Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 15.08.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 15.08.1925, Qupperneq 1
ÖNNUM ber eigi saman utn Það, hvað stjórnmál sé í raun og veru. Um það eru skoðanir manna afar mismun- andi, óskýrar og hvikandi. Sé iit'ð á stjórnmál vor, eins og Þa« koma manni fyrir sjónir á siðari árum — og þá einna helzt siðan áhrif ófriðaráranna náðu að gagnsýra einstaklingseðlið og Þjóðlífið hér sem annarsstaðar, ~~ þá munu óefað margir hallast að skoðun þeirri, sem fyrv. al- Þingismaður Gunnar frá Sela- l®k hélt fram í fyrirlestri í Nýja Bíó í hittiðfyrra. Sagði hann þar með þingmannlegri orða- gnótt og mælsku, að ísl. pólitík væri orðin »hugsjónalaus bar- átta um œtið — barátta milli pólitiskra grásleppa«. — Og Gunnar hefir sennilega vitað hvað hann söng. — Haun lýsti einnig »ráðherrafíkn« þingmanna (valdafíkn), án þess að þeir þó hefðu »nokkra hugsjón að berj- ast fyrir«, eða ætla sér að fram- kvæma. — Ef til vill felst hér skýring á því furðulega stjórn- arfars-fyrirbrigði, að stjórnum vorum á síðari árum virðist vera algerlega sama um það, hvaða útreið frumvörp þeirra fá á Alþingi. Þeir um það! virðast stjórnirnar hugsa með sér. Og þær sitja í makindum eftir sem áður. Og þingið lætur þær sitja. Virðast orð Gunnars rætast, því eigi er sýnilegt, að hugsjónir verði stjórn né þingi að fóta- kefli. — — í insta eðli sínu er »pólitík« baráttan um styztu og beztu leiðina að takmarkinu: hags- munir heildarinnar inn á við sem út á við, eða með öðrum orðum: heill þjóðarinnar á öll- «m sviðum. t*að er grundvallar- bugsjón sljórnmálabaráttunnar. Heflbrigð stjórnmálabarátta er því ætíð drengileg. Þar keppa allir að sama marki, en eru þó eigi ætíð sammála um leiðirnar. Kappið verður eðlilega allmikið oft og tíðum, og hitinn eftir því, samkvæmt eðli manna, þar eð takmarkið er æðsta mál hverrar þjóðar. En þrátt fyrir það á þar að ríkja fullur drengskapur, og hvert kapp að vera »fagur leikur«. Þar sæma hvorki pústr- ar né hrindingar, né að brugðið sé fæti fyrir keppinaut sinn á hlaupi. Drengskaparkapp í hví- vetna, og sá vinnur, sem frækn- astur er í svip og kemur sinni stefnu á framfæri. Við það verða hinir að sætta sig, nema því að eins, að þeir þykist sjá aðrar leiðir að mun betri. — Vera má að sumum »gráslepp- unum« þætti álíka lltið varið í þessa pólitík og stráknum, sem heyrði sagt frá, að í himnariki yrðu allir strákar að vera góðir; þar mætti enginn láta illa né tala ljótt. — »Það þykir mér ljóti stekkurinn«, sagði strákur, »þar vildi ég ekki eiga að vera!« — William JenDiDss Brjae. Símskeyti hefir fyrir nokkru flutt þá fregn, að W. J. Bryan sé látinn. Rétt áður hafði hann verið sækjandi i »apamálinu« heimskunna í Tennessee. Mun allmarga hafa furðað stórlega, er það fréltist, að svo merkur maður og mikilhæfur sem Bry- an skyldi takast sókn á hendur gegn svo viðurkendum vísinda- legum staðreyndum, sem þró- unarkenning Darwins er alment talin. Grein sú, er hér fer á eftir, veitir mönnum nokkra úrlausn i þessa átt. Er hún stuttur út- dráttur úr blaðagrein, er nafn- kunnur rithöfundur enskur og ritstjóri, A. G. Gardiner að nafni, skrifaði um þær mundir i blað sitt. — Hann ritar m. a. á þessa leið: — Hinn furðulegi sjónleikur, sem leikinn er i Tennessee um þessar mundir, vekur sérstaka athygli sökum þess, að það er William Jennings Bryan, er tek- ist hefir á hendur að velta mannsandanum niður aftur, af þeim hátindum, er honum hefir tekist að klífa. Það er úr vöndu að ráða, hvort maður á að grála eða hlæja yfir svo furðu- legum sögulokum á mikilli og viðburðaríkri mannsæfi. Væri mér gjarnt að gráta, býst ég helzt við að ég myndi fara að væla, því þótt liðin sé nú um 20 ár, síðan ég sá Bryan, stend- ur hann mér enn fyrir sjónum endurminningarinnar eins og stórt landslag með skýjafari og hreinum, svalandi vindblæ. Pótt sumir dragi gáfur hans i efa, þá er þó hin hreina og óbrotna skapgerð hans og sjálfgleymandi sannfæring hans, hafin yfir all- an efa! • Sé svo, að Bryan blekki nokk- urn mann, þá er það sjálfan sig, og engan annan. En það gerir hann líka stundum, sök- um þess að hjarta hans er öfl- ugra en hugurinn. Sé hann sann- færður um, að það, sem hann berst fyrir, sé siðferðislega rétt, kærir hann sig kollóttan um, hverjar stjórnmálaaíleiðingar það kunni að fá. — Samkvæmt eðli sínu hefði Bryan átt að geta orðið einn hinn merkasti vakningaprédik- ari, sem uppi hefir verið. Allar ræður hans eru prédikanir. Sennilega hefir hann haldið fleiri opinberar ræður en nokkur ann- ar, sem uppi hefir verið í ver- öldinni. Þá er hann var forseta- efni Bandaríkjanna i fyrsta sinn, hélt hann yfir 2000 kosninga- ræður — og 40 þeirra sama daginn. Einhverja víðfrægustu ræðu slna hélt hann 1000 sinnum. Þungamiðjan i öllum ræðum hans er trúarbragðalegs eðlis. Jafn veraldleg og fjármunaleg málefni eins og peningaslátta, og hvort stofneyrir ríkisins skuli

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.