Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 22.07.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 22.07.1925, Qupperneq 1
Fimtudag 22. júli 1925. I. árgangur. 142. tölublað. ÁTBURÐIR þeir, sem nú hafa gerzt í Siglufirði, eru eitt dæmi þess enn, hversu óheppilega er skipað atvinnu- málum hér á landi. Síldarstúlk- ur, sem ráðnar hafa verið með sérstökum samningum og fyrir ákveðið kaup um síldarvinnu- tírnann, leggja niður vinnu og krefjast hærra kaups en um var samið. Og vinnuveitendur verða nauðugir að láta undan. Orsökin til þessa er sú, að fyrirkomulag á kaupgreiðslu er vitlaust. Síldarvinna er ákvæðis- vinna. Stúlkum er greitt kaup eftir því hve mikið þær salta. Hinir svo nefndu »vikupening- ar« hrökkva skamt ef síldveiði bregst, og þá um leið ákvæðis- vinnan. Nú hefir síldveiði brugðist í sumar fram að þessu. Kvenn- fólkið hefir beðið í Iandi at- vinnulaust, sumt vikum saman. Þykist það nú sjá, að það muni bera lítiö úr býtum yfir sum- arið. Þess vegna krefst það hærra kaups og neitar að vinna nema goldin sé ein króna fyrir að salta í hverja tunnu, í stað 75 aura. Hjá þeim, sem ráðnar eru með skriflegum samningum, er þetta auðvitað samningsrof og má ætla að sleginn sé var- nagli við því í samiíingunum frá hálfu vinnuveitenda. Er það því ekki rétt sem sagt er, að þeir sé varnarlausir gagnvart slíku til- tæki sem þessu. Gelur hver maður sagt sér það sjálfur, að samningar, sem vinnuveitendur búa út, eru ekki þannig gerðir að þeir leggi þeim aðeins skyld- ur á herðar, en ákveði vinnu- þiggjendum aðeins réttindi. En líklega eru allir slíkir samning- ar handahófsverk og sjálfsagt mundi verkafólkið ekki geta sagt neitt, þótt útgerðarmenn hætti t. d. síldveiðum i miðju kafi. Og undirrót alls ills, að þessu leyti, er sú, að aðalkaup síldarkvenna skuli vera »premia«. JMundi hafa farið betur, ef gold- ið væri hærra mánaðarkaup (eða »vikupeningar«) en aðeins nokkurra aura »premia«, sem nauðsynleg er til þess að dug- legar stúlkur geti borið meira úr býtum heldur en þær sem eru óduglegar eða viðvaningar. Verkafólk hefir ekki efni á því að eiga neitt á hættu, og það er ekki rétt að ætlast til þess af því. En það á mikið i hættu þegar það ræður sig í ákvæðis- vinnu í síld, því að ef síldin bregst hefir það ekkert — eða sama sem ekkert kaup fyrir hábjargræðistímann. * Áhættuna \ verða þeir að taka á sig sem eignast gróðann af útgerðinni. Hér skal enginn dómur á það lagður hvorum málsaðilja vinnu- veitendum eða vinnuþiggjendum — það ólag er að kenna, sem á er vistráðningu síldarkvenna. Líklega eiga báðir jafna sök á því. En það verður að forðast eins og heitan eldinn að þessi Siglufjarðarsaga endurtaki sig. Og það verður tæplega fyr en fenginn er óhlutdrægur gerðar- dómur í kaupgjaldsmálum. Fyrirmyndar kjörskrá! Fyrir skemstu fóru fram borg- arstjórnarkosningar í Marseilles í Frakklandi. Gengu þar tveir flokkar til kosninga og sigraði annar með litlum meirihlufa. Hafði sá flokkur útbúið kjör- skrána og stóð fyrir kosning- unni. Hinum flokknum þótti það grunsamlegt, að atkvæða- talan hafði hækkað úr 80—100 þús. á fáum árum, en vegna þess að kjörskrá lá ekki frammi nema þrjá daga var ekki hægt að afrita hana, en þá var það tekið til bragðs að taka ljós- mynd af henni og síðan skrif- aði sá flokkurinn, er í minni hluta varð (republikanar) bréf til hvers manns, er á kjörskrá stóð. Árangurinn varð sá, að póststjórnin endursendi 18000 bréf með þeim ummælum, að viðtakendur væri ekki til, eða þá dánir! Frekari rannsókn leiddi það í ljós, að rúmlega 17000 atkvæði höfðu verið greidd fram yfir tölu atkvæðisbærra borgara. Steinaldarfundur. í Gyðingalandi hefir nýlega fundist hauskúpa af steinaldar- manni og líkist hún mjög haus- kúpunni af Neanderdalsmann- inum, sem er hin elzta haus- kúpa er fundist hefir. Þykir merki- legt að hauskúpa af manni af sama þjóðflokki skyldi finnast í Asíu. Hauskúpu þessari svipar mjög til hauskúpu af Chimpanse-apa, en þó vilja vísindamenn eigi skoða hana sem sönnun þess, að mannkynið sé komið af öpum. Hauskúpa sú er fanst í Afríku fyrir skemstu og getið hefir verið í Dagblaðinu, reynd- ist við nánari rannsókn vera af apa, svo að eigi verður hún heldur sönnun þess, að mann- kynið sé af öpum komið. Hverjir búaíNew York? Oldham biskup í New York var nýlega á ferðalagi á Englandi. Flutti hann fyrir lesturum Banda- ríkin og sagði þar, að það væri aðeins sárfáir Englendingar, sem vissu nokkuð um Bandaríkin. Þessa lýsiugu gaf hann á New York: í New York eru fleiri írar en í Dublin, fleiri Skotar en í Edinborg, fleiri Frakkar en í Paris, fleiri Rússar en í Moskva, fleiri Pólverjar en í Varsjá, fleiri ítalir en í Róm, fleiri Grikkir en í Aþenu og fleiri Júðar en f nokkurri annari borg í heimi. Þó mæla allir þar á enska tungu.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.