Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 23.07.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 23.07.1925, Qupperneq 1
f Fimtudag 23. júlí 1925. I. árgangur. 143. tölublað. MISLEGT öfugstreymi í lifn- aðarháttum vorum og þjóð- lífi hefir magnast svo á und- anförnum árum, að full ástæða er til að veita því meiri athygli en gert hefir verið, og reyna jafnframt að gera þær umbæOir því viðvíkjandi, sem að gagni geta orðið. Atvinnuvegir vorir eru hvorki margir né fjölþættir, og því um fáa að velja fyrir einstaklinginn. Geta þeir varla talist nema tveir — landbúnaður og íiskveiðar — og verður allur fjöldinn að sætta sig við það hlutskifti, sem þeir hafa að bjóða. En þar ber margur skarðan hlut frá borði, og er það einkum vegna þess öfugstreymis, sem þessir at- vinnuvegir eru komnir í. Það er mjög athyglisverð staðreynd, að mikinn hluta ársins skuli vera alment atvinnuleysi, — og a. m. k. aldrei nægileg atvinna handa öllum, sem þurfa vinnu, — en hinn hluta þess er svo mikill skortur á verkafólki, að báðir aðalatvinnuvegirnir bíða tjón af. Er það aðallega land- búnaðurinn, sem verður undir i samkeppninni um vinnuaflið, og einkum vegna þess, að hann þolir ekki kappboð við sjávar- útveginn, eins og högum er nú háttað. Fiskveiðarnar eru upp- gripameiri í góðum aflaárum, en um leið áhættumeiri, bæði fyrir þá, sem að þeim vinna, en þó einkum fyrir útgerðar- mennina, sem hvorttveggja hafa, aðaláhættuna og mikla arðsvon. Sjávarútvegurinn stendur miklu betur að vígi qji landbúnaður- inn í baráttunni fyrir stórgróð- anum, því hann hefir öll full- komnustu tæki til mikilla upp- gripa, en landbúnaðurinn hefir litlum umbótum tekið, og er að mestu leyti háður breytilegu veðurfari. Samt er það svo, að oft hefir hann reynst tryggari atvinnuvegur en sjávarútvegur- inn, og meira menningargildi hefir hann fyrir þjóðlíf voit. Þessir aðalatvinnuvegir vorir þurfa að fylgjast að í framsókn- inni, og má hvorugur vaxa hin- um yfir höfuð svo nokkru nemi. Sem mest jafnvægi er hér öll- um nauðsynlegt, og þarf vel að gæta þess, að það geti haldist stöðugt. — Verslun, iðnaður og aðrar enn fámennari atvinnugreinar, þurfa ekki á svo miklu starfs- afii að halda, að það dragi að mun frá aðalatvinnuvegunum. Reyndar eru þeir nú orðnir of margir, sem hneigjast að versl- unaratvinnu, því að þar er starf- sviðið svo einskorðað af ytri aðstæðum, að það er aðeinstak- markaður fjöldi, sem getur haft atvinnu þar við, svo hún geti talist lífvænleg. Aftur á móti eru iðnaðarmenn altof fáir og enn bagalegra er, hve iðnaður vor er fábreyttur og skamt á veg koininn. Mun þar mestu valda um arftekið framtaksleysi og einhæfni, sem umhverfi og ill aðstaða hefir alið upp í mönnum kynslóð eftir kynslóð. Hér þekkist varla frumleiki í orði né athöfnum og framtak einstaslingsins er bundið við gamlar venjur og »aktaskrift«. Þessi þjóðlæga afturhaldssemi er orðin svo rík og eðlisbundin fjöldanum, að þeir sem reyna að hugsa frumlega eða brjótast fram nýjar leiðir eru álitnir annaðhvort fífl eða foráttumenn. Eitt dæmi þess er álit almenn- ings á þeim manni sem hér er frumlegastur í hugsun, langsýn- astur og djúpsæknastur á ókunn mið. Hann er af sumum talinn »ofviti«, eða jafnvel hálf geggj- aður, og má segja, að þá sé langt farið í óviti. Líklega vantar okkur ekkert eins og rétta menn á réttum stöðum. Það er dálítið einkennileg staðreynd, að mesti athafna- maður vor skuli ekki vera ís- lendingur að ætt. Er það yfir- leitt svo, að útlendingar þeir, sem hér setjast að, eru miklu meiri athafnamenn en innlend- ir, og eiga vísa betri afkomu, þótt þeir eigi auðvitað við sömu skilyrði að búa og sjálfir vér. — Einnig er vert að geta þess hér, að sá maður, sem öllum öðrum íslendingum. er kunnugri öllu þvf, er að stjórnmálum lýtur, og þó sérstaklega utanríkismál- um, hefir aldrei átt sæti á Al- þingi, né komið nær stjórn landsins er það, að gegna stutt- an tima litlu og illa launuðu embætti í afskektu héraði. Síð- an hefir hann verið langdvölum erlendis, og það einkum vegna þess, að hann hefir á engan hátt getað notið hæfileika sinna í því umhverfi og við þann aldaranda, sem hér er ríkjandi. Ekki einu sinni við Háskóla vorn eru hæfustu mennirnir ein- göngu valdir. Niður í lægstu embætti er þeirri reglu fylgt að taka frem- ur tillit til annars en hæfileika og starfshæfni manna. Flokks- fylgi, tengdir, vinátta o. fl. eru þar þyngri á metunum. Þetta er orðið að einskonar þjóðlegri reglu, sem fylgt er frá helztu stöðum niður í lægstu starfsemi. Því er engin von að vel fari, meðan ekki er skift um hátt- semi og stefnt til betra viðhorfs. -m. -n. Yinnudeilan í Sigiufirði. í sambandi við grein um það mál í blaðinu í gær, er rétt að geta þess, að siðan sú grein var skrifuð hefir »Dagblaðið« fengið áreiðanlegar upplýsingar um það, að flestar síldarstúlkurnar hafa ráðist upp á þau kjör að fá hœsta kaup, sem greitt yrði nyrðra fyrir sildarsöltun.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.