Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ r Hamborg og fór með skipinu, og var talinn 2. stýrimaður þess, Áður lagt væri á stað, ráðstaf- aði Berg þessi móttöku farmsins í Norgi, og simaði hann á laun- máli til Aksel Eiriksen skósmiðs i Þrándheimi, og ýmsra annara landskunnra smyglara (sem nú sitja í fangelsi fyrir önnur afrek). Greindu símskeyti þessi nákvæm- lega frá hvenær skipið kæmi á þenna og þenna stað meðfram ströndum Noregs, og eins ef einhverjar tafir eða óhöpp höfðu orðið fyrir því á leiðinni. Margir þessara sömu manna vóru viðriðnir för skipsins »Paul Weber«, enda voru það sömu mennirnir, er áttu bæði þessi skip og mörg önnur fleiri í samskonar leiðangrum. Lögreglustjóri Sveen í Krist- jánssundi, er var sækjandi í máli þessu, krafðist hörðustu refsingar, er lög heimiluðu. Eru kröfur hans tilfærðar í svigum aftan við dómsákvæðin. Dómurinn: Dómur í máli þessu féll þann 22. júlí. Er hann á þessa leið: Ákærði nr. 1 Richard Weber, skipstjóri, frá Hamborg, var dæmdur til 6 mánaða fangelsis- vistar (8 mán.) og 1000 kr. sekt (4000 kr.), og til vara 30 daga fangelsi (90), sé sektinn eigi greidd. Smygilskipið »Paul Web- er« dæmist upptækt, en 25,000 gullmarka veð í skipinu f. h. Jarcke & Söhne, var tekið gilt (ber að neita veðinu). Enn frem- ur var R. Weber dæmdur til að greiða ríkissjóði 96,000 kr. (180,000 kr.) sem andvirði 30,000 lítra áfengis, er smyglað hafði verið í land. Ákærði nr. 2, A. Eiriksen, skósmiður, var dæmdur í 4 mánaða (8 mán.) fangelsi og 1000 kr. sekt (4000 kr.), og ákæröi nr. 3, Hans Berg skip- stjóri, í 5 mán. fangelsi (6 mán.) og 5000 kr. greiðslu í ríkissjóð fyrir áfengi er hanu hafði smygl- að í land. — — Þess má geta, að sækjandi í málinu, Sveen lögreglustjóri, krafðist hinnar hörðustu refs- ingar til handa löndum sínum tveimur. Voru kröfur hans á þessa leið: Eiriksen: Auk áðurnefndrar fangelsisvistar og sektar 4200 kr. greiðsla í ríkissjóð fyrir smyglað áfengi (700 lítra), og endur- greiðslu ólögmæts arðs 5800 kr., og sé dómsvaldinu heimilað að dæma hanu til 18 mánaða betr- unarhússvinnu. — Berg: Auk 6 mánaða fangelsisvistar 2000 kr. sekt og 30,000 kr. greiðslu í ríkissjóð fyrir 5000 1. smyglaðs áfengis. — Svo fór um sjóferð þá. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæöur kl. 8,23. Árdegisháflæður kl. 8,45 í fyrra- málið. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Gylfl fór á veiðar í gær og í dag fara Maí og Baldur. Álnfosslilaupið fer væntanlega fram á morgun og hefst frá Alafossi kl. 2. Hlaupið endar á gamla íprótta- vellinum og er öllum heimill að- gangur ókeypis. Má búast við að hlaupararnir' komi þangað laust fyrir kl. 3. Upp að Baldnrslinga er fólki gefinn kostur á að fara á morgun, gegn lágu fargjaldi, með vörubilum frá Vörubílastöð Reykjavíkur. — Dag- blaðið hreyfði því fyrst blaða, að þörf væri á að gefa almenningi kost á að komast út úr bænum á sunnu- dögum án tilfinnanlegra útgjalda. Var bent á, að heppilegast væri að fara upp að Esju, eða suður í Hraun, og var gengið út frá pví sem sjálf- sögðu, að hlutaðeigandi bændur yrðu áður beðnir um leyfi til umferðar, yflr lönd peirra, og átti bæjarstjórnin auðvitaðað hafa frumkvæði par um. Morgunbl. heflr síðan rætt töluvert um pessar sunnudagaferðir og er pað pakkarvert. En vanhugsað er að hvetja fólk sérstaklega til, að fara upp að Baldurshaga og suður um Rauöhóla, pvi par eru víða slægjulönd sem hætt er við að yrðu fyrir átroðningi. — Aðrar hömlur eru einnig gegn umferð par, og vill Dagblaðiö fremur letja en hvetja fólk til að fara þangaö. Ætti fremur að fara til annara staða par sem umferð er greiðari og átroðningur getur síður valdið landspjöllum. ípróttahlaðið kemur út á morgun og verður pá selt á götunum. Bifreiðarferðir eru með mesta móti í sumar og eru nú önuur flutningatæki litið notuð, nema af peim sem eiga reiðhesta sér til ^DagBíað. Bæjnrniálablað. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. skemtunar. — Fer bifreiðanotkunin sífelt í vöxt, og þrátt fyrir mikinn innflutning bifreiða, er varla hægt að fullnægja hinni vaxandi eftir- spurn. T. d. á B. S. R. oft fult í fangi með að fullnægja eftirspurn- inni, pótt það félag eigi margar bifreiðar og góðar. Björn Ólafsson var á siðasta bæjar- stjórnarf. kosinn í stjórn íprólta- vallarins af hálfu bæjarins. Gullfoss er væntanlegur hingaö annað kvöld. Fyrirlestur dr. Charcots í gærkvöldi var fjölsóttur, svo sem við mátli búast, því marga mun bafa langað til að sjá þenna fræga og víðförla mann og myndir þær, er hann sýndi, frá rannsóknarförum sínum um höfin. Páll Sveinsson kennari, for- maður Alliance Fran^aise hér, bauð hinn tigna gest velkominn til íslands, og þakkaði honum fyrir hve vel hann hefði tekið undir þau tilraæli félagsins, að flytja fyrirlestur um ferðir sínar. Dr. Charcot er meðalmaður á vöxt, teinréttur og hinn fyrir- mannlegasti, snar í hreyfingum. Fjörlegur er hann og ungur í anda, þótt hár og skegg sé farið að grána og andlit veðurbarið. Heiðursmerki þau, er hann bar á brjósti, sýna að starf hans í þágu vísindanna hefir verið metið að verðleikum í Frakk- landi. Dr. Charcot gat þess í upp- hafi fyrirlestursins. að 'ísland væri sér einkar kært, og að hingað hefði hann komið oft til lands á skipi sinu. Væri sér því sérstakt ánægjuefni, að flylja hér erindi. Myndirnar voru margar og

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.