Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.08.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 17. ágúst 1925. ÍOagSíað I. árgangur. 162. tölublað. FÓLKSFÆÐIN í sveitunum er að verða aðaláhyggjuefni bændanna, og margir fleiri hyggja nú að þeirri bliku, sem dregur upp á framtíðarhimni landbúnaðarins. Árlega fækkar vinnandi fólki í sveitunum svo miklu munar, en jafnframt eykst aðstreymið til kauptúnanna, og þó einkum til Reykjavíkur. Með hverju árinu sem líður verður erfiðara að fá fólk til nauðsynlegustu sveitavinnu, og er jafnvel sama hver kostakjör eru boðin. En á sama tíma fjölg- ar fólkinu við sjávarsíðuna, og framboð vinnulýðsins eykst miklu örara en þörf atvinnuvég- anna krefur. Með fólkstæming sveitanna hleypur ofvöxtur í bæina, og er hvorttveggja jafnskaðlegt eðli- legri þróun og nauðsynlegu jafn- vægi atvinnuveganna. Mörgum bæjarbúa, ekki síður en landbónda, er þetta öfug- streymi mikið áhyggjuefni, en ekki virðist auðgert að stemma þar stigu fyrir. Rótleysi fólksins og breyttar aðstæður til verk- vals mun hér mestu valda, en ekki er þar alt, sem dregur fólk úr instu afdölum til yztu annesja. Ýmislegt er það fleira, * sem veldur þessari breytingu á háttsemi fólksins, þótt þetta muni vera aðalorsakirnar. Vöxtur bæjanna inn á við og aðflutningur nýrra manna er nauðsynlegur hverju bæjárfé- lagi, ef kyrstaða og úrættun á ekki að verða hlutskifti þeirra. Það er viðurkend staðreynd, að bæirnir sækja bæöi þrótt og næringu til sveitanna, og að þangað verði að sækja þá end- urnýjun, sem nauðsynlegust er til viðhalds og framsóknar. En þegar ofvöxtur hleypur í bæina, er öllu hætt, því ofmik- ið aðstreymi er engu betra en lítil endurnýjun, þvi afturkast ofvaxtarins hlýtur að koma fyr eða seinna, og geta afleiðingar þess orðið mjög alvarlegar og erfíðar viðfangs. Þessi röskan á nauðsynlegu jafnvægi atvinnu- veganna er þjóðmál sem alla varðar. Staðreyndirnar eru auð- sénar, og öllum ljóst, að við- horf þeirra þarf að breytast til batnaðar. Það ætti að vera sameigin- legt áhugamál allra flokka og stétta, að eíling landbúnaðarins sé sameiginleg nauðsyn land- bænda og sjávarbúa. Sá þjóð- arskaði, sem hnignun landbún- aðarins hlýtur að valda, kemur engu siður niður á kaupstaðar- búanum en sveitamanninum, og er því báðum nauðsynlegt, að þannig sé stefnt að áfram miði, en ekki aftur á bak. Sjálfsvörn sveitarmannsins og hjálpartök bæjarbúans eiga þar að vera saman að verki. „Ógæfa Noregs' og „Morgunblaðið". Að sunnudagstexta flytur Morg- unblaðið lesendum sínum í gær »nýlega« frétt um bannið í Nor- egi. Er það grein, er stóð i sænska andbanningablaðinu »Dagens Nyheter« snemma í júlí- mánuði, og var grein þessi talin ummæli, er forseti Stórþingis Norðmanna, Ivar Lykke frá Þrándheimi, hafði haft við frétta- ritara blaðsins. — Að vörmu spori sendi Lykke blöðunum andmæli gegn grein þessari í Dagens Nyheter. Kvaðst hann eigi hafa komist þannig að orði, er blaðið hermir, og til að gera mönnum ljóst, að hann telji sig eigi bera ábyrgð á frásögn blaðs- ins, skýrir Lykke einnig frá, að grein þessi hafí ekki verið bor- in undir sig, áður en hún var prentuð. Morgunblaðinu hefír láðst að geta þessara andmæla Lykke, og er þó um mánuður síðan, að þau bárust hingað til lands í norskum blöðum. Er því þessa getið hér Lykke til réttlætingar, þótt hann sé andbanningur. Á hinn bóginn er alls eigi ó- trúlegt, að Lykke, forseti, kunni að hafa sagt alt það, er blaðið ber hann fyrir, þótt hann, mað- ur í þingforseta stöðu, vilji ógjarna láta bera sig fyrir þess- háttar ummælum opinberlega. Sögusögn sænska blaðsins er nfl. eigi annað er það, sem and- banningablöðin norsku klifa á daglega, og þrásinnis hefír verið borið til baka með rökum. — I »Bergens Aftenblad« stóð þannig t. d. 'nær orðrétt grein sú, er Mbl. flutti i gær eftir Dagens Nyheter, fullri viku áður en frétta- ritari sænska blaðsins átti tal við Lykke. Og Bergens Aften- blad endar grein sína á sama hátt og herra Lykke(?) og allir andbanningar eada ræður sinar og ritgerðir: Þess vegna ber að afnema bannið, sem að vorri skoðun er nógœfa lands oorsa. Annars eru hin opinberu um- mæli andbanninga jafn veigalítil og brosleg í Noregi sem hér á landi og víðar. Fyrir 2—3 árum stóðu merkir andbanningar á Stórþingi Norðmanna, börðu sér á brjóst og sögðu: Oss og öllum góðum drengjum ofbýður áfengis- smyglunin, og öll sú spilling, er af henni leiðir. Veitið undan- þágu fgrir suðrœnu vínin léttu og ljúffengu, þá mun smgglunin óðara hverfa úr sögunnil — Svo komu Spánarvínin, og reynslan varð auðvitað sú sama i Noregi sem hér á landi. Og nú hrópa sömu mennirnir um endilangan Noreg: — Var þetta ekki það sem við sögðum ykkurl — Af- nemið bannið, i guðanna bæn- um, til þess að bjarga þjóðinni frá Spánarvoðanuml

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.