Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.07.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 17. julí 1925. I. árgangur. 138. tölublað. MARGAR eru einkennilegar öldur þær, sem ganga yfir heiminn. Það er nú t. d. þessi ráðstefnu-alda, sem nú gengur yfir og magnast altaf. Hún byrjaði með ráðstefnum bandamanna í stríðinu og að stríðinu loknu. Petta smitaði og hlutlausu þjóðinnar voru jafn- vel næmastar fyrir, eða svo er að sjá á Norðurlanda þjóðun- um. Hjá þeim hefir hver ráð- stefnan rekið aðra nú hin sið- ari árin og eru þær orðnar svo margar, að eigi tjáir nöfnum að nefna. íslendingum hefir verið gefinn kostur á því að taka þátt í þessum stefnum og þeir hafa í hvert skifti orðið upp til handa og fóta og síst verið eftir- bátar annara í því 'að vera móttækilegir fyrir þessu faraldri. f*að hefir mikið verið talað um samvinnu Norðurlanda á þessum síðustu árum og eiga þessi »mót«, ráðstefnur, þing eða hvað sem það nú kallast, að vera sú undirstaða er sam- vinnan byggist á. Getur vel verið að margt gott leiði af samkom- um þessum, enda þótt þess gæti iítt enn, enda mun það vera í þoku fyrir flestum hvernig sam- vinna Norðurlanda á að vera. Hafa því ráðstefnurnar flestar fremur á sér þann blæ, að þær sé skemtisamkomur, heldur en þing, þar sem rædd sé alvarleg áhugamál og þeim ráðið til lykta á einhvern hátt. Það er líklegt, að helzt megi gera ráð fyrir því, að vér fáum að sjá og reyna einhvern árang- ur af verslunarráðstefnu þeirri, sem nú stendur yfir í Kaup- mannahöfn. En engu skal spáð um það að svo stöddu, hvort sá árangur verði oss til góðs, því að nákvæmar fregnir eru eigi komnar af ráðstefnunni. Tilgangur ráðstefnunnar er auð- vitað sá frá Dana hálfu, að reyna að ná aftur undir sig verslun Islands að einhverju Jeyti, eða svo mjög sem unt er. Mun þeim hafa sárnað það mjög hvernig verslunartaum- arnir drógust úr höndum þeirra hér á fáum árum. t Valdemar Ármann verslunarstjóri á Hellissandi og meðeigandi í firmanu Bræðurn- ir Proppé, varð bráðkvaddur í gær. Lætur hann eftir sig konu og ung börn. — Valdemar heit- inn var bezti drengur og þótti öllum, sem kyntust honum, I vænt um hann. Ófriðarhætta í Eyrópu. Alla leið frá Eystrasalti og suður til Svartahafs, er keðja af smárikjum, og eru þau öll, að Austurríki, Ungverjalandí og Lithaugalandi undanteknum, meira og minna vandabundin Frökkum. Það er þá fyrst »litla sambandið«, en í því eru Rú- menía, Czecko Slovakia og Jugo Slavía. Þetta »litla sam- band« er í hernaðarbandalagi við Frakkland. Pólland er líka í hernaðarbandalagi við Frakk- land, og þótt það sé ekki í þessu ríkjasambandi er það í nánu sambandi við Rúmeníu og Czecko Slovakíu. Auk þessa eiga Frakkar drjúg ítök i Lett- um, Eistum og Finnum, sem allir eru síhræddir við Rússa. Lettar og Eistur hafa auk þess gert með sér hernaðarbandalag. Öll þessi riki gæti Frakkar neytt til ófriðar við Þjóðverja eða Rússa, jafnvel báðar þjóðir. Og það má óhætt segja, að í öllum þessum smáríkjum ber mest á vígbúnaði. !Þau hafa ó- grynni manna undir vopnum og franskir herforingjar leiðbeina og kenna þeim hernaðarvísindi og vopnaburð. Og í öllum þess- um ríkjum er logandi þjóðar- metnaður síðan þau öðlust sjálf- stæði. í Rússlandi er hið sama uppi á teningnum og andúð gegn öllu því sem útlent er, og Bolzhe- wikkar neyta allra bragða til þess að útbreiða kenningar sín- ar til nágraunaríkjanna allra, nema Lithaugalands, vegna þess að það er fjandsamlegt Póllandi út af því að Vilna-héraðið var innlimað í Pólland. En á öll- um landamærum Rússlands frá Svartahafi að Eystrasalti, er sí- feld styrjöld, sérstaklega á landa- mærum Póllands og Rúmeníu. Flokkar vopnaðra manna af báðum þjóðum fara ránsferðir hvor inn í annars land og Rússar hafa með sér æsingarit, vopn og skotfæri, sem þeir skifta milli bænda til þess að þeir geti hafið uppreist. Pví verður ekki með orðum lýst hvernig ástand- ið er í þessum landamærahér- uðum. Hin ógurlegustu grimd- arverk eru framin á báða bóga og íbúarnir lifa í slíkum vesal- dómi, að þeir eru líkari skepn- um en mönnum, og svívirðileg- ustu glæpir og grimdarverk eru daglegt brauð. Ef Rússar lenti í ófriði við Pólverja eða Rúmena, mundi það að áliti þeirra er til þekkja, verða til þess að sameina alla flokka í Rússlandi, þrátt fyrir það þótt mörgum sé illa við Bolzhewikka. En ef Rússar fara með hernaði vestur á bóginn, þá er úti allur friður í álfunni. Frakkar mundu þá verða að koma bandamönnum sínum til hjálpar, og krefjast þess senni- lega að fara með her yfir Pýzka- land. En samkvæmt alþjóðalög- um mega Pjóðverjar ekki leyfa það fremur en Belgar í byrjun stríðsins mikla. Rússar hafa aldrei viðurkent

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.