Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.07.1925, Blaðsíða 1
FYRIR nokkru var drepið á það í grein hér í blaðinu, að tsleDdingum mundi vera það stór búhnykkur að flytja hingað tamin hreindýr frá Nor- egi og koma upp hjá sér hrein- dýrarækt. Pað er nú ekki svo að skilja, að Dagblaðið ætli að fara að hrósa sér af því að hafa fyrst vakið máls á þessu. At- hugasamir menn hafa við og við á undanförnum árum bent á þetta sem þjóðnytjamál, en því hefir verið lítill gaumur gefinn — því miður. Mun það aðallega stafa af því, að menn eru þessari kvikfjárrækt alger- lega ókunnugir, og svo eru sumir með því markinu brend- ir, að þeim þykir minkun að því, að taka eftir »villuþjóðutíi« búskaparlag þeirra. En hvort tveggja ber vott um kyrstöðu í í hugsunarhætti og áhugaleysi fyrir allri nýbreytni, og hefir hvort tveggja fram á þennan dag verið þröskuldur í vegi framfara hér á landi. íhalds- samur hugsunarháttur og rót- gróin tilhneiging til þess að halda altaf við gamalt búskap- arlag, hefir verið það ok, sem íslenzkur landbúnaður hefir átt erfiðast um að kasta af sér. Þeir menn, sem eitthvað hafa kynzt hreindýrarækt, eru á því máli, að íslendingum væri það mikið hagræði að taka hana upp. T. d. ritar einn af hinum yrigri mentamönnum vorum, Helgi Briem, þannig í síðasta hefti Eimreiðarinnar: »Á þessum slóðum (í Jamta- landi) og hér fyrir norðan.haf- ast Lappar við með lireindýra- hjarðir sínar. Láta þeir hrein- dýrin rása sem þau vilja, og fara þeir mjög langt norður með tjöld sín og búslóð á sumrin, en leita suður á bóginn, þegar vetra tekur. En Svíar eru ötulir að brjóta ný lönd til ræktunar og færast altaf lengra og lengra norður eftir. Flæmast Lappar þvi buitu eða neyðast til að taka sér bólfestu. Fetta er gamla sagan, að landið verður of þétt- býlt fyrir hirðingja, og rányrkj- an verður að víkja fyrir rækt- uninni. Á tslandi eru síðustu leifarnar, selbúskapurinn, alveg horfnar og eru að hverfa á meg- inlandinu. — — Hreindýrin eru »geysihagleg« Löppum. Peir nota þau til dráttar og reiðar. Kjötið er svo gott, aðjþað er dýrara en nauta- kjöt og mjólkin ágæt. Skiunið er mjög létt og hlýlt og því heppilegt í svefnpoka og þess háttar. En það er ónýtt í föt, og ganga Lappar því klæddir vaðmáli. Hreindýr þykja gefa svo góðan arð, að bændur í Norður-Svíþjóð nota þau mikið sem húsdýr í stað sauðfjár. Væri vert fyrir okkur tslendinga að athuga, hvort þau væru ekki betur komin á einstaka bæi, þar sem vel hagar til, en uppi í óbygðum, engum til gagns nema ef til vill nokkrum leyniskytlum«. í sambandi við þetta má getá þess, að Bandaríkjamenn hafa ekki skammast sín fyrir það, að taka upp búskaparlag »villu- þjóða«. Hafa þeir keypt hrein- dýr og flutt til Alaska með miklum kostnaði, og hefir sú tilraun gefist svo vel, að talið er, að hreindýrarækt muDÍ verða hin arðvænlegasta atvinnugrein þar nyrðra. Og þó eru alls eigi betri skilyrði til þess í Alaska að hafa þar hreindýrarækt held- ur en hér á landi. I’að er að vísu varla von, að einn og einn einstakur maður brjótist í þvi að fá hingað hrein- dýr. Til þess þurfa samtök. Heilar sveitir yrði að koma á hjá sér sameignarbúi, þar sem hreindýrarækt væri stunduð ein- göngu, því að mörg dýr þarf til þess, að eigi fari alt í handa- skolum. Hreindýr þurfa mann- inn með sér allan ársins hring, og ef menn hyggja á að koma á hreindýrarækt hjá sér, væri sjálfsagt að fá Lappa til þess að gæta dýranna, að minsta kosti fyrst í stað, eða þangað til íslenzkir hreindýrasmalar væri fengnir, þeir er vit hefði á hvernig á að fara með dýrin. Þetta gerðu Bandaríkjamenn. Þeir fengu lappneska hreinreka með dýrunum til Alaska og létu þá kenna öðrum hvernig á að fara með þau. Er vonandi að einhverjir áhugasamir bændur og forgöngu- menn búnaðarframfara hér á landi vilji beita sér fyrir þessu máli. Veit eg vel, að það er erfiðast að brjóta isinn, en það er klaufaskap að kenna ef hrein- dýrarækt getur eigi orðið arð- berandi hér á landi. Og ef menn fara ekki klaufalega að ráði sínu með fyrstu tilraunirnar, þá er enginn eti á því að fleiri koma á eftir. Má vel vera að Dag- blaðið geri þetta mál enn að umtalsefni siðar og geti þá gefið frekari upplýsingar um það hvernig hreindýrarækt Banda- ríkjamanna hefir gengið. Hegning fyrir glæpi. 24 þjóðir hafa ráðstefnu tll að ræða það niáL Á síðari árum hefir mikið verið um það talað í heiminum, að hegningarlöggjöf flestra rikja væri úrelt og óheppileg. Þjóð- irnar verði að leggja meira kapp á það að afstýra glæpum held- ur en hegna fyrir glæpi. Ress vegna var skipuð alþjóðanefnd í Bern fyrir mörgum árum til þess að athuga þetta mikla vandamál og koma fram með ákveðnar tillögur í þvi. Á nú að halda ráöstefnu i Englandi hinn 4. ágúst til þess að ræða málið og verða þar fulltrúar frá 24 þjóðum. Formaður nefndarinnar er Sir Evelyn Ruggles-Bríse.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.