Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 1
 Fimtudag 13. ágúst 1925. argangur. 159. tölublað. QTEFNAN í bindindis- og |J bannmálum hlýtur nu fremur en nokkru sinni áður, að vera sú aö sarneina alla krafta, - eigi aöeins þá, sera skráðir eru i einhverju bindindisfélagi, beldur alla þá, er að uppeldis. °g siðferðismálum þjóðarinnar starfa á einhvern hátt, t. d. prest- ar, kennarar, K. F. U. M., ung- mennafélögin, kvenfélög lands- ms hverju nafni sem nefnast, truboðsfélög o. fl. Er ólíklegt, að nokkuð annað málefni hér a landi myndi fylkja fríðara »oi né fjölmennara! — Parf þá fyrst að rífa bindindismálin út ur stjórnmáladeilunni og fylgja Þeim fast fram án þess að láta stjórnast af dægurþrasi stjórn- inálaflokkanna. - Myndi þetta reynast meginstyrkur bindindis- málanna, og einnig stuðla að göfgun stjórnmálanna í landinu, «ins og áður hefir verið drepið á. Að þessu takmarki liggur að- eins ein leið, - sú hin sama ner á landi sem alstaðar ann- arsstaðar: — Hún er sú, að bindindis- 0g bannmenn hér á landi komi sér upp sérstöku og °Augu májgagni, er þeir fylki sér um dyggilega. Verður blað betta að hafa þessa hlið sið- terðismála þjóðarinna að aðal- líftaug, en vera þó svo fullkomið og fjölhæft, að enginn sæmileg- ur maður geti án þess verið, til hvaða flokks sem hann telst. Pess háttar blað ætti því að eiga fulla vissu fyrir meiri og betri útbreiðslu en nokkurt annað blað hér á landi, þar eð það myndi standa sérstaklega vel að vígi sökum öflugs fylgis fjölda mætra manna víðsvegar utn land. Án þvilíks málgagns erum vér bindindis- og bannmenn alger- lega vopnlausir og hlifalitlir gegn þeim árásum, er í sífellu dynja á oss lir herbúðum vel vígbú- inna andstæðinga: með öflugan blaðakost, styrktan af áfengisfé á ýmsa vegu, leynt og ljóst. Er alls eigi hægt að verjast þeim árásum, né hefja gagnsókn, svo að haldi komi, úr annara her- búðum, þ. e. a. s. í blöðum annara flokka, hversu góð og velviljuð í vorn garð sem þau kynnu að vera. Pað er þá fyrst að nefna, að þau blöð hafa öðrum málum að sinna, fyrst og fremst flokksmálum sínum, þótt t. d. bindindindismálin sé ef til vill einn þáttur þeirra. Og nauðsynleg vörn og gagnsókn getur eðlilega alls eigi, að öllu jöfnu, farið fram á réttum tíma og verið nægilega sterk í stjórn- málablöðum annara flokka. Mun þetta fyllilega Ijóst öllum þeim, sem málið vilja hugsa af nokk- urri rækt og alvöru. — Hér er aðeins ein leið að settu marki. Og hún er þessi, sem nú hefir verið nefnd. Arfasarðar. Oftar en einu sinni hefir Dag- blaðið rætt um garðyrkjuna hér í Reykjavík og hvalt menn til meiri framkvæmda á því sviði. Garðyrkjan getur verið tekju- lind sem um munar, og hún svarar altaf kostnaði, ef af nokk- urri alúð er að henni unnið. Gróðurmoldin íslenzka fylgir furðu vel því lögmáli, að menn uppskeri eins og þeir hafa til sáð. — Ef stofnað er til garð- ræktar af vanefnum, verður upp- skeran eftir því lítil. En ef full- nægt er helstu gróðurskilyrðum þarf vart að efast um góðan arð. Með meira móti hefir verið unnið að garðyrkju hér í vor, og er það gleðilegur vottur þess að margir kunni að meta gildi jarðargróðans. Pað er fallegt að sjá vel ræktaða garða í blóma sínum og þar er viss von um arðberandi verk. Hér eru víða garðar I ágætri rækt og til veruiegrar bæjarprýði meðan gróðrartíminn helzt. En hér má líka sjá illa hirta og óræktaða garða, þótt þeir séu nú með fæzta móti og til minni bæjarlýta en oft hefir áður verið. Á stöku stað eru hér réttnefnd- ir »arfagarðar«, þar sem arfi og annað illgresi er eitt um yfirráð- in. Er slík vanræksla um ónot- að verðmæti ekki vansalaus, og sýnir ofmikið hirðuleysi um að nota ekki þau tækifæri sem hér gefast til sjálfbjargra. Geti eig- endur garðauna ekki ræktað þá vegna einhverra atvika, ættu aðrir að hafa framtak til að taka þá til ræktunar og verða að- njótandi þess gróða sem rækt- unin getur gefið. I Skólavörðuholtinu hefir nú verið sáð i fleiri garða en und- anfarin ár og eru þeir flestir í ágætri rækt. Neðstu garðarnir þar, sem Hggja að Laufásvegi, sýna greinilega hve miklu góður undirbúningur og umhirða getur áorkað í garðræktinni, og þar sézt jafnframt hve skaðleg van- hirðan getur verið. Par við Laufásveginn eru m. a. 2 garð- beð sem stinga mjög í stúf við útlitið til beggja hliða. Jarðveg- ur allra garðbeðanna er þarna nákvæmlega eins, en þessi 2 beð hafa sýnilega orðið útundan með nægilegan áburð og þvi er gróðurinn lágvaxinn og kirkings- legur. Garðræktin er eitt nauðsyn- legasta atriðið í sjálfbjargarvið- leitni landsmanna, en hún þarf að taka- meiri framförum en verið hefir. Hér í Reykjavík er hver rækt- aður blettur svo mikilsvirði, að einskonar kapphlaup ætti að vera um fullræktun gróðureit- anna. Enginn blettur sem nytja- jurtir geta þrifist í, ætti að vera óræktaður, og arfagarðar ættu alls ekki að sjást hér að sumar- lagi. -m. -n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.