Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 ^u&legan dreng vant- ar ^il að bera Dagblaðið um Vesturbæinn. ^tsprungnar rósir. Blómaverslunin Sóley. Úr ýmsum áttum. Nýtt norðurpólsflug. Bruns heitir þýzkur kapteinn, formað- maður fyrir rannsóknarfélagi pólarsvæðanna. Hann er fyrir skömmu farinn til Moskva til að bitta þar Friðþjóf Nansen og semja með honum við Rússa- stjórn, um fyrirhugaða loftför í Zeppelínsskipi tii Norðurpplsins og sömuleiðis um loftsamband milli þýzkalands og Japan. Þessvegna þarf að semja við Rússa um þetta, að leiðin liggur yfir rússnesk yfirráðasvæði á löngum kafla. Dr. Mohr til Norðurpólsins. Berlínarblöðin skrifa um þýzk- norska Norðurpólför undir stjórn »hins þýzka vísindamanns« dr. Adrian Mohr og norska flug- kapleinsins Tryggva Gran. Ætla þessir félagar að dveija 6 mán- uði á pólnum og hefir dr. Eck- ener lofað að flylja þá þangað og sækja þá aftur á Zeppelíns- loftskipi, ef Bandamenn leyfi Þjóðverjum að byggja slíkt skip. — Segja blöðin að leiðangur dr. Mohrs standi i engu sambandi Nýkomið: l3vottasteIl frá 13,50. Blómsturpottar (skraut). Tekatlar. Könuur o. fl. E. EiDarsson & Björnsson Bankastræti 11 Sími 915. Sfmi 915. við ferð þeirra kapt. Bruns og Fr. Nansens öðru, en þvf, að dr. Eckener flytji báða. Nansen ætl- ar einkurn að gera landfræðileg- ar athuganir, en dr. Mohr kveðst munú rannsaka veðurlag, raf- magnið i loftinu og norðurljósin. Fjóra til sex menn kveðst dr. Mohr þurfa að hafa með sér og loftskeytastöð það sterka, að hún nái til nyrslu útvarpsstöðva á hnettinum. Ætlar hann svo að standa á pólnum og halda fyrir- lestra sem heyrist suður um all- an lieim! meiri fyrirhyggju þurfi hér viðvíkj- andi gatnagerðinni. Ætti að mega ganga endanlega frá lireinsunar- brunnaopunum áður en göturnar eru malbikaðar, svo ekki þurfi strax að umróta peim. Lúðrasveitin kom aftur með Bot- niu ígær, eða sá hluti hennar, sem ekki kemur landveg að norðan. Hljómleika héldu peir á ísafirði, Siglufirði og Akureyri, alstaðar við mikia aðsókn og góðan orðstír. • j B®fnfa fór héðan i gærkvöld á- *eiðis til útlanda. Að pessu sinni fór skipiö kl. 10 en ekki kl 12 á miðnætti eius og verið hefir áður. Hr pessi breyting á burtfarartím- anum til mikilla bóta og helzt von- andi áfram. Hljómleika sína endurtaka peir Heinz Scmidt-Reineche og Kurt Heaser i Nýja Bíó annað kvöld. iftir pvi, sem síðustu liljómleikar peiira voru, mætti nú búast við húsfylli og má fullyrða að engir ■verði par vonsviknir. ^muir .iáriibrantitkóiigBlns. Litli nftaðurinn digri hneygði sig, en gleitt bros lék um gljábrúnt andlitið. Mjög heilt veður, mælti hann. 7~ Hann biður auðmjúklega afsökunar á því að hann kann ekki mál yðar, og því hefir hann fengið mig fyrir túlk. Kirk lá við að leggja á flólta, en jafnaði sig svo að hann mátti mæla og bauö gestunum þá einu stóla sem til voru, en settist sjálfur á rúm- bríkina. Gestirnir rendu forvitnisaugum í kringum sig °g nú steinþögðu allir. Torres reyndi að brosa 'vingjarnlega, en það var auðsjáanlega uppgerð. Pfófessor Herara setti upp djáknasvip og þóttist wikill af málakunnáttu sinni. Þeir reyndu báðir öð líta mildum og föðurlegum augum á hinn nnga mann, svo honum yrði rórra í skapi, en Það mistókst alveg. Loks hóf túlkurinn máls, er hann hafði ræskt sig hátt og mörgum sinnum. í*ér eruð auðvitað við þessari heimsókn búinn, herra minn. — Ne — Nei ekki er ég nú það, beinlinis Vinur minn harmar það sáran að hafa ekki áður ált því láni að fagna að kynnast yður. Mér er það heiður — en — — — Já, já auðvitað! Þér þekkið ef til vill herra Torres af frásögn? Þér vitið hver hann er? Prófessor Herara lyfti brúnum og kynkaði kolli eins og vingjarnlegur kennari, sem er að reyna að telja kjark í feiminn lærisveinn. — Mér þykir það leitt, en því miður þekki ég hann ekki. — Hann er einn þeirra borgara sem í mesta áliti eru hér, og á hann bæði hið skrautlega hús nr 89 við Avenida Norte og þægilegan sumarbústað í Las Savannas, enfremur rekur hann slóra verslun með sveppa og húðir. Þér hafið sennilega séð verslunarhús hans við höfnina? Kirk strauk hendi um enni og höfuð og bölvaði Allan. — Og hvað yður snertir, herra Anthony? Forstjórinn fyrir Herara verslunarskóla setti upp auðmýktarsvip og beið svars. En er hinn þagði, að hann áleit fyrir hæversku sakir, hélt hann áfram lil þess að bjarga honum úr klípuuni: — Herra Torres hefir spurzt fyrir um yður og komist að því, að þér hafið ágæta stöðu við Panama-brautarfélagið, en honum væri ant um að fá meira að vita, ef yður þóknast að skýra frá því. — Nú — ég — hefi hefi litlu við að bæta. Þetta er fyrsta staða mín. — Þessu var snarað á spönsku samstundis,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.