Dagblað

Issue

Dagblað - 29.07.1925, Page 2

Dagblað - 29.07.1925, Page 2
2 DAGBLAÐ og timaritinu þótti það ekki vera lítið, miðað við fólksfjölda. Ég tók mig til og taldi saman okkar bækur og bæklinga, sem þá böfðu komið út árið áður á íslandi, og komst að þeirri nið- urstöðu, að íslendingar hefðu gefið út 28 sinnum fleiri bækur eftir mannfjölda en Englending- ar þetta ár. En samanburðurinn er erfið- ur. Af skólabókum þarf smá- þjóðin mörg þúsund sinnum fleiri tegundir á mannfjölda en þjóð með 40 miljónum manna. Smáþjóðin berst við að kaupa 1000 eintök, stórþjóðin kaupir 3—4 þús. eintök, en hvorttveggja er ein einasta bók. Englending- ar gáfu út daglega stórblöð með eins miklu lesmáli og var í is- lenzkri bók, og mesta urmul af timaritum. Hér kom út eitt ein- asta dagblað, »Vísir« og tvö þrjú smárit. Um ensk blöð og tíma- rit sagði Review of Reviews ekkert. Á Bretlandi verður nýr rithöfundur að ganga frá einu tímaritinu til annars með fyrstu söguna eða fyrsta kvæðið sitt, og fær árum saman aldrei ann- að en »nei«. Par er svo erfitt að vekja eftirtekt á sér, innan um þessar miljónir manna, sem landið byggja. Þar var fjöldi manna ekki læs; hér kunna all- ir að lesa nema fábjánar. Og svo er eftirtekt annara á mann- inum hér svo auðfengin, að svo má heita, að maður, sem hefir gengið 30—40 sinnum eftir Aust- urstræti og Laugaveg, hafi vak- ið eftirtekt á sér hér í fámenn- inu, þó að ekki sé hægt að segja, að hann sé orðinn mjög kunn- ur maður. Mér þykir líklegt, að hvergi sé meiri bókagerð eftir mann- fjölda en hér á landi, ef dag- blöðum og tímaritum annara þjóða er haldið fyrir utan sam- anburðinn. Reykjavík, 25. júlí 1925. Indr. Einarsson. Kappreiðar á hjólmn fara ekki fram að þessu sinni á hátíð verslunar- manna. Skemt verður þar með hljóð- færaslætli, ræðuhöldum og söng og svo skortir ekki heldur hina nauð- synlegu skemtun — danzinn. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 11,52. Árdegisháflæður kl. 12.13 á morgun. Sólnrnpprás kl. 3,26. Sólarlag kl. 9,39. Næturlæknir Ólafur Rorsteinsson Skólabrú 2, Sími 181. Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Mjög breytileg átt, hiti 9—12. Rigning í Hornaíirði, þoka á Akureyri. Annars staðar loftlétt og hægviðri alÉ staðar. Heitast á Hóls- ijöllum og brakandi þerrir þar. 1 Færeyjum og Angmagsalik 10 stiga hiti og hægviðri, á Jan Mayen 3 st. hiti og iogn. Loftvægishæð 763 hjá Jan Mayen. Spáð er kyrviðri og smáskúrum sums staðar á Suður- landi. Kaupdeilur. Félag islenzkra botn- vörpuskipaeigenda hefir skipað fimm menn í nefnd þá, sem á að gera tillögur um skipun sáttasemj- ara i vinnudeilum. Hafa þessir menn orðið fyrir valinu: Ólafur Thors, Jón Ólafsson, Aug. FJygenring, Magnús Einarson og Jes Zimsen. Oddamann í nefndina hefir Hæsti- réttur tilnefnt Sigurður Þórðarson fyrv. sýslumann. Hverflsgötu er nú verið að mal- bika ofanverða. Hækkar gatan svo mjög á kafla, að gangstétt verður jafnhá efri brún lcjallaraglugga í sumum húsum. Hefir orðið að gera skot út i gangstéttina frá hverjum glugga, til þess að nokkur dagsglæta komist inn i kjaliara; um sólskin i þeim kjallaraibúðum er ekki fram- ar að tala og þeir sem búa þar sjá nú ekki nema út i þessi litlu skot. Magnús Rjörnsson cand phil. er ný- kominn heim úr ferðalagi um Borg- arfjarðarsýslu. Var hann í fylgd með enskum læknishjónum, er komu til þess að sjá sig um hér á landi. Fimleiknmcnnirnir komu hingaö i gær, landveg frá Austurlandi. Lögðu þeir upp frá Valþjófsstað fyrra mánudag og fengu ágætt veður alla leið. Voru þeir sóttir í bifreið aust- ur i Fljótshlíð. Lögjnfnaðarnefndin situr nú á rök- stóium í Kaupmannahöfn. Einn nefndarmanna, Bjarni Jónsson frá Vogi hefir legið veikur að undan- förnu og gat eigi orðið hinum nefndarmönnunum samferða, en nú er hann orðinn friskur og siglir á fundinn með ísiandi. Eitthvert mik- ilvægasta málið, sem nefndin fjallar um, er afturheimt islenzkra forn- gripa, sem eru í vörslu Dana og ÍDagBfað. Ritstjórn: Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritsljórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Auglýslngam í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eöa á afgreiðsiu blaðsins. Sími 744. Rakarastofíi Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. komnir eru þangað í heimildarleysi. En hér aðallega um að ræöa ýms handrit i safni Árna Magnússonar. Hannes Porsteinsson Pjóðskjala- vörður er nú staddur i Kaupmanna- liöfn og mun veita hinum íslenzku nefndarmönnum aðstoð sina í mál- inu. Fimm vélbátar stunda nú sildveið- ar í reknet hér í flóanum. Leggja tveir upp i Keflavík, tveir I Saud- gerði og einn í Njarðvíkum. Verða þeir nú að sækja veiðina vestur i Jökuldjúp og er það 9 stunda ferð.. Nokkuö af sildinni í Sandgerði læt- ur Loftur Loftsson salta til útflutn- ings og eitthvað verður flutt út af sild frá Keflavík. Annars er síldin sett í íshús. Veiðin hefir verið held- ur treg síðustu daga, 30—70 tunnur á bát í ferð. Peningar: Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............... 123,24 Norskar kr............... 99,82 Sænskar kr............... 145,42 Dollar kr............... 5,418/* Fr. frankar ............. 25,88 Gullmörk................ 128,72 Lansn á krossgátu VI. Pvert: 1 Hlæ. 4 Ömd. 7 Pverá. 9 Hraun. 11 Vit. 12 Ská. 14 Slæ. 15 íð. 16 Stáss. 18 Ura. 19 Alt. 21 Iíör. 23 Orð. 24 Mar. 25 Oki. 26 Und. 27 Ör. 28 Tal- að. 33 Rá. 35 Slá. 37 Sól. 38 Tóm. 39 Polki. 41 Stama. 43 Flá. 44 Áði. Niður: 1 Hviða. 2 Let. 3 Ær. 4 Ör. 5 Mas. 6 Dulur. 7 Pvi. 8 Ást. 9 Hás. 10 Næm. 13 Kák. 16 Strit. 17 Skauð. 20 Lok. 22 Örn. 25 Orlof. 27 Ösp. 29 Asi. 30 Kló. 31 Als. 32 Drómi. 34 Áma. 36 Áll. 38 Tað. 40 Ká. 42 Tá. Fjórar réttar ráðningar korau. Verðlaun hlaut S. Pétursson Box 3.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.