Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 17.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 744 er sfini DagWaðsins. klæðskeri, Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli, frú Sophy Bjarnason, Páll Kolka læknir og frú, Halldóra Bjarnadóttir kenslukona og Jón G. Sigurðsson. Tvö hin síðastnefndu fara til Færeyja til pess að standa fyrír iðnsýningu þar, sem áður hef- ir verið frá sagt hér í blaðinu. Fiskverknn í verstöðvunum aust- anfjalls hefir gengið betur en hér. Er búið að fullþurka þar nær */4 hluta vertíðarailans og allur hefir fiskurinn verið breiddur, svo að búist er við að hann náist allur fullþur í hús, ef 3—4 þurkdagar koma nú i röð. Síldveiðin. Blaðið átti tal við mann á Siglufirði í gær og kvað hann síldveiði enn sama sem enga í berpinætur. Reknetabátar hafa aflað nokkuð og er talið að talsverð síld sé komin. í morgun var norð- ankul fyrir norðan, en bjart og gott veður, Teitt prestaköll. Sira Hermann Hjartarson i Laufásprestakalli hefir verið skipaður sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli hinn 1. þ. m. Óli Ketilsson hefir verið skipaður prestur í Ögurþingaprestakalli frá sama tima. Gengishrun italskrar myntar. Seint í fyrra mánuði féll gengi á ítölskum lírum svo, að 132 þurfti á móti einu Sterlingspundi. Varð gengishrunið svo stórkost- legt einn dag, að við siálft lá, að alt kæmist í uppmám í kauphöllinni. Fyrir stríðið jafngilti Sterlings- pundið 251/* lírum. Er því pundið nú í fimmfalt hærra verði i Ítalíu heldur en var fyrir stríð. Petta mikla gengishrun hlýtur að hafa talsverð áhrif á fisk- markaðinn í Ítalíu og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir ís- lendinga. Vegna lággengisinshlýt- ur fiskur annað hvort að falla í verði, eða minna verður keypt af honum en áður, vegna þess að hann verður of dýr til neyzlu í Ítalíu. Námurekstur verkamanna. Þess hefir áður verið getið hér í blaðiuu, að þá er átti að loka VauxhallkolanámunniíRua- ben í Englandi, gerðu verka- menn samning við námueigend- ur um það að starfrækja sjálfir námuna áfram um þriggja mán- aða skeið. Var skotið saman fé til vonar og vara, ef illa skyldi fara. 17. júni var samningurinn útrunninn, enda var þá þessi vprasjóður uppetinn. Kol hafa verið að lækka í verði allan þennan tíma og námunni var nú lokað. Mistu þar 650 manns atvinnu. Rennan tíma, sem verkamenn starfræktu námuna, var fram- leiðslan talsvert meiri en áður á hvern mann en rekstrarkostn- aður mikið minni heldur en hjá námueigendum. Skemtiskipið Alexandra, sem smiðað var banda Georg kon- ungi meðan hann var prins af Wales, hefir flotamálaráðuneyti Breta nýlega selt norsku útgerð- arfélagi í Rrándheimi. Hefir það skirt skipið að nýju og nefnir það »01af prins«. Skipið kost- aði upphaflega 137 þús. £ en var nú selt fyrir tæplega helm- ing þeirrar upphæðar. Pað á nú að vera í förum sem skemti- skip innanskerja í Noregi. Sonur jíirntirnntakóng'sins. gleðja yður að heyra það, að honum gengur á- gætlega. Hann er sá bezti lestarstjóri, sem ég hefi fengið. — Við erum ekki vinir, mælti konsúllinn. Hann er víst »all right« als Cortlandt bjónin haía tekið hann upp á arma sína. En ég botna ekkert í honum. Annaðhvort er hann heiðar- legur maður, eða þá að hann er taugasterkur eins og versti innbrotsþjófur. — Því segið þér það? — Eg veit að hann er ekki sá, sem hann þykist vera. Ég hefi sannanir fyrir því. Hann er ekki fremur sonur Darvins K. Anthony heldur en — — — — Sonur Darvin K. AnthODy! hrópaði Runnels. Segir hann það? — Já hann segir það og hann — — — Konsúllinn þagnaði til þess að sýna varkárni stjórnhyggjumannsins, en svo bætti hann við: — Mér stendur alveg á sama hvort hann heitir Anthony eða Locke. Eg varð fyrir ónotum út af honum og Alfarez misti stöðu sína vegna þess að hann hnepti hann í varhald. Það eru heimskingjar, sem láta svíkja sig tvisvar sinnum. Eg vil ekki sjá hann framar. — Þér fáið aftur þá peuinga, er þér hafið lánað honum. Anthony sagði mér að hann ætlaði að borga yður jafnharðan af kaupi sinu. Weeks dæsti: — Eg hefi fengið peningana. Frú Cortlandt sendi mér ávísun fyrir allri upphæðinni. — En var það ekki einkennilegt að ég skyldi fá ákúrur og Alfarez missa stöðu sína hans vegna? Hvernig á maður að botna í þvi? Hann deplaði öðru auganu íbyggilega, en Runnels varð hugsi út af því, sem hann húfði heyrt. XVI. Númer 8838. í nokkra daga eftir þetta var Runnels í efa um hvað hann ætti að gera, en svo afréð hann það að stinga bréfinu frá St. Louis undir stól. — Þegar Kirk fékk mánaðarkaup sitt, sendi hann mestan hluta þess til Weeks og skrifaði með, að hann skyldi greiða álíka upphæð á hverjum mánuði unz skuldin væri að fullu greidd. En honum brá í brún, er hann fékk bréf frá Weeks og peningana endursenda. Hvernig í skollanum stóð á því, að frú Cortlandt hafði gert þetta? Hann vissi ekki hvort hann átti að reiðast henni fyrir það, eða vera henni þakklátur og

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.