln'nigslns, til honum var hótað því, að hann skyldi hneptur í varðhald. Hann var dauðhræddur við lögregl- una og Kirk hafði því frið fyrir honum nokkra daga. En einn góðan veður dag erhann kominn i lestina. — Hvernig í skrattanum hefir þú farið að því að komast hingað? mælti Kirk. Allan brosti út undir eyru og dró farmiða upp úr vasa sínum, heldur en ekki hreykinn. — Það er þýðingarlaust að banna mér far, herra minn. — Þessi miði gildir að eins til Corozal og það er fyrsti viðkomustaðurinn. Þar veröur þú að fara af lestinni. En þegar lestin var lcomiun fram hjá Corozal, sat Allan enn hinn makráðasti út i horni í vagninum og Kirk hafði eigi skap í sér til þess að fleygja honum út. Á hinum enda járnbrautar- innar fór hana eins að - keypti sér farmiða til næstu stöðvar. Þannig gekk þetta nokkuð lengi, að hann keypti farmiða á morgnana frá Panama til Corozal og á kvöldin frá Colon til Mont Hope. Þóttist hann öruggur um að Kirk mundi halda verndarhendi sinni yfir sér þegar hann væri sloppinn fram hjá brautarvörðunum. Kirk sagði Runnel frá þessu, en hann skifti sér ekkert af því og þannig fékk Allan að vera hjá Kirk mestan hluta dagsins. Runnels mintist aldrei einu orði á það, sem þeim Kirk hafði farið á milli á förinni til Culebra, en hann gaf nánar gætur að Kirk og framferði hans og Iíkaði hverjum deginum bet- ur við hann. Hann sá, að Kirk var það full- komin alvara að vinna sig áfram af eigin ramleik og Runnels var harðánægður með £að hvernig hann rækti starf sitt. Honum brá því illa í brún er hann fékk bréf frá leynilögregluskrifstofu í St. Louis, með fyrirspurn um mann, sem hét Frank Wellar, en kallaði sig Jeflerson Locke. Lýsingin á þeim manni var þessi: Hvítur maður, 28 ára gamall, var áður skrifari. Bláeygur með ljósgult hár. Vegur 95 kg. Engin sérstök einkenni svo menn viti. Kemur vel fyrir, er djarfur í framgöngu og góður íþróttamaður, enda hefir hann verið æfingastjóri knattspyrnuflokks. Pað var aðeins einn maður, sem Runnels þekti, að þessi lýsing gat átt við. Runnels gat eigi um þetta við neinn mann, en nokkrum dögum síðar hitti hann Weeks konsúl og mintist þess þá er Kirk hafði sagt um veru sina í Colon. Runnels Ieiddi því talið að Kirk. — Jú, ég held ég þekki hann, hreytti Weeks úr sér. Ég heyri sagt að þér hafið tekið hann í vinnu. — Pið eruð vinir og það mun því sjálfsagt

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.