Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 06.08.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 06.08.1925, Qupperneq 1
Fimtudag 6. ágúst 1925. I. árgangur. 153. tölublað. DAÐ getur verið fróðlegt og lærdómsríkt að bera saman tollstríð íslendinga við Spán- verja og tollstríð Finnlendinga og Spánverja. — Vér íslending- ar vorum orðnir »sjálfstæð þjóð í frjálsu og fullvalda ríki«. En eigi gætti neins af þessu þrennu í »stríðinu«. Undanhaldið var eins hreint og samtaka, sem frekast verður á kosið. Finnland er einnig ungt ríki, jafngamalt íslandi að frelsi og sjálfstæði. Hefir það æ átt við rammari reip að draga en vér, og við enn örðugri kjör að búa á flestan hátt um langar aldir. Full þjóðernisvakning kom þar um hálfri öld seinna en á ís- landi, og áltu Finnar þá harla lítið af þjóðlegum bókmentum að leggja til grundvallar. Er eigi teljandi, að þeir ætti nokkrar bókmentir á móðurmáli sínu fyr en um miðja 19. öld. Þó hafa Finnlendingar sýnt svo mikinn dug, þrautseigju og áræði í þjóðernis- og sjálfslæðismálum sínum út á við sem og inn á við, að þar er litlu saman að jafna um oss íslendinga. Eins og kunnugt er hafa Finn- lendingar um nokkura ára skeið háð allsnarpa tollmálabaráttu við Spánverja. Virðist svo, sem «ú barátta sé nú senn til lykta leidd, þar eð Finnar hafa ný- skeð samþykt frumvarp það að verzlunarsamningi, er Spánverjar hafa lagt fram. Er búist við, að samningur þessi verði undirrit- aður bráðlega. Finska blaðið »Mercator« hefir nýskeð flutt fróðlega grein um mál þetta. Hin þráa mótspyrna Spánverja gegn bindindishreyfingunni á Norðurlöndum er alkunn. Pegar Finnland samþykti bannlög sín, hugðust Spánverjar sjá við þeim leka með því að hækka mjög tollinn á finsku timbri í febrú- ar 1922. Kom þetta mjög illa niður á Finnlendingum sökum þess, að það höfðu aðallega verið Spánverjar, er keyptu hina stórgerðu finsku planka, sem lítið selst af annarstaðar nú á dögum. Sökum tollhækkunar þessarar urðu sumar finskar sögunarmylnur, er mestmegnis stunduðu plankaiðnað þenna, að hætta störfum. Það voru aðeins fáar þeirra, sem höfðu bolmagn til að breyta um rekstursaðferð- ir. Olli því tollstríð þetta all- miklu tjóni á útflutningi Finn- lendinga. Árið 1921 hafði út- flutningur frá Finnlandi til Spán- ar náð 40 milliónum marka, árið eftir seig útflutningur þessi niður í 13,6 mill., og 1923 var hann aðeins 10,7 i mill., en árið 1924 um 17 mill. Á hinn bóginn hafa Spánverjar einnig liðið allmikið tjón af tollstríði þessu, þar eð þeir urðu að borga hærra verð fyrir sænskt timbur. Grundvöllur hinna nýju finsk- spænsku verslunarsamninga er í stuttu máli á þessa leið: — Finnland haggar eigi við bann- lögum sínum, en gengur þó inn á að kaupa spænsk vín til lög- boðinna þarfa, en þó engar ákveðnar birgðir. Aftur á móti lækkar Finnland tollinn á ald- inum og ávöxtum, og verður t. d. tollur af appelsínum mjög lágur. Spánverjar afnema »stríðs- toll« sinn af finsku timbri. Með þrautseigju sinni og æðruleysi hafa Finnlendingar séð málum sinuin borgið, án þess að snúa baki við hugsjón- um sinum á nokkurn hátt. öfugstreymi. Dagblaðið hefir oft og mörgum sinnum vítt ýmsar framkvæmdir í byggingarmálum hér í bæ, og fundið að þvi ósamræmi og fyrirhyggjuleysi, sem þar er ríkj- andi. Blaðið hefir hlotið þakk- ir margra fyrir afskifti sín af þessu, og virðist sem menn séu nú fyrst að skilja í hvert óefni þeim málum er komið og að öll nauðsyn sé á að reyna að þoka þeim til betra viðhorfs. Stílleys- ið og smekkleysisbragurinn sem hér er á flestura nýbyggingum er fyrst og fremst af því, að svo að segja hverjum, sem um hefir beðið, hefir verið leyft að byggja eftir eigin höfði. Nú lítur út fyrir að einhver stefnubreyting sé í aðsigi innan bæjarstjórnar, því fasteignanefnd hefir lagt til að manni sem sótt hefir um leigu á byggingarlóð inn við Sundlaugaveg sé synjað um hana, en engin greinargerð fylgir þeirri tillögu. Þessi stefnubreyling, sem hér virðist bóla á, væri mjög æski- leg ef byrjað væri þar sem þörf- in er brýnust og mun mörgum sýnast að það sé einhversstaðar nær miðbiki bæjarinn, en inn við Sundlaugaveg. Sá sem þetta ritar skilur ekki á hvaða grundvelli þessi synj- unartillaga er bygð, því ekki virðist að eftir neinni sérstakri reglu hafi verið farið um bygg- ingarnar innan við bæinn — fremur en annarstaðar — og þvi ástæðulaust að neita um bygg- ingarleyfi á þessum stað. Er eínnig á það að líta, að þá byggingu sem sótt hefir verið um að reisa þarna mun hafa átt að nota til atvinnureksturs, sem yrði til mikils hagkvæmis fyrir þá sem búa þarna innfrá. Ef á að skilja þessa synjunar- tillögu sem upphaf að nýrri stefnu, sem tekin verði um ný- byggingar, þá má segja að byrj- að sé þar sem sízt skyldi. -m. -n. Dr. Joh’s Smidth kom hingaö meö Botníu síðast og tekur nú viö stjórn rannsóknanna á Dana, sem verið hefir hér viö land undanfarið. Dana mun fara út í kvöld og veröa að rannsóknum hér I Faxa- flóa nokkra daga. Bjarni Sæmunds- son fiskifræðingur verður einnig við rannsóknirnar fyrst um sinn.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.