Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.07.1925, Blaðsíða 1
SKIPULAGI sjávarþorpa og kaupstaða hér á landi hefir verið mjög ábótavaut, og fer það að vonum, þar sem bæir og þorp hafa víðast hvar bygst þannig, að mönnum hefir verið nokkurn veginn í sjálfsvald sett, hvar þeir reistu hús sin og hvernig lóðir voru afmarkaðar. Hús voru því fyrst reist á víð og dreif skipulagslaust og þegar að því kom að gera þurfti göt- ur, varð að haga skipun þeirra eftir því hvernig bygt hafði ver- ið, og var því ekki við góðu að búast. í hinum slærri kaupstöð- ura landsins ætti þó þessi öld að vera liðin, en svo er þó eigi. Enn þann dag í dag er bygt skipulagslaust viða hvar og sjálf höfuðborgin Reykjavík hefir ekki verið nein fyrirmynd annara kaupstaða í þessu efni. Og þrátt I fyrir það, að hér áttu að vera bezt skilyrði til þess að koma á nýju og góðu skipulagi og af- nema gamalt ólag, hefir skipu- iagsleysið lítið minkað á síðari árum, en ólagið haldist. Er þetta alveg furðulegt þar sem hér er þó bæjarstjórn, byggingarnefnd, foyggingarfulltrúi og fasteignar- nefnd, sem eiga að sjá um að helztu skipulagsreglur sé ekki brotnar. í viðbót við þetta mikla »maskineri« kom svo »skipulags- • nefnd«, sem á að hafa eftirlit með skipulagi kaupstaða og þorpa hér á landi. Hún hefir aðsetur sitt hér í Reykjavík og mælti því ætla, að hún léti skipulag þessa bæjar fyrst og fremst til sín taka. Að vísu vill oft fara svo, að mönnum sézt furðanlega yfir það, sem aflaga fer á eigin bæ, en eru glöggvari á hirðuleysi og vanrækslusyndir nágranna síns. Má því vel vera, að skipulagsnefnd hafi giöggvari gætur á skipulagi annara bæja, því að hér í Reykjavík gætir litið áhrifa hennar. Rekur nú hvert hneykslið annað um húsa- skipun hér í bæ. Hefir Dagblað- ið áður minst á hina »frægu« byggingju í Hafnarstræti. Er hún nú farin að lyfta sér svo hátt, að nú ætti hver maður að geta séð hvílík forsmán það er, að reisa stór og vönduð hús þannig, hús, sem eiga að standa manns- öldrum saman. Pað er sök sér, þólt timburhúsin þar um kring standi skipulagslaust. Pau eru mörg að fótum komin eftir fáein ár, þótt eldur verði eigi til þess að eyða þeim og má þá jafn- harðan og þau hverfa færa til betra skipulags. Nú er víða verið að byggja í bænum og er furðulegt að sjá hvernig að er farið um það. En þó tekur víst öllu öðru fram ný steinhúsbygging við Hverfisgötu. Par var rifið gamalt hús í vor og þetta nýja hús er reist á lóð- inni og er hún yfrið stór. Petta hús stendur norðan megin göt- unnai', en einhver tilviljun hefir ráðið því áður, að húsaröðin þeim megin er í beinni línu. En »hvergi má lærdómseinkenni vanta« og þess vegna er þetta nýja steinhús látið skaga langt fram í gangstéttina. Dagblaðið hefir frélt, en ekki vill það þó bera ábyrgð á að sú fregn sé sönn, að húseigandi hafi farið fram á það að mega reisa þetta hús í beinni linu við hin, en ekki fengið þvi ráðið! En hvað sem um það er, — byggingar- nefnd hafði það að minsta kosti á sínu valdi að láta þetta nýja hús eigi skaga fram úr hinum. Eg vil biðja borgarbúa að íhuga að hverju stefnir með þessu hirðuleysi um skipulag bæjarins. Eru menn ánægðir með það, að þannig sé haldið áfram ár eftir ár? Menn verða jafnframt að gæta þess vel, að fæst af því, sem nú fer aflaga í húsaskipun hér, verður aftur tekið. Flestar þær byggingar, sem nú eru reistar, eru ævarandi, og skipulagsleysi þeirra verður nokkurs konar bautasteinn þeirr- ar kynslóðar, sem nú er uppi. Síldveiðaskip. Síldveiðar stunda nú eftirfar- andi skip frá Reykjavík og Hafnarfirði: Togararnir: Rán, Jón forseti, Glaður og Ýmir. Kútterar: Björg- vin, Keflavík og Seagull (eig. H. P. Duus), Hákon (h.f. Há- kon), Iho (útgerðarm. Skúli Jónsson). Linuveiðarar: Kakali (Proppé- bræður), ísafold og ísbjörn (eig. Metúsalem Jóhannessou), Por- steinn (eig. Geir Thorsteinsson), Margrét ex Henningsver (Bjarni Pétursson o. fl.), Aldin (A. Jak- obsson), Gunnar (Eggert Jóns- son), Namdal (Magn. Kristjáns- son o. fl.), íslendingur (Sigm. Jóhannsson umboðssali), Anders (Óskar Halldórsson). Mótorskip: Svanur (Guðm. Kr. Guðmundsson), Ingólfur, Björg- vin og Svanur (L. Loftsson), Arthur Fanney (M. Kristjánss.), Skjaldbreið (h.f. Herðubreið), Höskuldur, Úlfur og Nanna (Ósk. Halldórsson), Pórir (h.f. Kveld- úlfur), Hurry (Eggert Jónsson). Bækur og Blöö, Heiðraða Dagblað! í dag las ég þessar setningar um blaða- og bókagerð á land- inu: »Líklega er hér meira gef- ið út af blöðum, bókum og bæklingum en í nokkru öðru landi, miðað við fólksfjölda eða lesendafjölda málsins«. Eitthvað líkt sá ég í Eimreiðinni fyrir skömmu, og var þá að hugsa um, að senda ritstjóranum þess- ar linur, sem Dagblaðið nú fær, úr því að hitt varð í útideyfu fyrir mér. í Review of Reviews stóð ein- hvern tíma á árunum 1908— 1910, hve margar bækur hefði komið út á Englandi árið áður,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.