Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 18.08.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 18.08.1925, Qupperneq 1
Þriðjudag 18. ágúst 1925. I. árgangur. 163. tölublað. MEIRI en meðal átök þarf til að breyta stefnu aðstreym- is fólksins til kauptúnanna. Verður það ekki gert með nein- um þvingunarráðstöfunum um kyrsetningu eða innflutningshöft. Fólkið á sjálft að velja og hafna, og taka síðan afleiðing- unum, eins og þær verða. En til þess að almenningur sé dóm- bær um hverja lífsstöðu eigi að velja sér, þá þarf gagnmentun fólksins að aukast að miklum mun frá því sem nú er. Þótt miklu sé kostað til mentamála hér á landi, þá er almenn ment- un þjóðarinnar næsta bágborin á ýmsum sviðum, og virðist sumstaðar svara illa kostnaði, a. m. k. við suma barnaskóiana. Ef fólkið á að haldast við í sveitunum, er fyrsta skilyrðið, að því geti liðið þar vel, og að sanngjörnum kröfum fjöldans um breytta lífshætti verði hægt að fullnægja. Landið þarf að gefa einstaklingnum gróðavonir, eigi síður en sjórinn, og sveit- irnar þurfa að vera meira að- laðandi en nú eru þær. Á sviði landbúnaðarins eru víðast hægar umbætur, því fram- tak bóndans er svo takmarkað vegna óhægrar aðstöðu og nokk- urs áhugaleysis um að koma sem mestu í framkvæmd og leggja sig þar alla fram. Hann heflr sínar afsakanir í erfiðleik- unum og áhugaleysinu. Fað er ^idagömul staðreynd, að land- bóndinn ber oftast lítið úr být- um fyrir langt erfiði, jafnvel sehlanga þrælkun, og það hefir smámsaman dregið úr framtaki hans, og jafnframt sveigt hugi fólksins þangað, sem meiri lik- indi voru til að mikið erfiöi gæfi mikinn arð. Afleiðingar þessa ástands lýsa sér greini- *ega í rótleysi fólksins og ringul- teið, sem mjög um of auðkenn- lr alt þjóðlíf vort nú á dögum. 1 að er ekkert, sem heldur mönn- nin við heimahagana ogættarreit- ina> en margt sem dregur frá þeim. t*að er oft og tíðum ekki mikilvægl, sem veldur þátta- skiftum í lífi einstaklingsins, vegna þess að alla kjölfestu vantar og ákveðið markmið að stefna til. Þetta er vandamál, sem vert er að veita athygli, því undir úrlausn þess er að mestu kom- ið, hvort landbúnaðurinn muni taka nauðsynlegum upibótum, eöa hnigna ár frá ári, eins og nú eru horfur á. íslenzk sveita- menning og þjóðmenning yfir- leitt er hér einnig í hættu stödd, og er því mikilsvert, hvernig úr- lausnin tekst. Sveitirnar þurfa að taka þeim umbótum, sem gerir þær lifvæn- legar móts við kaupstaðina. Fólkið þarf að festa rætur í átt- högunum og bindast þeim trygð- arböndum. En fyrst og fremst þarf að tryggja mönnum, að árangur erfiðisins falli þeim sjálfum í skaut og eftirkomend- um þeirra, en ekki einhverjum óviðkomandi og óskyldum. — Óðalsréttur eða erfðaábúð er það sem helzt má vænta, að komið geti hér að haldbeztu gagni. OÖalsréttur. Römm cr sú taug er rekka ðregar föðnrtúna til. I sfðasta blað »Freys« ritar Guðm. G. Hagalin athyglisverða grein um óðalsrétt Norðmanna, og telur hann Vera aðal-undir- stöðuatriði norsku sveitamenn- ingarinnar, og það sem bezt hefir varðveitt rótfesti fólksins. Trygð Norðmanna við átthaga sína sést greinilega á eftirfarandi smásögum, sem G. G. H. seg- ir frá: »Á bæ einum hér bjuggu hjón er áttu tvö börn, pilt og stúlku. Pilturinn skyldi taka við jörð- inni, svo sem venja er til og lög gera ráð fyrir. Stúlkan giftist og fór með manni sínum til Arae- ríku. Peim vegnaði þar vel og áttu að lokum stóra og arðber- andi verslun. En einn góðan veðjirdag fengu þau bréf frá for- eldrum konunnar. Sonur þeirra var dáinn og nú urðu þau að koma heim og taka við jörð- inni, svo að ekki þyrfti að selja hana. Hjónin hugsuðu ekki lengi málið. Áður en árið var liðið sátu þau að búi á Voss og höfðu selt verslun sína í Ameríku. — Það er í rauninni merkilegt, að þið skylduð flytja heim. Þetta var ekki yðar óðal — og ykkur leið vel í Ameríku, sagði eg við bóndann, þá er þelta leiddist í tal, eitt sinn, er fundum okkar bar saman. — Það var óðal konunnar — og eg veit hvernig mér hefði verið innanbrjósts, ef eg hefði séð fram á það, að mín ættar- jörð kæmist í hendur framandi manna. Tengdaforeldrar mínir hefðu heldur ekki tekið í mál að flytja sig til Ameríku. Fyrir nokkrum árum bar það við hér á Voss, að ungur stór- huga bóndi hleypti sér í svo miklar skuldir, að hann sá ekki annað fyrir hendi en selja jörð- ina á opinberu uppboði. Féll þetta honum svo þungt, að hann fyrirfór sér. Siðan varð kona hans vitskert. Menn munu nú ef til vill segja, að þetta sé ekki sérlega lokkandi dæmi. Nei, það er nú svo. En eg býst við, að allir verði að viðurkenna, að það afl, sem er jafn sterkt og þetta dæmi sýnir, muni vera þjóðfélagsstoð, sem ekki falli við fyrsta högg. í næsta húsi við mig býr maður sá, sem Eirikur heitir. Jörðin heitir Finne. Þar hefir ætt Eiríks búið öldum saman. Mann fram af manni hafa nöfn- in Eirikur og Styrkur haldist í ættinni. Eiríkur sá, sem nú býr

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.