Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 1
GATNAGERÐ hefir verið með mesta móti hér í sumar. Hefir bæði verið unnið að endurbótum á gömlum götum og byrjað á nýjum. Eru nú að mörgu leyti við- höfð önnur og myndarlegri hand- tök við vegagerð en áður tíðk- aðist, þótt betur mætti vera um sumt, sem að því verki iýtur. Er það einkum að fleiri vinnu- vélar þyrfti að hafa við gatna- gerðina, svo vinnan gæti bæði gengið betur og komist yrði af með færri menn. Alstaðar annarstaðar er nú unnið að því, að nota sem mest vélaafl, en spara einstaklings- orkuna, — að afkasta mikilli vinnu með fáu fólki. Hér gætir þeirrar stefnu of lítið í fram- kvæmdinni, og er það á mörg- um sviðum okkur til stórtjóns. Fyrirhyggjuleysið er fylgifisk- ur þessa ihalds í gamlar og úr- eltar vinnuaðferðir, og sannast það m. a. á gatnagerðinni. Má telja það mjög vítaverða van- hyggiu» þegar nýgerðar götur, sem vandað hefir verið til, þarf að grafa í gegn til að koma fyrir vatnsleiðslum, skólppípum eða öðru því, sem á að vera neðanjarðar. Auðvitað á að sjá fyrir því í upphafi, að allar neðanjaröar- Ieiðslur sé grafnar niður áður en fullnaðaraðgerð fer fram, og að þær leiðslur sé svo full- komnar, að nægilegar sé til frainbúðar. Fyrir fram á það að vera ákveðið, hvar hús skuli reisa við götuna, þar sem þau eru ekki komin, og leggja strax álmur úr leiðslunum út í götu- brún. Þessarar sjálfsögðu fyrir- hyggju mun að nokkru leyti hafa verið gætt við aðgerðina á þeim kafla Hverfisgötu, sem nú er unnið að. En þegar neðri hluti hennar var endurbættur fyrir nokkrum árum, hefir sézt yfir þetta atriði, því nýskeð er búið að grafa fallgröf út í miðja götu, til að koma fyrir nauð- synlegustu leiðslum að nýbygg- ingu verkalýðsfélaganna. Fullkomnasta gatnagerðin sem hér þekkist er malbikunin og er hún að mörgu leyti góð, þótt æskilegt sé að endingin væri betri. En þær götur sem svo eru gerðar skemast mjög við upp- gröft og má víöa sjá þess merki á malbikuðu götunum hér í bæ. Þessar götuskemdir eru því verri sem þær eru alveg óþarfar ef þeir sem þessum verkum ráða hugsuðu lengra fram en um líð- andi stund. Þegar Hverfisgatan er fullgerð, verður hún einhver myndarleg- asta gata í bænum og sú eina af lengri götunum sem er alveg bein. Tel eg mjög líklegt, að hún verði til að opna augu al- mennings fyrir þeirri hagkvæmni og bæjarprýði sem er að beinum götum vel gerðum, og þykir mér það undarlegur fegurðarsmekkur að telja fallegri stultar og hlykkjóttar götur eins og sumir hafa haldið fram og framfylgt hefir verið hér í vegamálum. Hér hafa flestar götur verið lagðar eins og troðningar mynd- uðust til og frá fyrstu húsunum og því eru þær eins og fjárslóð- ar, hlykkjóttar og skipulagslaus- ar, og til hinna mestu bæjarlýta. Og enn er þessum fegurðar- spjöllum trygður frambúðarrétt- ur á kostnað nauðsynlegustu umbóta, með því að leyfa að byggja vandaðar framtíðarbygg- ingar þar sem sizt skyldi og opin leið var til að bæta úr gömlum og vansæmandi ómenn- ingarhrag. -m. -n. Smjörverð í Englandi. Eftir skýrslu sem landbúnaðarfulltrúi Norðmanna í Newcastle hefir gefið, var verð á smjöri þar um miðjan sl. mán. danskt smjör kr. 4.95—5.06, norskt, finskt og hollenzkt smjör kr. 4.90—4.95. Síldarfréttir. Siglufiröi í gær. Bifröst kom í nótt með 56 mál, Ihó 76 mál, Hákon 28 mál. — Ihó er hæstur með 1292 mál. — Norðan hvassviðri síðustu daga. Hitasumur og drepsóttir á fyrri öldum, Oft er þess getið í blöðum að hitabylgjur hafi gengið yfir stór landsvæði, deytt menn og eyði- lagt uppskeru. Síðast í sumar hafa víða verið miklir hitar er- lendist eins og blöðin hafa getið um og urðu mest spjöll að þeim í Bandarikjunum. En þessir ofhitar hafa átt sér stað á öllum öldum, og vil eg hér tilfæra kafla úr gömlu riti, eftir þýzkan vísindamann, er sýnir að engu minni hitakaflar hafa oft komið á fyrri tímum og hafa þeir venjulega haft drep- sóttir í för með sér. Fyrstu sagnir um slíkl, eru frá árinu 484 e. Kr. Þá gengu svo miklir hitar og þurkar að oliu- tré og vínviður gegnþornuðu. Á sama tíma var eldur uppi í Vesu- víus og eyðilögðust heil héruð umhverfis fjallið. Sumarið 550 var mjög heitt. Þá kom upp drepsótt f Egypta- landi, breiddist hún óðfluga út og dugðu engar ráðstafanir til að stemma stigu fyrir henni. Geysaði hún siðan yfir alla Evrópu. Hún byrjaði með áköf- um hita, höfuðverk, látlausum hósta og hálsveiki. Margir dóu af uppköstum, en aðrir af kol- brandi. Fjöldi sjúklinga flýði til kirknanna eða tii afskektra staða, en margir fleygðu sér i vötn og styttu sér þannig kvala- stundirnar. Samfara þessari

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.