Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Hitasumur og drepsóttir áfyrri öídum NI. Árið 1472 var merkilegt að því leyti, að ekki koin einn ein- asti dropi úr lofti frá 4. júlí til 29. september, en þrátt fyrir það voru tíðar þrumur og eldingar, og miklir skógareldar gengu þá yfir. í febr. voru tré í fullum blóma, í júlílok voru þrúgur fullþrosk- aðar og í október urðu ávextir á trjám aftur fullþroskaðir. Vín- berjatekja varð þá svo mikil, að í Berlín var hægt að fá fulla fötu af víni fyrir 1 egg. — Víða í Evrópu gerðu engisprettur mekið tjón það ár. Árið 1474 varð Dóná næstum þur. — Árin 1498 og ”99 voru margar loftsjónir og óvanalegar hreyfingar i gufuhvolfinu. Sum- arhiti var þá mjög mikill. Það er til frásagna fært, að á þessum tíma komu olíukendir blettir á föt manna, sem ómögulegt var að þvo úr aftur. Bar mest á þessu þar sem margt fólk var saman komið. Eftir hörðu veturna 1593 og 1506 komu mjög heit sumur og þurkar. Svo var einnig 1513 og á því ári geisaði mjög mann- skæð sótt á Englandi, sem nefnd var »Enski svitinn». í*eir sem fengu þá veiki kvöldust fyrst af óslökkvandi þorsta og hita, kvölum í maga og fyrir hjart- anu og höfuðverk ásamt magn- leysi og svefni. Þeir sem veikt- ust dóu oftast eftir 3 klukku- stundir, en þeir sem lifðu af I daginn voru sloppnir. Eftir þetta timabil er ekki getið um nein sérstök hitasum- ur fyr en 1718. Þá varð að loka leikhúsum í París vegna hita, (36 stig á Celsius). 1 5 mánuði kom þar ekki dropi úr lofti, öll grasrót sviðnaði, en tré báru ávexti mörgum sinnum. Sumárið 1802 varð afarheitt í París, þá var þar á stundum 37 stiga hiti, og sumarið 1846 varð þ^r næstum jafn heitt. — Lengra nær ekki þessi skýrsla. Hún er fróðleg að mörgu leyti, en það er aðgæt- andi, að þar sem höfundur hennar er þýzkur, þá fjallar hún mest um veðráttufar í því landi og nágrannalöndunum. Sumir sjúkdómarnir sem þar eru nefndir hafa einnig borist hingað, t. d. SvartidaUði og Bólan og eins getur hafa verið með veðráttuna. Frá Færeyjum. Óvenjumikil aðsókn hefir verið af útlendum botnvörpungum við Færeyjar fyrirfarandi, og hafa þeir þótt ærið uppivöðslusamir. Danir hafa ekki verið vanir að halda þar uppi strandgæzlu sumar- mánuðina, en urðu nú að senda þangað Heimdal gamla, sem nú er notaður sem skólaskip fyrir liðsforingjaefni. Danir hafa boðið 100 færeysk- um börnum í heimsókn til Dan- merkur. Komu þau í tveimur flokkum í siðastliðnum mánuði, og mun síðari flokkurinn vera enn þar á ferðinni. Eru börnun- um sýndar allar stærstu bygg- ingar og söfn og Adam Poulsen býður þeim í »Friluflstheatret« Var fyrri flokkurinn afarhrifinn af öllum þeim undrum sem sýnd voru og mun sá hinn siðari heldur ekki þykjast vonsvikinn. Soimr járnbrantnkángslns. — Kirk varð aðjáta að þetta væri »spennandi«, því nú hafði hann allan daginn fyrir sér og var hinn vonbesti og fullviss þess að hann myndi nú fá að heyra eitt orð af vörum sinnar inamorata. Hann .var árla á fótum og hafði naumast numið staðar undir götuljósinu er kirkjuklukkurnar létu morgunkveðju sína óma yfir borgina. — Nú er hún að koma, hrópaði Allan. ég hnig dauður niður af tilhlökkun. Lítið á! Þarna! Parna! Tvær konur sáust nú koma út úr húsinu Þegar þær voru komnar niður steinþrepið og útá gangstéttina, leit sú yngri sem snöggvast yfir götuna til þeirra, og veitti Kirk því eftirtekt að hún var kynblendingur, sennilega vinnustúlka. Hann mændi enn með óþreyju á dyragættina. Pá hvíslaði Allan í eyra honum, — Þarna fer hún. Fljótur nú, annars sleppur hún úr greypum yðar. — Hvar? — Þarna! Unga konan í hvíta kjólnum. þetta er áreiðanlega ungfrú Torres. — Hún — þetta? — Kirk starði með ógn og skelfingu á stúlkukindina, sem skotraði aftur til hans svört- um augunum, ástglettin sem áður. — Hver fjandinn — hún — hún er svertingi þessi stúlka — Nei, nei, svaraði Jamaikadrengurinn hátt. Það er hún, og nú hverfa þær fyrir hornið. — Kirk réðst sem óður væri á aðstoðarmann sinn og jós hann óbótaskömmum. — Aulinn þinn! kallaði hann. Þessi stelpa er blátt áfram »svört« og hana hefi ég hugsað um og borið — Þvílík svívirða? Við skulum flýta okkur burt héðan. — Þér sögðuð mér sjálfur að hún ætti að vera dökk, mælti Allan. — Af stað með þig! Kirk rak förunaut sinn á undan sér og var svo reiður að honum lá við gráti. Þegar hann loks mátti mæla, vegna geðshræringar, lét hann dynja yfir Allan holskeflu af úrvals blótsyrðum þar til drengurinn varð að engu. Leit hann síðan á hann heiftaraugum og mælti ákveðiun: — Ég gæti molað á þér hausinn. Láttu mig þreifa á honum. Allan tók ofan, en Kirk fór um höfuð hans hörðum höndum. — Finnurðu til undan þeim ? — Já, herra, bráðum bólgnar hann allur. — Þelta er eintóm ímynduu. Þú hefir enga tilfinningu í þessari íbenhnotu, kunningi, hún er hörð sem steinn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.