Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.07.1925, Blaðsíða 1
Lauqardaq 18. júlí 1925. I. árgangur. 139. tölublað. ÞAÐ hefir áður verið vikið að því hér í blaðinu, hvílíkt fargan lagasmið Alþingis er orðin — ekki hugsað um ann- að en unga út sem mestu af nýjum lögum og breytingum á eldri Iögum. Af þessu stafar svo það, að lagakássan er orðin svo mikil, að enginn botnar neitt í henni og ekki einu sinni þing- menn sjálfir, sem ekki er held- ur von, því að flestir þeirra eru ólöglærðir menn. Þess vegna er alvanalegt að sjá svolátandi ákvæði í lögum nú á dögum. »Með lögum þessum eru num- in úr gildi lög o. s. frv. — svo og önnur lagaákvœði sem koma i bág við þau«. Þetta sýnir upp- gjöf — menn vita ekki hvað þeir eru að gera. Óteljandi eru þau lög, sem grípa hvert inn í annað, og með álíka ákvæði og þessu eru oft kveðin niður á- kvæði í fjarskyldum lögum — en hvernig á að halda reglu um það? Er til þess ætlandi, að lög- fræðingar og dómarar viti altaf upp á hár hvaða lagaákvæði eru kveðin niður með slíkri lagasetning og þessari? Nei, til þess er engin von, enda mun það jafnvel hafa komið fyrir — eða að minsta kosti legið nærri — að dæmt hafi verið eftir lög- um, eða lagaákvæðum, sem feld bafa verið úr gildi. Til þess að sýna, að fleiri sé á sama máli um þetta, skal eg leyfa mér að taka hér upp um- mæli eins af lögfræðingum vor- um. Hann segir svo: »íslenzk alþýða, sem fyr á tímum hefir sennilega verið lögfróðasta al- þýða í heimi, er orðin gersam- lega ófróð í þeim efnum, enda vafasamt hvort hún væri nokkru bættari þótt hún fylgdist með, því að illa samin lög rugla rétt- armeðvitund þjóðarinnar og heil- brigðan skilning. Pá má og öll- um vera það augljóst, hve stór- lega þessi lagagrúi eykur starf dómara, málaflutningsmanna, kennara í lögfræði og nemenda. — Getur varla hjá því farið, haldi þessu enn lengi áfram, að dómendum sjáist yfir hinar sí- feldu breytingar og dæmi því eftir lagagreinum, sem ef til vill fyrir löngu eru úr gildi numdar. — Enn erfiðara er að átta sig á þessu sökum þeSs, að oft og einatt eru breytingarnar við lög- in prentaðar einar út af fyrir sig, en ekki feldar inn i lögin og þau svo prentuð upp með áorðnum breytingum. — Og þótt sumir séu nú svo vel að sér að hafa fylgst með öllum breytingum, þá kostar það samt mjög mikið starf að bera þær saman við upphaflegu lögin og allar þær breytingar, sem við þær hafa verið gerðar«. (Storm- ur I. 64.) Eg er höf. alveg sammála um það, að þarfasta verk þings og stjórnar á næstu árum sé að gera gangskör að því að sam- ræma lög landsins og fella í burtu úrelt Iög og vanhugsuð. Mætti án efa draga margt sam- an í sérstaka lagabálka, þannig að ein lög kæmi í stað margra annara, sem nú eru á víð og dreif. Með þessu móti yrði stór- um greiðari aðgangur að lögun- um og bezt mundi að safna þeim saman í eina lögbók. Þingið styrkir nú að vísu út- gáfu slíkrar lögbókar, en það hefði verið réttara að gagnger endurskoðun laga hefði farið fram áður en sú bók var gefin út. Hér er mikið og vandasamt verkefni fyrir höndum. Fer svo jafnan, að óverkhygni, óhag- sýni og klaufaskapur auka mönnum erfiði margfaldlega. En ekki þýðir að fást um það, heldur reyna að bæta úr skák eftir því sem unt er. Bnrnaskóli. Það er nú afráðið að reisa hér nýjan barnaskóla og mun Sigurður Guðmundsson, húsameist- ari frá Hofdölum i Skagafirði eiga að sjá um smiðina. Marokkostríðið. Kommúnistar sakaðir um land ráð í franska þinginn. Seint í júnímánuði gaf Pain- leve forsætisráðherra Frakka þinginu ítarlega skýrslu um styrjöldina i Marokko. Kvað hann það algerlega tilhæfulaust, að Frakkar hefði átt upptök að striðinu við Ab-del Krim. « Márar hefði fyrirvaralaust ráð- ist inn á landareign Frakka með ófriði. Stjórnin hefði reynt öll ráð, er hún gat beitt sóma landsins vegna, til þess að kom- ast hjá styrjöld og hefði undir eins látið tilkynna Ad-del Krim það, að hún óskaði einkis frem- ur en að búa í sátt og samlyndi við Mára. En þau skilaboð hefði haft þveröfug áhrif við það, sem til var ætlast. Ab-del Krim hefði lilið svo á, að Frakkar væri hræddir við sig og hefði margir málahermenn í liði hans — þýzkir og rúss- neskir »rauðliðar« og »hvítliðar« — talið honum trú um það og hvatt hann til ófriðar. Komm- únistar í Frakklandi og Rúss- landi hefði líka skarað í ófrið- arglæðurnar, og væri sorglegt að hugsa til þess, að franskir kommúnistar hefði sent Ab-del Krim samúðarskeyti og heitið honum styrk. Einn af kommún- istum hefði meira að segja skorað á hersveitir Frakka að leggja niður vopn og framselja liðsforingja sína í hendur Ab-del Krim, en það hefði eigi haft nein áhrif nema hjá einni her- sveit. Bolzhewikkar í Rússlandi hefðu og gert alt til þess að spana Ab-del Krim upp á móti Frökkum og hefði Zinoviev sagt, að þeir ættu þar góðan bandamann sem hann væri. Painlevesagðiað ef Frakkar léti nokkurn bilbug á sér finna, þá mundi það verða til þess, að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.