Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 1
Priðjndag 11. dgúst 1925. BINDINDIS- og bannmál eru eigi flokksmál í venjulegum stjórnmálaskilningi. í eðli sínu eru þau þjóðþrifa- og sið- ferðismál, hjartans mál þeirra manna, sem að siðferðisþroska og bræðraþeli standa fjöldanum framar. Er hér eigi átt að eins við þá, er standa í ákveðnum bindindisfélögum, heldur alla þá, er þessum málum unna, sökum þess að þeim er ljós nauðsyn þeirra og lífsgildi. í öllum stjórnmálaflokkum vorum eru allmargir bindindis- menn. Eins og við er að búast, eru það venjulega beztu menn- irnir í hverjum flokki. Þeir eru andlega heilbrigðir, siðferðislega þroskaðir, og hafa vakandi á- liuga og ábyrgðartilfinningu á orðum sínum og gerðum gagn- varl Þjóðfélaginu. — Þótt und- arlegt sé, virðist svo sem bind- indismönnum flestöllum sé það eigi fyllilega Ijóst, að það eru einmitt þeir, sem eru aðalmátt- arviðir stjórnmálaflokkanna! — Þeim hugkvæmist því eigi að nota aðstöðu sína og yfirburði lii þess að hefja stjórnmála- starfsemi flokka sinna á hærra hreinna svið. Þeir leiðast jafnvel til að slá af á hugsjón- Uln sinum til þess að geta fylgt ^ugsjónasnauðri dægurþras-póli- tlis flokks síns. Og bera þeir Það eitt úr býtum, að skamm- sýn og ábyrgðarlaus stundar- stefna snýst á móti áhugamáli Peirra Qg vinnur þyí óbótlegt j n. Bindindismenn finna Sart iii Þess, og sjá að þelta er e*g| beilbrigt. En þeir virðast eig1 átta sig á, hvað gera skuli. 0 'ggur leiðin opin fyrir, bein °g greiðfær. Alhr bindindis- c i landmu eiga og v Þetta ál hvað sem öðru liðu boðorð hugsjónarin ferðismál þjóðárir öllum málum frar Sameinaðir á þani þeir skjótt verða svo máttugt veldi í þjóðfélaginu, að eigi verði skelt skolleyrum við vilja þess, né lítilsvirt á neinn hátt. — En dreifðir munu þeir hverfa éftir sem áður í skitkasts-moldviðri stjórnmálaflokkanna, svo hvergi bóli á mannkostum þeirra ná áhugamálum. Það er eigi tilgangur minn, að bindindis- og bannmenn eigi aö snúa baki við stjórnmála- floklci sinum. Sem betur fer, eru skoðanir manna á landsmálum og bæjarmálum allskiftar, þar sem um margar leiöir getur ver- ið ,gð velja. En bindindismenn verða að beita mannkostum sín- um og drengskap í ílokki sín- um, krefjast þess að beztu mönn- um sé teflt fram til opinberra starfa, mönnum, sem hafi bæði heila og hjarta á réltum stað, þeir eiga að opna og hreinsa Augíass-fjós flokka sínna, svo sól og svalur blær siðferðisþroska og hugsjóna nái að leika um skuggahverfin, þar sem mygla og myrkur-sveppir og andlegur fúi er að setjast á sálirnar. — Með einhuga og öflugum sam- tökum allra bindindismanna f landinu vinst þá þetta tvent: Máttur samtakanna ber áhuga- mál þeirra fram til sigurs og þjóðarheilla. Og stjórnmálastarf- semin í landinu göfgast og þrosk- ast að þeirn eiginleikum, er munu lyfta henni á hærra og hreinna svið! Bruni \ Stykkishólmi. Hús Einars Jónssonar stýri- manns, brann til kaldra kola um 4-leytið í gær. Var það tví- lift timburhús og stóð á Höfð- anum rétt hjá bókasafnshúsinu. Kviknað hafði niðri í húsinu og varð það orðið nær alelda þegar fólk varð þess vart. Um upptök eldsins er ókunnugt. Einar bjó sjálfur niðri í húsinu, en Ragnar sonur hans uppi. Var hann nýgiftur og mistu þau hjónin alt innbú sitt því engu varð bjargað af efri hæðinni, en mest öllu niðri. Innanstokksmunir voru allir óvátrygðir. Bættar samgöngur. Með breyttum búnaðarháttum verða kröfurnar um greiðar sam- göngur háværari og ákveðnari. Reglubundnar og greiðar sam- göngur eru lífsskilyrði landbún- aðarins eigi síður en sjávarút- vegs og verslunar. Flutningar bændanna eru að breytast í þá átt, að nota hraðferðir bifreið- anna í stað hægferða lestanna. Er það svo erlendis að bifreið- arnar útrýma hestunum um all- an flutning á þungavöru, bæði stuttar og langar leiðir. Sama ætlar að verða uppi á teningn- um hér og niá hiklaust telja það framfarir og æskilega breytingu á gamalli og ófullnægjandi ílutn- ingaaðferð. Með breyttri aðstöðu er mönn- um farið að skiljast að tíminn eru peningar og því mikilsvirði, að hver verknaður þurfi sem minstan tíma til framkvæmdar. Þau skilyrði eru ekki enn fyrir hendi, að flutningaþörf landbændanna verði fullnægt nema á litlum og takmörkuðum svæðum. En hin bætta aðstaða einstakra sveita til viðunandi samgangna, skapar kröfur til umbóta í afskiftu héruðunum og öll sanngirni mælir máli þeirra. Fram hjá réttraætum kröfum almennings verður ekki gengið til lengdar, og því betra sem þeim er fyr fullnægt. Þegar athugaðir eru staðhætt- ir og skilyrði fyrir stóriðju eða víðlendri fuliræktun, verða ófull- nægjandi samgöngur fyrsti þrösk-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.