Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ drepsólt geysaði annar faraldur lítið betri. Byrjaði hann með magnleysi og svíma, en breyttist svo í ofsaæði, sem greip sjúk- lingana, og hélzt það þangað til þeir gáfu upp andann með hræðilegum harmkvælum. Árið 590 voru miklir hitar og samfara þeim gekk drepsótt yfir mestan hluta Evrópu. Hún byrj- aði með höfuðverk svo svæsnum, að menn féllu niður og dóu á svipstundu, með afskaplegum hnerrum og geyspum. I*annig dóu t. d. 80 manns af skrúð- fylkingu er Gregor páfi stofnaði til og átti að særa burt þennan kvilla. — Frá þeim tima er sá siður, að biðja guð að hjálpa sér, þá er menn hnerra og einnig að gera krossmark fyrir þeim sem geyspaði. (Fyrnefndi siðurinn helzt enn, en hinn virðist vera týndur). Þessi sjúkdómur kom jafnt í menn og skepnur og eru slíks fá dæmi. Sumarið 638 var ákaflega heitt og þornuöu þá upp flestar ár nema þær allra stærstu. í byrjun sumars 726 varð hafið svo heitt við eyjuna San- torin i Grikklandshafi, að upp af því rauk, og fáum dögum siðar kom upp eyja þar á staðnum. — Neðansjávar elds- umbrot munu hafa valdið þess- um hita og landmyndun. Sumarið 812 var óvenjulega heitt. Fá sást »hræðileg hala- stjarna«. Jarðskjálftar voru þá miklir og þetta til samans áleit fólk að hefði verið fyrirboði þess, að Karl mikli dó skömmu síðar. Hinn langvarandi þurkur sum- arið 874 orsakaði uppskerubrest og mikla hungursneyð. í*á eyði- lögðu engisprettur alla akra og jurtagróður á stórum svæðum, bæði í Fýzkalandi og Frakk- landi. Árið 879 varð svo heitt, að meun duttu Diður dauðir við vinnu sína í Worms i Þýzka- landi. Árið 923 var mikill hiti. Pá geisaði hinn svokallaði »heilagi eldur«, eða »Anthonius-eldur«. Var það sjúkdómur sem oftast greip hin minni líffæri, og kom þá fram i heiftugum krampa, sem oftast leiddi til dauða. Einnig kom hann í einstaka likamshluta, sem þá duttu af mönnum. í suðvestur Frakk- landi dóu 40,000 manna úr þessari veiki. Sérstök sjúkra- hæli voru reist handa þeim, sem sýktust, og voru þau köll- uð »Anthoniushús«. Guðsþjón- ustur og bænahöld voru fyrir- skipuð, en alt varð til einkis. Á sama tíma geisaði í Suður- álfu önnur voðaplága mann- kynsins, og var það »bólan«. Árið 993 eyðilagði hiti og þurkur alt korn og gróður á mörgum stöðum. Og sömuleiðis árið 1000. Pornuðu þá ár og vötn víða í Frakklandi, svo fiskarnir rotnuðu, en pest breidd- ist út. Eftir stórflóð og vatnagang, er orsakaðist af jarðskjálftum árið 1013, komu afarmiklir þurkar. Afleiðingar þeirra voru uppskerubrestur og dýrtíð, sam- fara drepsóttum, er voru svo mannskæðar, að helmingur íbú- anna í mörgum borgum hrundi niður. (Frh.) Borgin. Sjávnrföll. Siödegisháflæður kl. 6,10. Ardegisháflæður kl. 6,35 í fyrra- málið. Sólarnpprás kl. 4,10. Sólarlag kl. 8,53. . Nætnrlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg -7. Simi 1693. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfnr. Durviðri var alstaðar i morgun, og er spáð sama veðri, nema sumstaðar á Austurlandi má húast við úrkomu. Heitast var i Reykjavík 12 st., Stykkishólmi 11 st., Akureyri og ísaflrði 10 st., og jafn- heitt i Færeyjum og eins í Angma- salik. Á Grímsstöðum, Raufarhöfn og Hólum í Hornaf. var alstaðar 8 st. hiti. í Kaupmannahöfn voru 15 stig og á Jean Mayen 4. Peningar: Sterl. pd.............. 26,25 Danskar kr............. 122,21 Norskar kr.............. 99,17 Sænskar kr............. 145,85 Dollar kr.............. 5,42 Fr. frankar ............ 25,91 Gullmörk............... 128,81 V)ag6íaé. Bæjnrmálnblað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjargötu 6. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Mótekjn hefir verið hér með allra minsta móti í vor. Úr 4 eða 5 gröf- um heflr verið tekið upp í Fúlu- tjarnarmýri, og ekki fært út úr öll- um. Álíka litið hefir verið tekið upp í Fossvogi, og ekkert í Kringlu- mýri. — Er þetta nokkuð annað en áður var. Þórnnn dóttir Jóns heitins i Mið- húsum er kona Eyjólfs Jóhanns- sonar rakara, en ekki Eyjólfs Jóns- sonar, eins og sagt var í blað- inu í gær. Verslnn í Langanesi. Pétur sonur Porgrims í Lauganesi er farinn að reka þar verslon með nauðsynja- vörur, og er það til mikilla hægðar- auka fyrir fiskverkunarfólk og aðra, sem búa þar umhverfls. Töluverö bygð er nú komin þar innfrá. Síra Helgi Árnason fyr prestur í Ólafsvík og kona hans fóru meö Esju i gær til Patreksfjarðar. Síra Helgi sækir nú um Stað í Súganda- firði, og er hann eini umsækjandinn. Esja fór héðan í gærkvöld kl. 7. Meðal farþega voru: Sigvaldi Kalda- lóns læknir og frú, Trausti Ólafs- son og frú, sira Pórður Ólafsson á Söndum • í Dýrafirði og Sigurður sonur hans, sira Jón Árnason Bíldu- dal, Mr. Berrie, Árni Guðmundsvn, Davið Gíslason í Flatey og Krist- ján Einarsson heildsali. Sknggsýnt nú orðið á götunum á kvöldin þvi ekki er enn farið að kveikja á götuljósunum. Virðist þó vera meiri þörf á því nú, en að láta loga vorlangan daginn á götuljós- kerunum meðfram höfninni, eins og átt hefir sér stað í sumar. — Má segja, að þar sé betra minna og, jafnara. Leiðarþing héldu þingmenn Ár- nesinga siðastl. sunnudag við Ölfus- árbrú. Fundurinn var fremur fá- mennur, og gerðist þar fátt sögu- legt. Nokkrir Reykvíkingar fóru þangað austur. Botnfa á að fara héðan anuað kvöld vestur um land til Siglufjarö- ar og Akureyrar, og sömu leið til baka.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.