Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 08.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 fjölbreyttax, er skýrðu sögu sæ- rannsóknanna frönsku um fjórð- ung aldar, og var þar skipið hans, »Pourquoi-pas«, sem jafn- an réði förinni. Er það bygt fyrir 24 árum, sterkt og vandað og með sérstöku tilliti til sæ- rannsókna í íshöfunum. Fyrirlesarinn er hinn mál- snjallasti maður, og streyma orðin af vörum hans, borin fram af þeim brennandi áhuga og viljafestu, sem stjórnað hefir athöfnum hans öll þessi ár. Pegar lokið var lýsingu skips- ins, fór dr. Charcot með áheyr- endur á víð og dreif um höfin: Suður í íshaf, þar sem skipið liggur innilukt mánuðum sam- an innan um hrikaleg hafís- björg, en kemst þó fram úr öllu með »fulltingi forsjónarinnar og dugnaöi ágætra manna«. »Pourquoi-pas« hefir jafnan haft beztu menn um borð, sem völ var á, bæði til vísindaiðk- ana og annara starfa, enda öll tæki til, sem með þarf. Reistu þeir rannsóknarstöðvar á isnum til veðurathugana o. þ. u. 1. Fugla og dýralíf sýndi hann, og sagði einkar skemtilega frá lífi mörgæsanna. Margar ferðir voru farnar á »Pourquoi-pas«, um Spánarsjó, Ermarsund, norður með Skot- landsströndum, til Færeyja, Jan Mayen og víðar norður um höf. Á öllum þessum ferðum fóru ýmsar merkilegar rannsóknir fram og stór svæði könnuð, sem lítt voru kunn áður. Rockall-kletturinn nafnfrægi var rannsakaður itarlega, og hin einkennilega bergtegund, sem hvergi finst annarsstaðar, flutt heim til Frakklands til auhug- unar. Yoru sýndar margar fróð- legar myndir af þessu afskekta útskeri, einnig merkileg fram- tíðarmynd af stað þessum. Pegar dr. Charcot hafði lokið máli sínu og hinni fjölbreyttu sýningu, flutti formaður Alliance Francaise honum beztu þakkir og árnaði honum allra heilla í nafni félagsins. Mun þetta vera í fyrsta sinn, að fluttur er hér opinber fyr- lestur á frönsku, og eins og nærri má geta mundu fæstir áheyrenda hafa fylgst með, ef ekki hefði verið myndirnar til skýringar. »Pourquoi-pas« kom hingað frá Scoresbysund á Austur- Grænlandi, og mun fara héðan næstu daga. Á konsúll Frakka og stjórn Alliance Fran^aise heiður skilið fyrir að hafa gefið almenningi kost á að sjá dr. Charcot og fræðast af honum. Ör ýmsum áttum. Fex er nafnið á höfuðbúnaði þeim er Tyrkir hafa notað, sam- kvæmt fyrirmælum trúarbragð- anna, um langan aldur. Nú hefir einhver hátt settur Múhameðstrúarmaður og Kór- anskýrandi eftir ítarlega ransókn látið það uppi, að þetta sé mis- skilningur einn og að boðorð Kóranins mæli alt öðruvísi fyrir. Trúaðir Tyrkir hafa því hér eftir leyfi til að bera annars- konar höfuðföt. Afleiðing þessa ákvæðis varð m. a. sú að stráhattar hækkuðu óskaplega í verði í Konstantin- ópel um miðjar fyrra mánuð. Sonnr jitrnbrantiikOngslim. Honum kom fyrst til hugar að berja djarflega að dyrum en stilti sig þó, er hann mintist þess, að það braut í bág við innlenda siðvenju. Hann ásetti sér, að láta hana fyrst koma auga á sig og sýna að hann fetaði fúslega í spor spænskra biðla, en nota síðan einfaldari amerikskar að- ferðir, þégar hann væri farinn að kynnast. Honum þótti varlegra að komast ekki í ónáð hjá fólki hennar. Polinmæðin er aðalatriðið þegar um kvonbæn- ir er að tefla, meðal Miðamerikubúa. Biðillinn verður að gerast einskonar píslarvottur þar til öll fjölskylda meyjarinnar kemst við, af ástandi mannsins og lætur í Ijósi meðaumkun sina. Enda þótt þessi háttsemi væri hin hlægi- legasta í auguní Anthony, var dálítið nýjabragð að henni, og hann sem hafði orðið að þola kvalir óvissunnar tímum saman, vildi nú alt til vinna, ef honum auðnaðist að dvelja í námunda við ástmey sina. Stundarlangt stóð hann sem bjargföst stoð og starði opnum augum á efstu gluggana í húsiuti nr. 89.P á fór hann að kenna sviða um öklana og tók þá að labba í hægðum sinum fram og aftur, svo sem væri hann í bjarndýrsleik. Stund leið enn, og honum varð nú Ijóst, að fólkið í nágrannahúsunum veitti honum glöggva eftirtekt, enda þótt Torres-fólkið léti ekki á sér bera. Mörg andlit voru á gægjum í gluggunum, honum heyrðist einhver vera að reyna að halda niðri f sér hlátrinum og varð honum all órótt við þá tilhugsun, að hann væri þegar orðinn að at- hlægi. Peir sem framhjá gengu kinkuðu kolli til hans, eins og þeir vildu segja: hertu þig. En þau orð sem féllu skildi hann ekki. Lögreglu- maður lítill vexti var á gangi á götustéttinni hinsvegar, og virtist vera á sama máli og aðrir um það, að þessi ameríski náungi væri mjög álitlegur biðill. Kirk staðnæmdist að lokum undir göturaf- ljósi og mændi vonaraugum upp í gluggana fyrir ofan sig, þangað til að hann kendi jafn mikils sársauka í augum sem í fótum. Loksins sást hvitt gluggatjald bærast og hann þóttist koma auga á kjól bak við tjaldið. Hjartað barðist óðar í brjósti hans. Hann tók í hattinn. Ein- hver stóð bak við gluggatjaldið og gægðist niður. Hann sá lika einhverja aðra veru á sama stað — Kirk stóð kyr og starði, þar til síðasta •ljósið var slögt í húsi Torres. Síðan gekk hann í hægðum sfnum heimleiðis, hress í huga og fullviss um, að honum hefði nú loks verið sint að verðleikum. Kl. 7 stundvíslega kvöldið eftir tók hann sig upp aftur og staðnæmdis á sama stað. Áður en 5 minútur voru liðnar vissi hann að honum

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.