Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.08.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 10. ágúst 1925. HÞagBlað I. árgangur. 156. tölublað. MÖRGUM alvarlega hugsandi manni hrýs hugur við að- streymi þeirrar margþættu spillingar, er nú siglir i kjölfar hinnar svokölluðu menningar á landi voru. Fer nú hópur þeirra vaxandi, er staldrar við, lítur í kring um sig og segir: Er ekki tími til kominn, góðir hálsar, að stemma stigu fyrir áfögnuði þeim,. er á margvíslegan hátt lamar þjóðlíf vort og dregur kjark og " kraft úr hinni yngri kynslóð íslendinga. Þykir rétt í þessu sambandi að benda hér á grein, eftir Ólaf lækni Lárus- *son, er birtist í Hæni í. f. m. Segir þar m. a.: ^Þjóðinni okkar má likja við ungling á fermingaraldri. Hún er óþekt enn að mestu meðal stærri þjóða, og lítt reynd enn þeirra á meðal, þótt einstakling- nm þar sé hún að ýmsu góðu kunn. Hún er einnig lítt kunn að öðru en góðu meðal þeirra, sem dýpra kafa, og fylgjast með í menningarmálum þjóða, og því má heldur ekki gleyma. Synd- irnar, sem iðulega fylgja betri verkunum, eru sjálfri þjóðinni, en ekki Guði að kenna.------- Gróðri landsins okkar, kjarn- gresi þar frá sjó til jökla, má óhætt treysta. Enginn efast um frjósemi hafs- ins, sém liggur kringum strendur landsins, og hve langt norður hún nær, veit enginn til fulls. Sóknin er hörð og verður, ef þjóðin -á að erfa lífið hér á landi, sem enginn skyldi efast um, og þörf er á að hervæðast. Andans auð fær þjóðin bezt- au úr skauti þeirrar menningar, sem haldið hefir lífinu í þjóö- inni alt frá fyrstu tíð. Þekking- arþráin má aðeins sækja til styrktar út i löndin þá menn- ing, sem samþýðist og eykur þá menning, sem fyrir er í land- inu sjálfu. Með þessu móti geta föt þjóðarinnar, yzt sem inst, orðið ólúin. Formenn gá til veðurs, áður en þeir róa. Bliku í lofti hræð- ast þeir eigi, en hyggja á sjálfs- vörn og Drottins vernd, þegar veðrið skellur á. Einhverja ískyggilegustu blik- una á framtíðarhimni, þ}óðar- innar, næst bænleysinu og bringl- inu, sem þar af stafar, má telja vaxandi áfengislöngun ungmenna, sem mörgum hugsandi mönnum gerir angursamt. Menn kvarta einnig um vaxandi ósiðsemi við sjávarsíðuna. Já, margskyns bliku dregur á loft, en þjóðin hefir sjálf í sér bætur gegn öllu böli, trúi hún á Guð og land- ið sitt. Meiri vandi er það, en marg- ur hyggur fyrír fámenna þjóð, sem er að komast í menningar- strauminn, að nota aðeins það bezta úr honum, til áveitu á þann gróður, sem Iandvanur er, og hefir reynst að hafa líf að geyma, sem óhætt megi treysta. Sú þjóð ein getur það, sem ekki er á flæðiskeri stödd í trú- málum. Hver sú þjöð er á ílæðiskeri stödd í trúmálum, sem trúir, þegar raunir steðja að henni, á lœgri öfl, sér til bjargar, en sólaröfi eða ímyndir þeirra. Bænin til Guðs, gjafara góðra hluta, er sennilega ein- hver öruggasta leiðin til að gefa kjölfestu og halda þjóðarfleyt- unni í réttu horfi, hvað sem á dynur. Öllum þeim siðum, sem notadrýgstir hafa reynst í lífs- baráttu þjóðarinnar, á andlega og veraldlega vísu, verður þjóð- in að bjarga frá glötun, til að gera sig styrka á svellinu. Með þvi einu móti nær hún því marki siðar meir, að verða mannkyninu aö liði«. SíldLarfréttir. SigluSrði i gær. Hákon og Iho komu hlaðnir í nótt. Útlit fyrir mikla síld, ef gott veður helzt. Nú er endanlega ákveðið, að Heilsuhæli Norðurlands skuli bygt á Kristsnesi, Eftir nákvæma rannsókn landlæknis og annara manna, sem mest hafa beitt sér fyrir þessu nauðsynjamáli Norð- lendinga, hefir þessi staður ver- ið valinn. Eru þar fiest skilyrði saman komin, til þess að hælið geti orðið sem fullkomnast, en jafnframt ódýrt í rekstri. Jarð- hiti er þar nógur til hitunar og annara afnota. Eru tvær laugar þar nálægt, sem taka má til notkunar. Má láta aðra renna sjálfkrafa inn í hælið, en hina verður að dæla. Aðstaða til raf- virkjunar er þarna einnig svo góð, að fá megi nóga raforku til Ijósa og suðu, og einnig til meiri afnota. Er ætlast til, að engin kol þurfi að kaupa til hælisins, og er það afarmikis virði, því kolaeyðslan er einn stærsti útgjaldaliður slíkra stofn- ana. — Byrjað verður á undir- búningi fyrir bygginguna i haust, en hælið sjálft reist næsta suinar. f cnskum læknaritum er nú afarmikið skrifað um uppgöt- vanir þær, sem dr. Gye hefir gert viðvikjandi orsökum krabba- meins, og sagt hefir verið frá í Dagblaðinu. í heilbrigðistiðind- um blaðsins »Times« er sagt frá því, að sjálfstæðar rannsókn- ir, sem dr. Murray, starfsmað- ur við krabbameins-rannsóknar- stofnun rikisins, hefir gert, stað- festir algerlega uppgötvun dr. Gye's, og að mikils megi af henni vænta. Enda er nú unnið af kappi að þvi að notfæra hina nýju uppgötvun, og tilraunirnar

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.