Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ fylgir líkneski St. Péturs, enn- fremur sakramentisáhöld, sett perlum og demöntum, og kross- merki sett emeröldum og rúbín- um, gjöf frá Columbia til Leo X. páfa. Atvinnuleysi í Bretlandi. Eitthvert hið mesta vanda- mál, sem brezka stjórnin þarf að ráða fram úr á næstunni, er hið sivaxandi atvinnuleysi í landinu. Um síðustu mánaða- mót voru skrásettir 1,304,300 at- vinnuleysingjar. Hafði þeim þá fjölgað um nær 5 þúsundir sein- ustu vikuna, en voru 294,000 fleiri en á sama tíma í fyrra. í júnímánuði jókst tala atvinnu- leysingja um 57 þúsundir, en í þessum mánuði hefir þeim fjölg- að enn meir. Og nú um mán- aðamótin má búast við að alt lendi i uppnámi milli námaeig- anda og námaverkamanna, og að fleiri verkamannastéttir drag- ist inn í það mál. Er þess beðið meö mikilli eftirvæntingu hvern- ig stjórnin muni skerast í mál- ið, því að það telja flestir sjálf- sagt, að hún muni ekki geta skotið sér hjá því, og að hún verði að finna einhver ráð til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 8,10. Árdegisháflæður kl. 8,30 í fyrra- málið. Nætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Simi 686. Næturlæknir aðra nótt Guðm. Guðfinnsson, Hverfisg. 35. Sími 644 Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki í nótt; aðra nótt í Reykjavíkur Apóteki. Tíðarfar. Loksins er hinn lang- preyði þurkur kominn. Var norðan- átt víðast um land í morgun og bjartviðri. Hiti 7—11 stig og loftvog stöðug. Loftvægislægð er fyrir suð- austan land. Veröur i dag norð- austlæg átt og úrkoma á Austur- landi, hæg norðlæg átt annarsstað- ar og þurviðri á Suðvesturlandi. Messur á morgun: Séra Bjarni Jónsson messar kl. 11 i fyrsta skifti eftir áfall það er hann fékk um daginn. (Altarisganga). í frikirkjunni messar Haraldur Nielsson prófessor, kl. 5. í Landakotskirkju er hámessa kl. 9 árd., en engin siðdegismessa. Vegamálastjórn sendir i dag fjóra menn upp að Hvítárvatni. Eiga þeir að flytja þangað tvo nýja báta, sem hafa á til ferju yfir ána. Bátarnir verða fluttir á bifreiðum austur að Torfastöðum í Biskupstungum, en þaðan á kviktrjám upp að vatni. Par efra eiga mennirnir að hlaða naust fyrir bátana, og ennfremur eiga þeir að gera við sæluhúsið, sem er hjá vatninu. Prentarar í Gutenberg fóru i gær hina árlegu skemtiför sína. Fengu gott veður og höfðu góða skemtun af förinni. í snmarfri eru nýfarnir Páll Stein- grimsson ritstjóri og Jón Sigurpáls- son afgreiðslumaður Vísis. — Krist- ján Albertsson ritstjóri og Davið Stefánsson skáld, fara núna um helg- ina í sumarferðalag austur í Fljóts- hlið. ísland fór héðan til Akureyrar í fyrrakvöld og voru svo margir far- þegar með skipinu, sem það gat rúmað. Par á meðal voru: Pétur Magnússon hrm. og frú, John Vetle- sen kaupm., Stefán Thorarensen lyfsali og frú, Bay ræðismaður, Guðm. Eggerz fyrv. sýslum., Hans Eide verslunarmaður, H. Hagan úr- smiður, Sighvatur Brynjólfsson toll- þjónn, Gugm, Guðmundsson banka- ritari og frú. Snðarland á að fara vestur til Breiðafjarður í dag. Kemur skipið við á flestum eða öllum höfnum þar. Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi brá sér snöggva ferð norður til Siglufjarðar með Islandi. Meðan hann er fjarverandi gegnir Halldór Sigurðsson, Lindargötu 36, störfum hans. Troels Lnnd, sonur hins nafnkunna rithöfundar, dvelur hér í bænum sem stendur og er hann gestur dr. Ágústs H. Bjarnason prófessors. VélstjórafélaB1 Islands fór skemti- för í morgun austur i Prastaskóg. Slys. Danskur maður, sem vann við byggingu húss Adventista hjá Ingólfsstræti datt ofan af veggbrún hússins í fyrradag og meiddist all- mikið. Skúli fógeti kom af veiðum i gær með 84 tunnur lifrar. Meiri hluti aílans var þorskur og hafði skipið ^DagBíaé. Ritstjórn: Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgrdðsla Lækjartorg 2i skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr, cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. QagBlatió endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! fengiö hann vestur á »Hala«. Nokk- urt íshrafl var þar vestra enn. — Yms af botnvörpuskipum þeim, sem hér hafa legið að undanförnu, eru nú í þann veginn að fara út á saltfisksveiðar. Kvikmyndnhúsin. Gamla Bio sýn- ir í síðasta skifti í kvöld mynd þá, sem gerð er eftir neðanmálssögu »Dagblaðsins«. — Nýja Bio sýnir mynd er nefnist »Skuggi liðins tima«. Bifreiðaferðir til Pingvalla munu nú vera með ódýrara móti. Er hægt að komast fram og aftur fyrir 6—10 kr. fargjald. 75 árn nfmæli á i dag frú Guðrún Pétursdóttir, kona Sigvalda Bjarna- sonar snikkara. Vitunnm á hafnargörðunum hér hefir verið breytt í sumar og sýna þeir rautt og grænt titrandi ljós, þegar næst er kveikt á þeim, en það verður um mánaðamótin. Fellibylur fór yfir nokkur héruð i Ítalíu fyrir skemstu, en náði aðeins yfir mjótt svæði, og var logn bæði á undan og eftir. Svo var bylurinn hvass, að hann sópaði burtu húsum og trjám og öllu sem fyrir varð. Á ein- um stað stóð hann beint á móti árstraumi, og var vindurinn svo sterkur, að hann sneri straumn- um við, svo að áin rann upp í móti um stund.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.