Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.08.1925, Blaðsíða 1
Föstndag 7. ágnst 1925. ÁLLFLESTIR alvarlegustu ó- kostir þjóðar vorrar nú á dögum er í rauninni eigi annað en ranghverfan á ein- staklingskostum forfeðra vorra. Sjálfstæðisþráin var hinn göf- ugasti kostur og mesta lífsnauð- syn, meðal lífslögmálið var: Sjálfur leið sjálfan þig, og ein- staklingurinn hafði eigi öðrum en sjálfum sér reikningsskil að standa, á orðum og gerðum. Á vorum dögum er þessi sama þrá orðin, að eitruðu vopni og skálkaskjóli orðháka og ódrengja. Hún er orðin hinn háskalegasti fleygur í þjóöfélagi voru, þar sem nú er þörfin mest: allir eitt, og ábyrgðin á hamingju lands og lýðs sameiginleg og að- altakmark þjóðarinnar. — í*essi dýrlegi eiginleiki er nú orðinn hinn argasti þrándur í götu allra framfara og þjóðþrifa. Hann smeygir sér inn í allan vorn félagsskap, þar sem þó allir. að nafninu til, hafa sameiginlegt og ákveðið takmark. Af því stafar alt vort samtakaleysi. Alt er dreift. Engin heild. Allur félags- skapur vor þróttlítill og van- máttugur. Og þá eru allar gáttir opnar misskilningi og allskonar sundurlyndi og samtakaleysi. — Til frekari skilningsauka: Hér er hver höndin upp á móti ann- ari, hjá allri þjóðinni og í hverju félagi, — af einlómri misskilinni sjálfstæðisþrá! Og hún verður að ráðríki og þvergirðingshætti, þegar henni er misbeitt eins háskalega og raun er á hér á landil — Fessu þarf að kippa í lag, og það sem fyrst, Pað er alls eigi neitt þrekvirki, en það kost- ar þó all mikla andlega áreynslu og sjálfs ögun. Oss þarf að skiljast, að þungamiðja tilver- unnar hefir fluzt mjög til hjá vorri þjóð sem og öllum öðrum. Áður var takmarkið: Ég sjálfur. Nú er það: PjóOin öll. — Sjálfs- bjargarviðleitnin er eðlishvöt. Þjóðbjargarviðleitnin er hugsjón. Og þjóðarstarfið í sinn fegurstu og fullkomnustu mynd er sam- einað starf hinna beztu og þroskuðustu manna þjóðarinnar, f ættjarðarást og fórnfýsi, að því háleita takmarki að efla hag og velgengi og allan andlegan og efnalegan þroska þjóðheildarinn- ar. — Að þessu slarfi verður einstaklingurinn að hverfa í heildina. — Það eru háleitar og göfugar hugsjónir, með markmið ofar og utar öllum eiginhagsmunum, sem gera manninn að manni og veita honum lífsgildi og and- legt verðmæti. Þess vegna er hug- sjónamönnum einum fært að smíða sér nothæf vopn úr mann- kostum og reynslu forfeðra sinna, svo að haldi komi. — Á þess- um grundvelli er auðvelt að stSrfa að góðum félagsskap. Öflugur hugsjónafélagsskapur, þar sem einstaklingseðlið ein- beitir sér til samtaka, er sú fasta borg, sem aldrei verður unnin. Dagblaðið mun á næstunni ræða bindis og bannmálin á þessum grundvelli. Frá kjarsijórnaríiái. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöld og voru 11 mál á dagskrá. Á fund vantaði að- eins 3 bæjarfuiltrúa og mega það heita góðar heimtir nú í fámenninu. Umræður urðu frem- ur litlar, enda engin stórmál á dagskrá. Brnnabótarvirðinar voru sam- þyktar umræðulaust. Byggingarleyfl og breytingar á húsum voru einnig samþyktar eftir litlar umræður. Eru engin stórhýsi sem sókt hefir verið um byggingarleyfi fyrir, og breyting- arnar fremur litlar. Stærsta hús- ið sækir Sigurhans Hannesson um að byggja við Laugaveg 85. Á það að verða tvílyft stein- steypuhús, 100 fermetrar að stærð. Refarækt. Ólafur Friðriksson sótti um að fá leigða í tvö ár alt að 2 dagsl. landspildu á Melunum, til refaræktunar. Hefir hann nú um 50 yrðlinga hér og hefir í hyggju að koma upp verulegri refarækt. Eftir litlar umræður var honum leyft hið umbeðna land. — Fasteignanefnd átti að fjalla um þetta mál, en barst of seint umsóknin svo hún gæti rætt hana á siðasta fundi sínum, 1. ágúst. Að öðru leyti var fundar- gerð fasteignarnefndar samþykt umræðulaust og var hún í engu merkileg. Ycgamál. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að Hverfisgata verði malbikuð inn að Vitastíg og að Laugavegur verði malbik- aður frá Vitastíg að Barónsstíg. Við malbikun Hverfisgötu hefir komið í ljós að verkið reyn- ist torsótt og mun því verða lokið talsvert síðar en gert var ráð fyrir í fyrstu. Par eð ekki er hægt að byrja aðgerð á Lauga- vegi fyr en Hverfisgötu er lokið, og það verður seint i sumar, hefir veganefnd ákveðið að láta ekki gera við Laugaveginn að þessu sinni, eins og ákveðið var, en láta i þess stað malbika Hverfisgötu alla leið inn að Barónsstíg og félst bæjarstjórnin á þessa ákvörðun. Pétur Halldórsson taldi æski- legt að Ægisgata yrði lengd a. m. k. upp á Öldugötu, svo að þeir sem þar búa eigi greiðari aðgang að götu og hægara að gera frárensli og aðrar leiðslur frá húsum sem þar eru í smíð- um, eða bygð. — Borgarstjóri upplýsti að engin sérstök fjár- veiting væri fyrir hendi til þeirr-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.