Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 08.08.1925, Side 1

Dagblað - 08.08.1925, Side 1
Laugardag 8. ágúst 1925. OFTAR en einu sinni hefir Dagblaðið vikið að þrifn- aðarmálum bæjarins og vítt það sleifarlag, sem er á framkvæmd þeirra. Jafnframt hefir verið bent á ýms atriði, sem 'betur mætti fara, og hafa sum þeirra verið tekin til greina. Flestir munu sammála um það, að þrifnaðinum í bænum sé mjög óbótavant, og að öll nauðsyn sé á, að bæta úr sóða- skapnum og koma þrifnaðar- málunum í betra horf. Heilbrigðismálin ættu í raun og veru, að vera höfuðmál hverrarþjóðarogaðaláherzlalögð á, að hafa þau í sem beztu lagi. Alt hreinlæti er svo nátengt heilbrigðismálununi, að þar verð- ur ekki í milli skilið, og góð umgengni utan húss og innan verður þar eitt aðalatriðið. Þessu er öllu mjög ábótavant hjá okkur, og brýn nauðsyn á að koma því til betra viðhorfs. Eu vaninn er hér valdríkur, og almenningur heldur fast í gamla siði, og jafnvel helzt þar, sem sízt skyldi. Þarf oft að benda á sjálfsögðustu atriði nauðsynleg- ustu umbóta, ef þeim á um að þoka. Sérstaklega er ræstingu bæjarins mjög ábótavant og framkvæmd á óheppilegan hátt. Þar er einskonar »kattarþvott- ur« viðhafður, og vita allir hvað hann er fullkominn og varan- legur. Göturnar eru ýmist bláutar og forugar, eða rykugar, svo að »mold«-bylur verður við minsta vindblæ, ef ekki rignir um leið. Þær eru hreinsaðar við og við með ærnum kostnaði, en þess er ekki gætt, að stemma stigu fyrir að óþverrinn safnist þar aftur jafnóðum og af þeim er þrifið. Væri það til mikilla bóta, ef bönnuð væri umferð með hesta um sumar götur, svo sjaldnar þyrfti að hreinsa þær, en mætti því oftar þrífa aðrar, sem erfiö- ara er að halda hreinum hvort sem er, og þyrfti ræstingarkostn- aðurinn ekki að aukast við þessa ráðstöfun. Sóðaskapurinn við höfnina er alkunnur og til áberandi van- sæmdar. Hjálpast alt til að við- halda honum, og er það einna augljósast dæmi óhagkvæmni og skipulagsleysis, og er óvíða brýnni þörf á verulegum um- bótum en einmitt þar. Þetta at- riði eitt er meir en nóg efni í sérstaka grein, og því skal hér aðeins á það minst. Um miðbik bæjarins er þrifn- aðinum og framkvæmd ræsting- arinnar víða óbótavant, þótt hún sé yfirleitt skárri þar en sumstaðar í úthverfunum. Samt ættu þeir, sem þykir umgengnin góð í miðbænum, að skygnast um að húsabaki á einstökum stöðum og athuga, hvort þar mætti ekki láta líta betur út. Hér virðist þurfa lagaákvæði og reglugerðir um allar athafnir og háttsemi fólksins, því ein- staklingurinn tekur sér fram um fátt, sem ekki er fyrirskipað. Og þeim ákvæðum þarf að fram- fylgja undir stöðugu eftirliti, ef þau eiga að verða annað en dauður bókstafur í ruslakistu lagamergðarinnar. Hver maður ætti að telja skyldu sina, að gera hreint fyrir sínum dyrum og kappkosta að taka þar öðrum fram. En meðan einstaklingsfram- takið er ekki athafnameira en nú er, um viðunanlegan þrifn- að, þurfa önnur öfl að taka í taumana, svo um muni. — í næsta kafla þessa máls veröa einstök atriði talin, sem brýnust þörf er á að koma í betra horf, og sfzt þola bið. -m. -n. Sundskálinu I Örfirisey veröur vígöur á morgun kl. 7 síðdegis. Sundsýning fer fram um leið og má búast viö aö bæjarbúar fjölmenni þangað. Norskt „MaTian“-mál. Dómur fallin í „Paul Weber“- raálinn. f Kristjánssundi í Noregi er nýskeð fallinn dómur í lands- kunnu smyglaramáli. Er mál þetta af sama tagi og »Marian«- málið fræga hér hjá oss. Aftur á móti virðist meðferð dómstól- anna á máhnu hafa verið tals- vert á annan veg en hér varð raun á. Getur því verið fróðlegt að skýra nokkuð nánara frá þessum norska dómi. Þýzkt smyglaraskip, »Paul Weber« að nafni, var tekið fast í fyrravetur í Prándheims toll- gæzlu-umdæmi. Hefir síðan stað- ið rannsókn í máli þessu, og reyndist hún bæði flókin og örðug á marga vegu. Stóðu að málinu ýmsir landskunnir smygl- arar í Noregi, og var ekkert til sparað að flækja málið og tefja gang þess. Sóttist það því seint um hríð. f sumar var þó allri rannsókn lokið, og flest kurl komin til grafar. Hafði Með- dómsrétturinn málið til'lokameð- ferðar fyrir hálfum mánuði síð- an. Kom þá í ljós, hve geysi- mikið og gott starf lögreglan í Kristjánssundi hafði af hendi leyst. í réttinum var lagður fram fjöldi bréfa og símskeyta, sem hvert öðru betur kollvörpuðu öllum þeim »varnarskýringum«, er verjandi hafði lagt fram í málinu. Símskeyti þessi sögðu greinilega sögu af því, hvernig samvinnunni milli hinna þýzku smyglskipa-reiðara og hinna norsku aðstoðarmanna þeirra hefir verið varið. Þann 28. febr. í fyrra lagði skipið »Nord Fries- land« út frá Hamborg áleiðis til Noregs með um 50,000 litra áfengis. Hans Berg, skipstjóri frá Prándheimi, sem nú er dæmdur í »Weber«-málinu, var þá í

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.